Valsblaðið - 01.05.2013, Side 18

Valsblaðið - 01.05.2013, Side 18
18 Valsblaðið 2013 krossmenn“, þannig að þakið ætlaði að lyftast af kapellunni. • Fyrstu vortónleikana 1994, þegar Sig- fús Halldórsson var heiðursgestur og þakkaði fyrir sig með eftirminnilegri ræðu að söng kórsins loknum. • Afmælishátíðina á Hótel Sögu 2001, þegar Valslagið var sungið í nýrri út- setningu Guðjóns kórstjóra. • Hundrað ára afmælishátíð Vals í nýja íþróttahúsinu 11. maí 2011. • Tvenna tónleika með Lúðrasveit Reykjavíkur á 80 ára afmælisári henn- ar 2012, fyrst í Langholtskirkju og síð- an á vortónleikum Valskórsins í maí það ár. • Tónleikana á vegum stuðningsmanna- félags knattspyrnuliðsins Glentoran í Belfast í apríl 2013, þegar bæði ís- lenskir og írskir áheyrendur klökknuðu af hrifningu yfir flutningi Vals kórsins á íslenska þjóðsöngnum. • Kórahátíðina í Hörpu 20. október 2013, þegar Valskórinn stóð fremstur á sviðinu í hópi nærri 900 söngvara sem fluttu lagið „Snert hörpu mína, himin- borna dís“. Valskórinn hefur fyrir löngu skipað sér traustan sess í félagsstarfi Vals. Hann er án nokkurs vafa langbesti kór sem starfar innan vébanda íslensks íþróttafélags – reyndar sá eini, svo vitað sé, en það dregur ekki úr gæðum hans. Kórinn leggur, líkt og aðrir Valsmenn, á sig þrot- lausar æfingar til að ná meiri árangri, en þó ætíð minnugur orða séra Friðriks: „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofur- liði“. sem hafa sungið með kórnum í skemmri eða lengri tíma. Nú eru virkir kórfélagar tæplega 30 talsins og af þeim voru níu í kórnum fyrsta veturinn og hafa sungið óslitið síðan eða með stuttum hléum. Þau eru: Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Friðrik Rúnar Guðmundsson, Guðbjörg B. Pet- ersen, Guðmundur Frímannsson, Hrafn- hildur Ingólfsdóttir, Lilja Jónasdóttir, Sigurður Guðjónsson, Stefán Halldórs- son og Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir. Þrjú þeirra, Guðbjörg, Hrafnhildur og Sigurð- ur, hafa sungið á öllum vortónleikum kórsins í 20 ár. Þegar þau níu sem talin voru upp hér á undan og voru í röðum stofnenda kórsins voru spurð um minnisverða viðburði eða verkefni kórsins á undanförnum 20 árum var einkum bent á eftirtalin atriði: • Fyrsta aðventukvöldið í Friðriks- kapellu þegar Fóstbræður, Valskórinn og hátt í hundrað gestir sungu saman, af fullum hálsi, sálma við ljóð séra Friðriks, þ. á m. „Áfram, Kristsmenn, kórinn hóf að syngja útsetningu Báru á lagi Stefáns Hilmarssonar og Þóris Úlf- arssonar, „Valsmenn og meyjar“, á af- mælisvorinu 2011. Margrét Bóasdóttir söngkona hljóp í skarðið um nokkurra vikna skeið fyrir mörgum árum og lagði þá áherslu á radd- þjálfun sem kom kórnum mjög til góða. Fjölmargir undirleikarar hafa aðstoðað kórinn á vortónleikum. Fyrstur var Carl Möller, en meðal annarra má nefna Helgu Laufeyju Finnbogadóttur, Sunnu Gunnlaugs og Jónas Þóri. Undirleikari í Belfast-ferðinni var Lárus H. Grímsson. Ýmsir gestasöngvarar hafa stigið á stokk með kórnum, þ. á m. Ari Jónsson, Ragn- ar Bjarnason, Egill Ólafsson, Stefán Hilmarsson og Guðrún Gunnarsdóttir, að ógleymdri ungri íþróttastúlku í Val, Mörtu Kristínu Friðriksdóttur. Þá dregur einn tenórsöngvari kórsins, Jón Guð- mundsson, oft upp þverflautuna á tón- leikum til yndisauka. Formenn kórsins hafa verið þessir: Stefán Halldórsson, Þuríður Ottesen, Þórarinn Valgeirsson og síðan Helga Birkisdóttir undanfarin ár. Guðmundur Frímannsson var gjaldkeri um langt skeið. Að sjálfsögðu hafa kórfélagar gaman af að skemmta sér saman og hittast gjarnan 1–2svar á vetri eða vori með mökum til að borða góðan mat og syngja eins og lungun leyfa. Ýmsir kórfélagar hafa boðið hópnum heim, en á engan skal hallað þótt Þórarinn Valgeirsson sé nefndur sérstaklega, enda hefur heimili hans stundum verið kallað félagsheimili kórsins. Margs er að minnast úr sögu kórsins Sjálfsagt er tala kórfélaga komin vel yfir eitt hundrað, þegar allir eru taldir með Henson lét útbúa sérstök bindi karlmönnunum til mikillar prýði í Belfastferðinni og á afmælisárinu. Frá vinstri: Chris Foster, Halldór Einarsson og systkinin Bára Gríms­ dóttir og Lárus H. Grímsson. Ljósm. Þorsteinn Ólafs. Valskórinn kátur í lok fyrstu vortónleikanna 11. maí 1994 undir stjórn Gylfa Gunnars­ sonar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.