Valsblaðið - 01.05.2013, Side 39

Valsblaðið - 01.05.2013, Side 39
spila atvinnumensku á einhverjum af Norðurlöndunum og vera að læra eða vinna með.“ Hver er frægasti Valsarinn í fjölskyld- unni þinni? „Ætli það sé ekki systir mín, Katrín Gylfadóttir.“ Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú fengið frá foreldrum þínum? „Hef fengið ómetanlegan stuðning frá foreldr- um mínum. Þau mæta á alla leiki sem þau komast á og hafa skutlað mér um allt land til að fara á leiki eða mót. Það mun- ar svakalega miklu að fá stuðning frá foreldrum. Það eflir og styrkir mann að vita að maður hafi góðan stuðning.“ Hvað finnst þér mikilvægast að gera hjá Val til að efla starfið í yngri flokk- um félagsins? „Mér finnst yngriflokka starf Vals hafa eflst mikið seinustu ár. Góðir þjálfarar eru undirstöðuatriði og svo mætti efla sambandið milli yngri flokkanna og meistaraflokkanna.“ Hvernig er aðstaðan á Hlíðarenda til að æfa fótbolta? „Toppaðstaða á Hlíðar- enda. Væri samt fínt að hafa upphitaðan gervigrasvöll til að geta æft úti allan árs- ins hring.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik Friðriksson stofnaði Val árið 1911.“ Hver eru þín einkunnarorð (mottó)? „If it is important to you, you will find a way. If not you will find an excuse.“ Nína hefur æft fótbolta í 9 ár. Upphaf- lega ætlaði mamma hennar að láta hana fara í Fram en þar var ekki til flokkur fyrir svona ungar stelpur og því fór hún í Val. „Einnig var systir mín í Val svo að ég fylgdi henni.“ Hvernig var tilfinningin að fá Friðriks- bikarinn í haust? „Það var ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu og hvetur mig til að gera enn betur. Vera fyrirmynd fyrir aðra og sýna heiðarlega framkomu.“ Hvers vegna fótbolti, hefur þú æft aðr- ar greinar? „Æfði ballet þegar ég var lítil en svo kíkti ég á fótboltaæfingu og þá var ekki aftur snúið, fannst það svo gaman.“ Hvernig gekk ykkur í sumar? „Áttum frekar erfitt uppdráttar í Íslandsmótinu en við bættum okkur jafnt og þétt yfir sumarið og vorum farnar að ná mjög vel saman í lok sumars. Fórum á Rey-cup og það gekk vel og var rosa gaman, lentum í fyrsta sæti á því móti. Hópurinn var sam- heldinn og allar fínar vinkonur sem er undirstöðuatriði í því að ná langt sem lið.“ Hvernig eru þjálfarar þínir? „Rakel Logadóttir var með okkur í sumar og fannst það mjög fínt. Hún var mikið að æfa okkur í varnarleik sem var orðinn frábær í sumar. Svo er hún líka algjör sprelligosi og gott að geta haft gaman á æfingum. Að mínu mati er góður þjálfari einhver sem dregur fram það besta í leik- manninum, fær mann til að gera sitt besta og hvetur alla áfram.“ Segðu frá skemmtilegum atvikum úr boltanum. „Man mjög vel eftir því þeg- ar við vorum á Laugarvatni í 5. flokki og Stefanía í flokknum var með óborganlegt uppistand með sögum af ömmu sinni og fleiru. Þá var sko hlegið mikið.“ Hverjar eru fyrirmyndir þínar í fót- boltanum? „Helstu fyrirmyndir mínar eru Andrés Iniesta, frábær miðjumaður í spænska landsliðinu. Svo er Dagný Brynjarsdóttir mikil fyrirmynd, fylgist mikið með henni spila og læri af henni og svo er líka systir mín mikil fyrirmynd, Katrín Gylfadóttir. Einnig hefur Dóra María verið mín helsta fyrirmynd síðan ég byrjaði í boltanum.“ Hvað þarf til að ná langt í fótbolta eða íþróttum almennt? „Það er helst hugar- farið, það skiptir mjög miklu máli. Hafa trú á sjálfum sér og gera alltaf sitt besta. Einnig að setja sér raunhæf markmið, það spilar stóran þátt í árangri. Ætli ég þurfi ekki að bæta mig í því að horfa meira á fótbolta.“ Hverjir eru þínir framtíðardraumar í fótbolta og lífinu almennt? „Framtíðar- draumar mínir eru að fara í háskóla í Bandaríkjunum á skólastyrk og læra að verða læknir. Að verða fastamaður í A- landsliðinu. Eftir 10 ár sé ég mig vera að Kíkti á fótboltaæfingu og þá var ekki aftur snúið Nína Kolbrún Gylfadóttir er 16 ára og leikur fótbolta með 2. flokki og er handhafi Friðriksbikarsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.