Valsblaðið - 01.05.2013, Page 14

Valsblaðið - 01.05.2013, Page 14
14 Valsblaðið 2013 yrði mjög spennandi. Það eru miklu meiri reynsluboltar í Valsliðinu. Við erum með þrjá leikmenn hjá Flint sem eru 25–26 ára en restin eru mjög ungir leikmenn. Við þyrftum helst að koma á leik til að fá svar við þessu. Hvernig er samsetningin á leikmanna- hópnum? Við erum fimm útlendingar. Ein rússnesk, tvær danskar stelpur og síðan við Brynja Magnúsdóttir. En upp- aldir leikmenn eru líklega sjö. En hvernig er þjálfunin? Við æfum daglega og erum sendar vikulega í styrkt- aræfingar samkvæmt prógrammi. Flestar stelpurnar eru í vinnu eða skóla og geta því ekki æft oftar á dag. En þær eru sum- ar að reyna að gera eitthvað umfram og fara þá á hlaupaæfingu eða í þrek. Við æfum mjög mikið á einn teig. En það er gert til að þjappa hópnum saman og tryggja að leikmenn þekki hver annan sem best, en hópurinn breyttist svo mikið í sumar. En við erum líka með sérstakar hraðaupphlaupsæfingar. Eftir eða fyrir æfingar erum við í hlaupaæfingum og æfingarnar eru því mjög langar. Aðstaðan er fín þó svo að það vanti mikið á að hún komist nálægt því sem Valur býr við. Við erum með góða æfingahöll og síðan erum við með enn stærri keppnishöll þar sem við æfum vikulega. Við erum með gott þjálfarateymi bæði handboltalega og síðan sérstakan þjálfara sem stjórnar styrktaræfingum og annan sem stýrir hlaupaæfingum. Það er því meiri sérhæf- ing í þjálfuninni. Gunnar Petterson kem- ur tvisvar í viku og fer dýpra ofan í sókn- ar- eða varnarleik. Ef Valur væri að spila í Noregi, hvar heldurðu að liðið væri í töflunni? Senni- lega fyrir neðan miðju. En það er mjög erfitt að bera þetta saman. Efstu þrjú liðin væru mjög erfið en ágætur möguleiki á því að taka stig af hinum liðunum. En ef Flint væri að spila á Íslandi? Örugglega í hópi þriggja til fjögurra efstu liða. Við værum aldrei neðar en það. Hvaða stöðu spilar þú og hvað heitir hún á norsku? Ég spila fyrir utan, oftast í annarri hvorri skyttustöðunni. Þær heita höyre og venstre bakspiller. Sigurður Ásbjörnsson Það á ekki að þurfa að kynna Þorgerði Önnu Atladóttur fyrir nokkrum manni á Hlíðarenda. Þessi ungi leikmaður lék stórt hlutverk í Valsliðinu á undanförnum árum og átti verulegan þátt í þeim titlum sem kvennaliðið okkar í handboltanum vann til á þeim tíma. Eftir að hafa farið í aðgerð á öxl í byrjun sumars dreif Þor- gerður sig til Noregs þar sem hún spilar með Flint í Tønsberg sem er skammt suður af Osló. Þorgerður var í heimsókn á landinu í byrjun aðventunnar og Vals- blaðið mælti sér mót við hana til að fræðast um vistina og boltann í Noregi. Hvernig hefur þér gengið í hausti. Hef- ur öxlin verið í lagi? Nei því miður hef- ur hún ekki verið góð. Ég fór í uppskurð í sumar og þegar ég var laus við verkinn sem fylgdi aðgerðinni þá kom axlarverk- urinn aftur. Hann er búinn að vera að angra mig nokkuð stöðugt síðan og því hef ég lítið getað beitt mér. Ertu þá að gera það sama og við sáum þig gera hérna í fyrra, þ.e. þykjast vera örvhent? Já, ég er að nota vinstri höndina dálítið. En þegar öxlin er svona þá get ég ekki látið vaða á markið af krafti. Ég held að ég sé búin að skora eitt mark úr uppstökki. En ég reyni að finta mig í gegnum vörnina eða að spila upp á aðra og láta þá líta vel út. Hvernig hefur liðinu gengið það sem af er hausti? Illa, við erum stigalausar á botninum en við komumst í átta liða úr- slit í bikarnum. Annars eru framundan hörkuleikir í janúar þar sem við eigum góða möguleika. En þetta hefur reyndar verið einkenni á liðinu á undanförnum árum, þ.e. að byrja frekar illa en bæta sig verulega eftir áramót. Norska deildin er dálítið skipt. Efst trónir Larvik sem vinn- ur nánast allt og er með marga landsliðs- menn. Þá koma tvö til þrjú lið sem eru mjög öflug og þar fyrir neðan lið sem hafa á góðum degi verið að stela stigum af öflugu liðunum. Flint hefur verið í neðri hlutanum án þess þó að hafa verið í fallslag. En í sumar missti liðið nokkra leikmenn auk þess sem skipt var um þjálfara skömmu fyrir mót. Þó svo að við séum stigalausar þá er staðan langt því frá að vera vonlaus. Við höfum verið að bæta okkur og finnum það sjálfar en við höfum líka verið óheppnar því við höfum tapað leikjum sem við áttum að vinna. Hvaða markmið voru sett fyrir tíma- bilið? Á haustfundinum lögðum við upp með það að komast í hóp átta efstu liða og þar með í úrslitakeppnina en augljós- lega er það breytt og við ætlum okkur að halda okkur í deildinni. Hvað með þig sjálfa Spilarðu eitthvað að ráði með óþæga öxl? Já, ég spila 35 – 45 mínútur í hverjum leik en minna í leikjum sem við erum að skíttapa. Ég var t.d. hvíld þegar við spiluðum gegn Lar- vik. Annars hef ég verið að skora um 2 – 4 mörk í hverjum leik. En er umtalsverður munur á hand- boltanum í Noregi m.v. á Íslandi? Já, það er dálítill gæðamunur. Líkamlegur styrkur leikmanna er almennt meiri í Noregi heldur en hér heima. Boltinn er hraðari, tempóið hærra og það er hver einasti leikur erfiður. Það þarf að leggja sig 100% fram allan tímann ef maður ætlar sér að gera sér vonir um að fá eitt- hvað út úr leiknum. Valsliðið spilaði allt- af fremur hraðan bolta og ég þekki ekk- ert annað en að spila hratt. Heima voru fáir leikir erfiðir en fjöldi annarra leikja var fyrirfram ráðinn. Þá eru fleiri góðir leikmenn í hverju liði, þau eru ekki borin uppi af einum eða tveimur góðum leik- mönnum eins og þekkist heima. En betri leikmenn íslenskra liða gætu vel verið að spila í Noregi. Hvernig heldurðu að viðureignin færi ef Valsliðið eins og þú þekktir það væri að spila gegn Flint? Ég hef fengið þessa spurningu áður og átti erfitt með að svara henni. Liðin eru svo ólík að það er erfitt að segja en ég held að leikurinn Ungir atvinnumenn Vals í útlöndum Allir leikir í norsku deildinni eru erfiðir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.