Valsblaðið - 01.05.2013, Síða 41

Valsblaðið - 01.05.2013, Síða 41
Valsblaðið 2013 41 Framtíðarfólk Mottó: Þetta reddast. Við hvaða aðstæður líður þér best: Í heitu freyðibaði eftir erfiða æfingu. Hvaða setningu notarðu oftast: „Án gríns?“ Skemmtilegustu gallarnir: Á það til að vera hrikalega klaufsk. Fullkomið laugardagskvöld: Kósí kvöld með góðum vinum. Fyrirmynd þín í fótbolta: Katrín Jóns- dóttir og Sif Atladóttir. Draumur um atvinnumennsku í fót- bolta: Ég stefni á að fara í háskóla í Bandaríkjunum en svo langar mig að spila í úrvalsdeildinni í Svíþjóð. Landsliðsdraumar þínir: Stefnan er sett á A-landsliðið. Besti söngvari: James Morrison. Besta hljómsveit: Coldplay og Muse. Besta bíómynd: Skrímsli hf. Besta bók: Harry Potter bókaflokkurinn. Besta lag: Imagine með John Lennon. Uppáhaldsvefsíðan: Fer mest inná fa- cebook og fotbolti.net. Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Arsenal. Nokkur orð um núverandi þjálfara: Helena er þægileg í umgengni, yfirveg- uð, algjör nagli. Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd- ir þú gera: Fyrsta verkefnið mitt væri auðvitað að láta laga nuddtækið í pottin- um. Svo myndi ég skella upphitun undir gervigrasvöllinn. Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar- enda: Inniaðstæðan er frábær, en gervi- grasið hefði nú alveg mátt vera upphitað. Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu árum: Að félagið sinni yngri flokkunum áfram af krafti svo fleiri skili sér upp í meistaraflokk og fleiri titlar komi í hús. Fæðingardagur og ár: 4. júlí 1995. Nám: Verzlunarskóli Íslands. Kærasti: Nei. Hvað ætlar þú að verða: Ég á langt í land með að ákveða það. Af hverju Valur? Ég byrjaði í Val því bróðir minn æfði þar og félagið er í hverfinu mínu. Uppeldisfélag í fótbolta: Valur. Frægur Valsari í fjölskyldunni: Varla neinir Valsarar í ættinni minni. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í fótboltanum: Mamma og pabbi eru mjög dugleg að styðja við mig og hvetja mig áfram í boltanum. Þau voru mikið að skutla mér fram og til baka á æfingar áður en ég fékk bílpróf og þau hafa líka hjálpað mér að halda góðu mataræði og hollum lífsstíl. Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- skyldunni: Verð að segja ég. Af hverju fótbolti: Ég var mikið í fim- leikum þegar ég var yngri en skipti svo alveg yfir í fótbolta 10 ára gömul. Það er rosa gott félagslíf í fótboltanum fyrir utan það hvað fótbolti er líka drullu- skemmtilegur. Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum: Á nokkur verðlaun úr áhaldafimleikum. Eftirminnilegast úr boltanum: Það er mjög eftirminnilegt þegar við unnum öll mót sem við tókum þátt í, árið 2009 í 4. flokki. Ein setning eftir síðasta tímabil: Spil- aði seinni hluta sumars í byrjunarliði Aft- ureldingar á láni, virkilega góð reynsla fyrir framtíðina. Markmið fyrir næsta tímabil: Ég ætla að stimpla mig inn í meistaraflokkinn hér í Val. Besti stuðningsmaðurinn: Mamma og pabbi fá að deila þeim titli. Erfiðustu samherjarnir: Dagný Brynj- arsdóttir. Erfiðustu mótherjarnir: Guðmunda Brynja Óladóttir. Eftirminnilegasti þjálfarinn: Björn Sig- urbjörnsson og Margrét Magnúsdóttir. Mesta prakkarastrik: Ég og vinkona mín ákváðum einu sinni að gera öll prakkarastrikin í Laginu um það sem er bannað. Við pissuðum reyndar ekki bak- við hurð en mamma var ekkert alltof sátt með ormana sem við tíndum handa henni. Fyndnasta atvik: Ég var að keppa með 3. flokki. Ég var aftasti maður á vellinum og boltinn barst til mín eftir klafs á miðj- unni. Ég tók boltann beint upp með höndunum og byrjaði að dripla því ég heyrði flaut og gerði ráð fyrir því að dómarinn hefði dæmt brot. Þegar allir stóðu bara og horfðu mjög hissa á mig áttaði ég mig á því að dómarinn hefði greinilega ekkert flautað, heldur hafði einhver áhorfandi blístrað. Ég svona hálfhló voða vandræðaleg og lagði bolt- ann frá mér. Fyrir þetta fékk ég fyrsta gula spjaldið mitt á ævinni. Stærsta stundin: Það var stór stund þeg- ar við urðum fyrstu Íslandsmeistararnir í 6. flokki, árið 2005. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki kvenna hjá Val: Berglind Rós Ágústsdóttir sem er að koma til baka eft- ir krossbandsslit. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki karla hjá Val: Indriði Áki Þor- láksson. Hvernig líst þér á yngri flokkana í fót- bolta hjá Val: Fullt af virkilega efnileg- um krökkum sem vonandi halda áfram til að komast alla leið. Hvaða áhrif hefur koma Ólafs Stef- ánssonar á starfið hjá Val: Óli hefur alltaf verið mikil fyrirmynd og mér finnst magnað hvað hann náði að gera á sínum ferli. Ég efa ekki að hann hafi margar góðar hugmyndir um uppbygg- ingu félagsins og vona að hann geti haft áhrif á allt starf félagsins. Fleygustu orð: Lát aldrei kappið bera fegurðina ofurliði. Fótbolti er drulluskemmtilegur Ingunn Haraldsdóttir er 18 ára og leikur fótbolta með meistaraflokki og 2. flokki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.