Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 12
12 Valsblaðið 2013
erum enda væri lífið litlaust ef allir væru
eins. Öll börn búa við mismunandi að-
stæður, sum fá engan stuðning heimafyr-
ir, önnur eru föðmuð í gegnum lífið og
hvað gefur okkur rétt til að dæma aðra,
eða fordæma?
Eitt af því göfugasta sem við gerum er
að gera góðverk, hrósa og hjálpa þeim
sem minna mega sín. Mörgum hættir
hins vegar til að setja sig á háan hest og
tala niður til þeirra sem eru öðruvísi, til
þeirra sem blómstra síður og eiga erfitt.
Satt að segja hef ég engar áhyggjur af
unga fólkinu í dag, unga fólkinu sem
mun stýra Íslandi á næstu áratugum. Við
eigum að varða veginn með góðu og fal-
legu fordæmi og síðast en ekki síst
treysta unga fólkinu fyrir þeim verkefn-
um og áskorunum sem blasa við daglega.
Hamingjan er ákvörðun hvers og eins en
bíður okkar ekki á næsta götuhorni. Og
þegar við foreldrar geislum af hamingju,
snertum við strengi unga fólksins og höf-
um áhrif á það til góðs.
eftir Þorgrím Þráinsson
nemenda í 10. bekk reykja og sú iðja
heyrir nánast algjörlega sögunni til í 9.
og 8. bekk. Neysla áfengra drykkja er
sömuleiðis á hröðu undanhaldi, eflaust
vegna þess að allir þættir samfélagsins
vinna að því af heilum hug að halda unga
fólkinu við efnið – námið, íþróttaiðkun,
heilbrigt líf. Og þess vegna er óþarfi að
hrópa ,,úlfur úlfur” þótt einn og einn fari
út af sporinu – sem í flestum tilfellum
má rekja til agaleysis og afskiptaleysis á
heimilinu. Það er því miklu frekar um
foreldravandamál að ræða en unglinga-
vandamál.
Ég á því láni að fagna þriðja veturinn í
röð að heimsækja alla grunnskóla á Ís-
landi og halda fyrirlestur fyrir nemendur
í 10. bekk sem ég kýs að kalla ,,Láttu
drauminn rætast“. Síðastliðinn vetur hélt
ég um 170 fyrirlestra, annað slagið enn-
fremur fyrir yngri nemendur og ég full-
yrði – að í kringum 98% af nemendum í
10. bekk eru flottir karakterar. Mér dugar
alveg að standa fyrir framan heilan bekk
í 80 mínútur, horfa í augun á nemendum
og skynja hvers konar persónuleikar þeir
eru. Lífsþorstinn, gleðin, einlægnin og
eftirvæntingin skín úr augum nemenda
sem hlakka til að takast á við áskoranir
dagsins – þrátt fyrir áreitið sem skýtur
örvum frestinga stanslaust að þeim.
Snilldin við lífið er hversu ólík við
Þrátt fyrir Facebook, Twitter, sjónvarps-
gláp og tölvunotkun er unga fólkið
dásamlegt. Þrátt fyrir SnapChat, Tumblr,
QuizUp, Candy Crush, Grand Theft Auto
og iPhone er unga fólkið dásamlegt. Það
er nefnilega MUN erfiðara og meira
krefjandi að vera unglingur í dag en fyrir
einhverjum áratugum. Þá var að mestu
leyti lúxuslíf að vera ungur -- ekkert
sjónvarp, engin tölva, enginn farsími,
sjaldan bíó, nánast engar freistingar aðrar
en bækur og leikir úti í náttúrunni.
Annað veifið er því slegið upp í fjöl-
miðlum að unga fólkið sé ,,svona og hin-
segin“ og neikvæðni svífur yfir vötnum
en skyldi ástandið almennt vera það
slæmt? Við skulum ekki gleyma því að
fyrir tveimur, þremur áratugum komu er-
lendar sjónvarpsstöðvar til Íslands til
þess að festa unglingadrykkju á filmu.
Við, foreldrar dagsins í dag, héngum þá á
Hallærisplaninu, sauðdrukkin, og létum
öllum illum látum – í það minnsta hluti
fólks. Stjórnlaus, agalaus og eftirlitslaus.
Erum við fljót að gleyma? Og reykingar
og neysla var margfalt meiri og verri en
nú á tímum.
Fyrirmyndarunglingar
Unglingar dagsins í dag, árið 2013, eru
algjörlega til fyrirmyndar. Innan við 2%
Verum ástfangin
af lífinu
Unga fólkið í dag er dásamlegt