Valsblaðið - 01.05.2013, Page 29

Valsblaðið - 01.05.2013, Page 29
Valsblaðið 2013 29 Félagsstarf og kynnast innan Vals. Það er grunnurinn og upp úr því getur svo komið fullt af skemmtilegum hlutum og þörfum verk- efnum sem gera Val að enn betra félagi. Svo lengi sem finnast konur innan Vals sem vilja hittast og vinna gott starf sam- an, þá verða Valkyrjur, eða sambært fé- lag, til. Forgangsverkefni verður alltaf að hafa vakandi auga með jafnréttinu – og ég bíð spennt eftir þeim degi sem þess verður ekki þörf.“ Hvernig sjáið þið fyrir ykkur starf sjálfboðaliða eflast í Val? „Sjálfboðaliðar eru félaginu dýrmætir og skipa stórt hlutverk. Skerpa þarf á sjálf- boðastarfshugmynd hjá öllum þeim sem standa að Val: stuðningsmönnum, stjórn- armeðlimum, iðkendum á öllum aldri, foreldrum og starfsfólki. Félagið verður hvorki meira né minna en það sem við leggjum í það – því við erum Valur.“ Hvernig er samstarfið á milli Valkyrja og Fálkanna? „Formlega hafa Valkyrjur og Fálkar ekki staðið fyrir neinum sameiginlegum verk- efnum. Það er samt mikill velvilji þar á milli og stundum hlaupið undir bagga; t.d. þrifu þeir stúkuna með okkur og við aðstoðuðum með skipulag á dósa- og jólatrjáasöfnuninni þeirra. Ég hef samt fulla trú á því að við munum vinna meira saman í framtíðinni því bæði félögin vilja gera Val að enn betra félagi.“ flestir Íslendingar, störfum hlaðnar og eiga misvel heimangengt.“ Eitt af áherslumálum Valkyrja var í upphafi að fjölga konum í stjórnum og ráðum hjá Val. Hvernig hefur það gengið? „Þau tíu ár sem ég hef komið nálagt starfi í Val hafa alltaf einhverjar konur setið í stjórnum og ráðum þar. En eitt af megin- markmiðum Valkyrja er að fjölga þeim vegna þess að við teljum að þannig get- um við gert Val að enn betra félagi. Fyrsta árið okkar Valkyrja gekk þetta vel. Í beinu framhaldi af stofnun félagsins fóru 4 konur í stjórnir. Hins vegar gerðist það síðastliðið vor að þótt aðalstjórnin væri vel skipuð konum þá átti engin kona sæti í knattspyrnu-, handbolta- og körfu- boltadeild. Þar sátu 22 karlar. Við gerðum athugasemd við þetta og buðumst til að aðstoða við að finna hæfar, ábyrgar og áhugasamar konur til stjórnar- og nefnd- asetu. Körfuboltastjórnin þáði boð okkar og nú eru tvær konur komnar þangað. Við munum ítreka þetta boð okkar næsta vor – og það fyrir aðalfund Vals. Ég lít svo á að helsta ástæða þess að ekki voru fleiri konur í þessum stjórnum sé fyrst og fremst sú að við stjórnumst öll að miklu leyti af vana og hefðum. Það er oft erfitt að finna fólk í stjórnir og því er leitað til þeirra sem eru vanir og hafa reynslu. Þetta á sér stað alls staðar í samfélaginu, í öðrum félagasamtökum, í stjórnum fyrirtækja, í vali fjölmiðla á viðmælendum – og þetta er ástæða þess að búið er að setja lög í landinu um kynjahlutföll í stjórnum. Ég tel, og vona, að með tilkomu Val- kyrja höfum við aðeins hrist upp í þess- um hefðum, minnt á tilvist okkar kvenna og unnið á þeirri landlægu kreddu að konur vilji ekki sitja í stjórnum. Eins hafa Valkyrjur verið eins konar bakland fyrir sumar stjórnarkonur. Þetta skiptir miklu máli því þótt áhugi fyrir stjórnar- setu sé fyrir hendi hjá konum þá er oft erfitt að setjast þar inn án þess að hafa einhvern stuðning. Það má ekki skila þetta þannig að Valkyrjur séu einhvers konar stjórnmálaflokkur með sameigin- lega stjórnarskrá sem ekki má víkja frá. En þarna er þéttur kjarni ólíkra og reynslumikilla kvenna sem hægt er að rökræða við á opinskáan hátt.“ Hvernig sjáið þið fyrir ykkur þró- unina hjá Val á næstu árum? „Í framtíðinni sé ég fyrir mér að í Val, og öllu samfélaginu, þurfi ekki lengur að minna á kynjahlutföll neins staðar – þau komi bara af sjálfu sér. Og að sjálfsögðu finnst mér að Valur, eins og allar aðrar stjórnir og félagasamtök, eigi að temja sér grunnhugmyndina sem liggur að baki lögunum um kynjahlutföll: að saman myndum við kynin fjölbreytilegra, víð- sýnara og betra samfélag.“ Hvernig teljið þið að hafi tekist til með jafnrétti kynja í Val, t.d. í sambandi við yngri flokka starf og starf meist- araflokka? „Jafnréttismálin hjá Val eru almennt séð í fínum farvegi – ekki síst í yngri flokka starfinu. Baráttan virðist hins vegar verða harðari þegar ofar dregur, eins og almennt virðist vera í íþróttaheiminum. Til þess að það breytist þarf almenna hugarfarsbreytingu þar sem gengið er út frá því að íþróttir kvenna séu jafnmikil- vægar og íþróttir karla og þar af leiðandi eigi þær að fá jafngóða aðstöðu, fyrir- greiðslu, umfjöllun, auglýsingu, áhorf, svo eitthvað sé nefnt. Það þarf sameigin- legt átak til að ná fram þessari hugarfars- breytingu, átak sem nær til allra þeirra sem koma nálægt íþróttum: sérsam- banda, íþróttafélaga, fjölmiðla, iðkenda og áhorfenda.“ Hvernig sérðu fyrir þér starfið hjá Valkyrjum þróast á næstu árum? „Mér finnst skipta mestu máli að hafa vettvang fyrir konur til að ræða saman Valkyrjur sjá um veitingar í Lollastúku á handboltaleikjum í vetur við góðar undirtektir. Frá vinstri: Linda Ósk Sigurðardóttir, Hólmfríður Sigþórsdóttir og Svala Þormóðsdóttir formaður Valkyrja en allar eru þær í stjórn Valkyrja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.