Valsblaðið - 01.05.2013, Page 38

Valsblaðið - 01.05.2013, Page 38
38 Valsblaðið 2013 sé sá frægasti Valsarinn í fjölskyldunni. Það eru að vísu ekki margir Valsarar í ættinni, þetta er að mestu leyti Keflvík- ingar og Fylkismenn.“ Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú fengið frá foreldrum þínum í sam- bandi við körfuboltann? „Ég hef fengið mjög mikinn styrk og mikla hvatningu frá fjölskyldu minni tengt körfunni. Ég hef fengið nokkrar „einkaæfingar“ frá Þorra bróður mínum sem ég hef reynt að nýta. Pabbi kemur oft með gáfuleg „comment“ að leik loknum.“ Hvað finnst þér mikilvægtast að gera hjá Val til að efla starfið í yngri flokk- um félagsins? „Mér finnst að fólkið þurfi að hittast meira og kynnast hvert öðru meira og að boltaíþróttirnar hittist líka.“ Hvað finnst þér mikilvægast að gera til að bæta aðstöðuna á Hlíðarenda? „Í Eos, gamla félaginu mínu i Svíþjóð var hægt að fara inn í höllina og æfa. Það var nefnilega bara körfubolti æfður þar. Ef að það var æfing á einum vellinum þá var einn völlur laus til þess að leika sér á. Það er eitthvað sem ég sakna mjög mik- ið. Þar var líka „hobby room“ sem var gaman að hitta vini sína í.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik Friðriksson, 11. maí 1911.“ Hver eru þín einkunnarorð? „Winners never quit and quitters never win. David þjálfari sagði þetta einhvern tíman á æf- ingu og mér fannst þetta vera flott.“ Óðinn er 13 ára og hefur æft körfubolta síðan hann var 6 ára. Hann byrjaði í Val í körfunni en sumarið 2007 flutti fjöl- skyldan út til Svíþjóðar og bjó þar í 4 ár og þar lék hann körfubolta með sænska liðinu Eos Lund. Sumarið 2011 flutti fjölskyldan aftur heim og hann byrjaði aftur í körfubolta með Val. Hvers vegna körfubolti? „Pabbi æfði körfubolta hérna í Val fyrir hundrað árum og bróðir minn æfir líka körfu- bolta. Ég fékk áhugan á körfuboltanum frá þeim. Ég tók nokkrar æfingar í hand- bollta og sundi í Svíþjóð en það toppar ekkert körfuna.“ Hvernig gengur ykkkur í körfunni? „Ég hef aðallega keppt með 9. flokki (einu ári eldri en ég) og þar gengur okkur bara vel. Við héldum okkur í B-riðli í all- an vetur. Mér finnst hópurinn okkar mjög skemmtilegur og það er oftast góð- ur andi á æfingum og í leikjum, en auð- vitað gerist það að mórallin verður léleg- ur.“ Hvernig eru þjálfarar þínir? „Í körf- unni í Val hefur verið frekar erfitt að vera með fastan þjálfara fyrir yngri flokkana en núna er það breytt, allavega hjá strák- unum. David þjálfari er einn svona „al- vöru“ þjálfari. Hann hefur styrkt okkur strákana um heilan helling, bæði andlega og líkamlega og sem körfuboltamenn. Ég vona að við strákarnir höldum honum sem þjálfara næstu árin. Góður þjálfari á að vera strangur enn réttlátur og hlustar á leikmenn sína.“ Segðu frá skemmtilegum atvikum úr boltanum. „David reddaði okkur strák- unum þjálfara frá Englandi sem heitir Matt Guymon í viku. Pabbi hans spilaði í NBA og hann sjálfur var pointguard í enska landsliðinu. Við í körfunni í Eos fórum einu sinni til staðar sem heitir Eskil stuna, sem er í miðri Svíþjóð, og kepptum þar og lentum í 3.–4. sæti af næstum því öllum liðum í Svíþjóð. Það var mjög gaman og ég kynntist liðsfélög- um mínum betur.“ Hverjar eru fyrirmyndir þínar í körfuboltanum? „Uppáhalds körfu- boltamennirnir mínir í NBA eru leik- menn frá LA Clippers, þeir Blake Griff- in, Chris Paul og DeAndre Jordan. En þá íslensku þekki ég ekki nógu vel, en finnst þá þeir Jakob og Hlynur standa sig vel í Dragon Sundsvall og í landsliðinu. Þeir eru mjög virtir í körfuboltanum í Svíþjóð.“ Hvað þarf til að ná langt í körfubolta eða íþróttum almennt? „Traust er mik- ilvægt í körfunni og í öðrum íþróttum, bæði sjálfstraust og að geta treyst á leik- mennina sem eru á vellinum með þér. Ég þarf og vil bæta mig í öllu sem tengist körfunni. Við þurfum að venja okkur meira á því að vinna leiki og sætta okkur ekki við tap.“ Hverjir eru þínir framtíðardraumar í körfubolta og lífinu almennt? „Mig langar að fara út til Bandaríkjanna í há- skóla og körfubolta eða til Svíþjóðar. Kannski vill ég vera leikstjóri. Er ekki allveg viss.“ Hver er frægasti Valsarinn í fjölskyld- unni? „Ég held að pabbi eða bróðir minn Ungir Valsarar Það toppar ekkert körfuna Óðinn Arnarsson er 13 ára og leikur körfubolta með 8. flokki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.