Valsblaðið - 01.05.2013, Page 42

Valsblaðið - 01.05.2013, Page 42
42 Valsblaðið 2013 birtist. Á Dalvík hefur margur góður Valsarinn alið manninn og fara sennilega þar fremstir síra Friðrik Friðriksson og doktor Sigurbjörn Hreiðarsson. Dalvík er góður staður og ég hvet alla þá sem eftir eiga að fara þangað að sækja víkina heim hið fyrsta. Þar er allt gott og betra en víða þekkist án þess ég ætli að fara nánar út í það. B-liðið spilaði við Dalvíkinga skemmtilegan leik, þar sem fegurðin var kappinu fremri enda mátti finna fyrir síra Friðrik í brekkunni. Um kvöldið var síð- an farið í hvalaskoðun frá Hauganesi. Á leiðinni var stoppað á Hálsi við minnis- merki um séra Friðrik Friðriksson og mynd var tekin af því tilefni af hópnum. Uppvaskari ferðarinnar, Jón Gunnar Bergs, var meyr og fannst þetta sennilega vera hápunktur ferðarinnar, enda mikill Valsari þar á ferð. Á Hauganesi tók á móti okkur mesta knattspyrnuhetja þeirra Árskógsstrendinga, Garðar Níelsson, sýndi mönnum nokkra hnúfubaka og svo fengu menn að spreyta sig í því að fanga þann gula. Gekk það misvel. Þungt var í sjóinn og stóðust menn misvel þá miklu raun sem sjómennskan er. En allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó. Þriðji flokkur karla í knattspyrnu fór í vel heppnaða vikuferð hringinn í kringum landið í sumar og lék 6 útileiki í ferðinni og skemmtu sér vel saman Fyrir um ári síðan settust niður, þjálfari og foreldrar iðkenda í 3. flokki Vals í knattspyrnu, til að leggja drög að kom- andi tímabili. Meðal annars var rætt um ferðalög. Hvort fara ætti erlendis í keppnisferð eður ei. Afráðið var að fara ekki erlendis þetta sumarið en þess í stað að búa til skemmtilega ferð í kringum útileiki flokksins úti á landi. Við skoðun leit hugmynd þessi æ betur út og ráðist var í skipulagningu. Gerðar voru tilheyr- andi breytingar og tilfærslur á leikjaplani og búin voru til verkefni fyrir þá sem minna fengu að spila. Eins og C riðillinn skipaðist þá áttum við að spila við Þór á Akureyri í A og B, við Völsung á Húsa- vík í A liðum og Fjarðarbyggð í A liðum. Þriðji flokkur karla var í samstarfi við Víking með B liðið. Þeir hugðust koma fljúgandi í einn leik en við vildum búa til fleiri verkefni fyrir B-liðs piltana í ferð- inni, þannig að við settum upp tvo 7 manna leiki fyrir þá. Annan gegn Dalvík- ingum og hinn gegn Hetti frá Egilsstöð- um. Skipuleggjendur ferðarinnar voru nokkuð vel tengdir í kringum leikstaðina þannig að gengið var í að notfæra sér tengingar og sambönd sem til voru varð- andi gistingu. Skipulagning gekk vel og náðum við að búa til ferð sem kostaði um 25–30% af því sem utanlandsferð kostar að teknu tilliti til þátttöku Vals við ferðalög í útileiki. Hringferð um landið, 6 leikir, gist í 5 nætur, tvær á Akureyri, tvær á Dalvík og ein á Reyðarfirði. Lagt var upp úr því að bjóða upp á gott fæði án þess að reiða sig á veitingastaði. Leigðir voru tveir 14 manna bílar hjá Bílaleigu Akureyrar sem fararstjórar keyrðu. Báðir bílar voru búnir veglegum trússkerrum sem þeir drógu á eftir sér allan hringinn. Allt miðaðist þetta skipu- lag, eins og áður sagði, við að stilla kostnaði í hóf. Ferðalagið stóð frá 28. júní til 5.júlí. Norðurlandið fyrst sótt heim Lagt var af stað frá Reykjavík um kl. 16.00, föstudaginn 28. júní sem leið lá til Akureyrar með viðkomu á Blönduósi. Gist var í félagsheimili Þórsara að Hamri fyrstu tvær næturnar. Fyrir lá að spila við Völsung á Húsavík á laugardegi. Leikur A liðsins við Völsung gekk vel og vannst 1-5. Tölurnar gefa þó að mati undirritaðs ekki alveg rétta mynd af leiknum en allt gekk þetta vel. Eftir sturtu og ís var farið til Akureyrar þar sem bryti ferðarinnar hafði ráðgert að grilla svína prime í drengina. Grillið gekk ekki alveg snurðu- laust og munaði minnstu að við brennd- um Þórsheimilið til kaldra kola. Þess má geta að við vorum með húsið alveg út af fyrir okkur og gjaldtaka var hófsöm hjá vinum okkar í Þór. Svo fór brennt svínið ekki verr í drengina en svo að Þórsarar urðu að lúta í gras í flokki A-liða á sunnudeginum, 1-3, en Þórsarar náðu uppreisn í 3-0 sigri gegn Val/Víkingi í flokki B liða. Eftir þrekið hlaðborð á Greifanum skelltum við okkur í slökun til Dalvíkur og gistum þar tvær nætur. Ég get ekki leynt því að það hríslaðist um marga þegar ekið var yfir Háls og Dalvík Hringferð Valsmanna um landið Skipuleggjendur ferðarinnar og fararstjórar voru enn brúnir og brosandi á uppskeruhátið knattspyrnudeildar, 3 mánuðum eftir heimkomu. Frá vinstri: Þorsteinn Guðbjörnsson með soninn Þorstein Ara, Jóhann Hreiðarsson með dótturina Möndu Maríu og Jón Gunnar Bergs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.