Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 22

Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 22
22 Valsblaðið 2013 Starfið er margt mínum. Það sagði ýmislegt þannig að ég átti verulega langt í land. Auðvitað varð ég fyrir vonbrigðum en þegar ég fór að fylgjast með þeim bestu í heiminum gerði ég mér grein fyrir því að ég stóð þeim langt að baki. Seinna spilaði ég leiki við frábær lið þar sem ég fékk þetta staðfest. Fæstir strákar hér heima hafa spilað Evr- ópuleiki og þar af leiðandi er erfitt fyrir þá að bera sig saman við aðra.“ Hver eru skilaboð þín til yngri iðk- enda sem dreymir um að komast í fremstu röð í boltaíþróttum? ,,Fyrstu skilaboðin yrðu til þjálfara um að vera með nógu mikið úrval af valæf- ingum. Rétt áður en tennisleikari slær tennisbolta hefur hann yfirleitt sjaldan um færri möguleika að velja en þrjá. Hann þarf því að taka ákvörðun aðeins sekúndubroti áður en hann slær. Það sama ætti að vera í boltagreinum. Í stað þess að fá bolta og sparka eða kasta beint til baka ætti viðkomandi að hafa fleiri en einn og helst fleiri en tvo möguleika. Þannig æfingar þyrftu að vera hjá Val auk tækniæfinga og þetta þjálfar upp leikskilning. Margir boltar ættu alltaf að vera til staðar í stað þess að verja mikl- um tíma í að sækja þá. Ef krakkar horfa á góða fótboltamenn átta þeir sig á því að þeir hafa sífellt úr fleirum en einum möguleika að velja þegar þeir fá boltann. hafa sama og ekkert vit á fótbolta, engan leikskilning. Þess vegna ættum við að senda ein- hvern til Barcelona, eða til annarra liða sem eru að gera frábæra hluti, til að læra hvernig uppbygging á sér stað þar. Þekk- ingin skiptir máli og svo þarf að yfirfæra hana yfir á Val. Aðeins það besta á að vera nógu gott fyrir Val.“ Hver var þinn vendipunktur á íþrótta- ferlinum, hvenær fórstu að taka stór- stígum framförum? ,,Fyrstu vonbrigðin voru þau að vera ekki valinn í landsliðsúrtak í fótbolta. Skyndilega var ég aðgreindur frá jafn- öldrum sem voru valdir og þar með var búið að merkja þá sem betri. Það var sjokk fyrir mig. Ég reyndi að æfa meira en mig vantaði bæði hraða og styrk og þar fyrir utan hafði ég enga færni til að fatta að mig vantaði leikskilning. Ég var í því að halda bolta á lofti, æfa skærin og skjóta á markið og hélt að það dyggði. Seinna komst ég ekki í landsliðshóp í handbolta og það var annað sjokk. Í kjöl- farið tók ég aukaæfingar og hóf að stunda lyftingar (clean) sem var óþekkt meðal handboltamanna. En mótlætið herti mig og hvatti mig til dáða. Aðal- málið er að gefast aldrei upp, sýna þolin- mæði.“ Hvenær fórstu að taka stórstígum framförum og gerðir þér grein fyrir því að þú gætir orðið leikmaður á heimsmælikvarða? ,,Ég upplifði mig fyrst sem leikmann á heimsmælikvarða um þrítugt, ekki fyrr. Ég spurði Boris þjálfara oft á mínum yngri árum hvar ég væri á vegi staddur sem handboltamaður og hann sagði að það væru aðeins örfáir dropar í bollanum Félagar Ólafs Stefánsonar tolleruðu hann í leikslok að loknum síðasta landsleiknum. Óli Stef þakkar fyrir sig eftir síðasta landsleikinn, en áhorfendur voru með spjöld á leiknum þar sem stóð Takk Óli. Hann var með áletrað á bolnum sínum, Takk á móti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.