Valsblaðið - 01.05.2013, Síða 32

Valsblaðið - 01.05.2013, Síða 32
32 Valsblaðið 2013 lék nokkrar mínútur í þessum leik. Valur lék svo til úrslita gegn Hamri frá Hveragerði um laust sæti í efstu deild. Hinn fótbrotni Woods var farinn að spila meira en var enn langt frá sínu besta en líkamlegur styrkur hans nýttist þó ágætlega. Valsmenn mættu einbeittir í úrslitaleikina og með góðum leik, sterkri liðsheild sem stóðst álagið og raunina vel unnu þeir fyrstu tvo leikina og þar með úrslitakeppnina. Því var ljóst að Valur myndi leika að ári (2013–2014) í hópi bestu liða landsins. Sameiginleg ákvörð- un leikmanna og stjórnar var tekin snemma eftir tímabilið að reyna að halda (að mestu) óbreyttum mannskap og kanna getu liðsins í úrvalsdeild. Ljóst var að liðinu beið krefjandi verkefni, en það er trú þess sem þetta ritar að þetta lið eigi fullt erindi í efstu deild og að það geti spjarað sig. Í sumar sem leið komu svo góðir liðsmenn til okkar; Oddur Ólafsson, Oddur Birnir Pét- ursson, Gunnlaugur Elsuson og Guðni Heiðar Valentínusson. Atli Hreinsson yfirgaf liðið og fór erlendis til náms og þökkum við honum góð kynni. Þá kom nýr aðstoðarþjálfari til liðsins, Ari Gunnarsson, Valsmaður kom heim og fögnum við komu hans. Ari lék með öllum yngri flokkum Vals og fjölmarga meist- araflokksleiki á síðustu öld. Þá þökkum við Sævaldi Bjarnasyni fyrir hans störf fyrir félagið og óskum honum alls hins besta í starfi og leik. Í lok sumars fór liðið svo í æfingaferð til Dan- merkur, ásamt kvennaliðinu, til að stilla saman strengi og undir- búa sig fyrir átök vetrarins. Mikil áskorun að setja ártal á vegginn Það er mikil áskorun, sérstaða og stolt fyrir Val að eiga lið í efstu deild, kvenna og karla, í körfuknattleik, handknattleik og knatt- spyrnu. Til að viðhalda því þarf mikla samvinnu og markvisst starf. Við í körfuknattleiksdeild erum stolt af því að vera hluti af þeirri heild. Það er stefna okkar að gera enn betur, halda merki Vals hátt á lofti og setja ártal á vegginn. Til þess að það takist þurfa allir að leika saman. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa komið að starfi deildarinnar á liðnu ári fyrir þeirra framlag, og þakka leikmönnum og þjálfurum fyrir skemmtilegar stundir. Við leikum allir saman, létt það verður gaman. Svali H. Björgvinsson formaður körfuknattleiksdeildar Uppskeruhátíð körfunnar, yngri flokkar MB 6–7 ára Árið byrjaði vel, það var nokkuð mikið af krökkum að æfa hjá okkur, vorum með allt að 18 krakka á æfingu fyrstu mánuðina en svo fór að tínast út úr hópnum þegar leið á veturinn, en eftir voru 8 hressir og kátir strákar sem voru allan veturinn. Við fór- um á þrjú mót í vetur, Póstmótið hjá Breiðablik, Nettómótið hjá Keflavík/Njarðvík og svo að lokum afmælismótið hjá Val. Allt þetta gekk mjög vel og strákarnir stóðu sig með prýði og voru allir mjög kátir með keppnirnar. Veturinn gekk vel og þessir strákar eiga eftir að vera mikil körfuboltaefni ef þeir halda áfram að æfa sig. MB 8–9 karla þetta var fámennur hopur í upphafi vetrar með einhverja 3–4 stráka þar sem margir höfðu gengið upp í 10 og 11 ára flokkinn. Við náðum mest að fjölga okkur í 10 stráka í vetur en talan end- ar svo í um 9 og trákarnir voru virkilega áhugasamir og flottir og tóku miklum framförum í vetur. Strákarnir fóru á Nettómótið og svo vormót Vals og stóðu sig með miklum sóma og voru fé- laginu og sjálfum sér til mikils prýðis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.