Valsblaðið - 01.05.2013, Page 30

Valsblaðið - 01.05.2013, Page 30
30 Valsblaðið 2013 Starfið er margt andi. Keflavík vann svo annan leikinn að Hlíðarenda og Valur þann þriðja í Kefla- vík. Eftir naumt tap á heimavelli í fjórða leik var ljóst að oddaleik þurfti til að klára einvígið. Fimmti leikurinn var í Keflavík, en þessi rimma hafði einkennst af því að liðið á útivelli hafði unnið í öll- um tilvikum. Mikil spenna og eftirvænt- ing var hjá báðum liðum fyrir lokaleik- inn. Svo fór að Keflavík vann eftir afar spennandi lokaátök þar sem Valur leiddi þegar skammt var til leiksloka. Því mið- ur tókst ekki að komast í úrslitin að þessu sinni, en stúlkurnar eiga mikið hrós og þakklæti skilið fyrir góða frammistöðu og ljómandi skemmtun. Nú á haustdögum 2013 er liðið að mestu skipað sömu leikmönnum og á liðnu tímabili. Rut Konráðsdóttir bættist í hóp- inn og tveir góðir félagar fóru frá okkur, þær Berglind Karen Ingvarsdóttir og Við leikum allir saman Keppnistímabilið 2012–2013 var skemmti legt fyrir körfuknattleiksdeild Vals. Ágúst Björgvinsson var aðalþjálfari bæði kvenna- og karlaliðs félagsins, eins og árið áður. Honum til aðstoðar voru Sævaldur Bjarnason og Hafdís Helga- dóttir. Stjórn deildarinnar var skipuð sömu aðilum og árið áður, en þeim til stuðnings var hópur vaskra Valsmanna, sem eru ómissandi þáttur í daglegu starfi félagsins. Stjórn og leikmenn þakka þeim aðilum fyrir frábært starf fyrir fé- lagið. Starf deildarinnar einkennist af textanum góða; við leikum allir saman, létt það verður gaman. En sá fallegi sálmur er að jafnaði sunginn þegar leikir vinnast hjá liðum deildarinnar. Það er hefð sem við mælum með, það bæði bæt- ir anda og styrk. Gott gengi meistaraflokks kvenna Meistaraflokki kvenna gekk vel árinu. Liðið lék til úrslita í bikarkeppni Körfu- knattleikssambandsins í Laugardalshöll í febrúar gegn Keflavík. Við töpuðum í hörðum leik eftir hetjulega baráttu í síð- ari hálfleik. Þetta er í fyrsta skipti í of mörg ár sem körfuknattleikslið frá Val leikur til úrslita í bikarkeppni í efstu deild. Leikmenn liðsins voru félaginu til mikils sóma og ánægjulegt að sjá mikinn fjölda Valsmanna sem mættu í Laugar- dalshöllina til að fylgjast með stúlkun- um. Á vordögum var Valur eitt af fjórum liðum sem lék til úrslita um Íslands- meistaratitil kvenna. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í undanúrslitum leikur til úrslita. Við lékum gegn sterku liði Keflavíkur í undanúrslitum og unnum fyrsta leikinn í Keflavík nokkuð hress- „Við leikum allir saman, létt það verður gaman“ Skýrsla körfuknattleiksdeildar 2013 Meistaraflokkur karla í körfuknattleik 2013–2014. Efri röð frá vinstir: Ágúst S. Björgvinsson þjálfari, Bjarni Geir Gunn- arsson, Bergur Ástráðsson, Gunnlaugur Elsuson, Chris Woods, Birgir Björn Pétursson, Þorgrímur Guðni Björnsson, Oddur Birnir Pétursson og Ari Gunnarsson aðstoðaþjálfari. Neðri röð frá vinstri: Atli Barðason, Benedikt Blöndal, Oddur Ólafsson, Rúnar Ingi Erlingsson varafyrirliði, Hlynur Vikingsson, Kristinn Ólafsson og Jens Guðmundsson. Á myndina vantar: Ragnar Gylfason fyrirliða, Sigurð Skúla Sigurgeirsson og Guðna Heiðar Valentínusson. Ljósm. Guðlaugur Ottesen Karlsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.