Valsblaðið - 01.05.2013, Síða 11
Valsblaðið 2013 11
Starfið er margt
vetrarmánuðina í ár eins og undanfarin ár
og sækir fjöldi félagsmanna Hlíðarenda
heim til þess að taka þátt í getraunum og
eiga notalega samverustund með vinum
og félögum.
Hemmi Gunn fallinn frá
Í byrjun júní fengum við þá sorgarfregn
að Hermann Gunnarsson hefði fallið frá
langt um aldur fram. Fráfall Hermanns
setti svip sinn á starf félagsins um nokk-
urn tíma en sýndi jafnframt hvað mikill
samhugur var á meðal félagsmanna. Vil
ég þakka fyrir hönd félagsins öllum þeim
fjölmörgu sem komu að því að heiðra
minningu Hermanns Gunnarssonar.
Á árinu lét Haraldur Daði Ragnarsson
af störfum sem framkvæmdastjóri Vals.
Vil ég þakka honum og starfsfólkinu öllu
fyrir gott samstarf og vel unnin störf fyr-
ir félagið. Jafnframt vil ég bjóða vel-
kominn til starfa nýjan framkvæmda-
stjóra Jóhann Má Helgason sem ráðinn
hefur verið til starfa.
Einnig vil ég þakka Guðna Olgeirs-
syni ritstjóra Valsblaðsins fyrir hans
ómetanlega starf við ritstjórn og efnis-
öflun í blaðið. Eins og margoft hefur
komið fram er þetta blað ómetanleg
heimild um starf og árangur Knatt-
spyrnufélagsins Vals á hverjum tíma.
Ég vil fyrir hönd stjórnar Vals óska
öllum iðkendum, félagsmönnum, starfs-
mönnum félagsins, stuðningsmönnum,
stuðningsaðilum og fjölskyldum þeirra
gleðilegra jóla og farsældar á komandi
ári með von um gott og gjöfult samstarf
á nýju ári.
Valskveðja,
Hörður Gunnarsson formaður.
Hermann Gunnarsson féll frá á árinu, 66 ára að aldri, þann 4. júní. Hermann átti
glæsilegan feril í íþróttum og var hann einn af fremstu knattspyrnumönnum
þjóðarinnar, en Hermann lék einnig handknattleik með Val og landsliðinu þar sem
hann m.a. setti heimsmet í markaskorun. Hermann var einn af dáðadrengjum Vals
og var hann öflugur talsmaður og merkisberi félagsins hvar sem hann kom því við.
Myndin er tekin fyrir knattspyrnuleik á Hlíðarenda skömmu eftir fráfall Hermanns,
þar sem hans var minnst.
Myndir til hægri:
1. Ómar Ómarsson formaður handknatt
leiksdeildar og Hörður Gunnarsson for
maður Vals með verðlaunabikara bikar
meistara kvenna í handknattleik.
2. Feðginin Þorgerður Anna Atladóttir
og Atli Hilmarsson með verðlauna
bikarana.
3. Öflugir sjálfboðaliðar á Hlíðarenda.
Helena Þórðardóttir, Dagný Arnþórs
dóttir og Magdalena Kjartansdóttir.
Helena og Magdalena standa vaktina í
miðasölunni á heimaleikjum í handbolta
og fótbolta og Dagný hefur árum saman
starfað sem sjálfboðaliði í Val og nú
starfar hún sem fjármálastjóri hjá
félaginu.
4. Guðni Olgeirsson ritstjóri Vals
blaðsins með 5 ára barnabarni sínu,
Margréti Heklu Finnsdóttur á
bikarúrslitaleik í handbolta kvenna.
Skúli Edvardsson hefur árum
saman staðið vaktina á heima-
leikjum í knattspyrnu ásamt fleiri
félögum, og umgjörð heimaleikja
Vals fékk hæstu einkunn hjá KSÍ í
sumar.