Valsblaðið - 01.05.2013, Qupperneq 43
Valsblaðið 2013 43
Ferðasaga
heim. Tekinn einn sveittur „burger“ og ís
á Djúpavogi. Stoppuðum í Jökulsárlóni
og reyndum að slátra restinni af nestinu.
Við lentum í Reykjavík sælir og sáttir
eftir góða ferð um 4.00 aðfaranótt 5. júlí.
Við viljum þakka öllum sem koma að
þessari ferð í stóru og smáu. Einnig erum
við allir sammála um það að sækja Ís-
land heim er sannarlega valkostur á móti
utanlandsferðum og skemmtileg félags-
leg upplifun.
Valskveðjur – Áfram Valur
Þorsteinn Guðbjörnsson, bryti og bíl
stjóri 2 tók saman. Jón Gunnar Bergs,
uppvaskari og bílstjóri 1 og Jóhann
Hreiðarsson, þjálfari til aðstoðar.
Austurlandið kallar
Eftir góða næturhvíld var lagt af stað til
Austfjarða á þriðjudagsmorgun. Á leið-
inni austur var reynt af megni að ýta við
mönnum og kynna fyrir þeim landið en
það verður að segjast að það var ekki til
þess að hækka einkunn drengjanna í
landafræði. Þó var gerð góð úttekt á
Goðafossi og hann skoðaður í bak og
fyrir af nærgætni og virðingu. Í Fellabæ
tók B liðið einn léttan leik við Hött. Andi
leiksins var aðeins annar en á Dalvík og
voru Egilsstaðabúar ekki eins gestrisnir
og Dalvíkingar. Það verður að segjast.
Að því loknu geystumst við niður á
Reyðarfjörð til næturgistingar í Sóma-
setri – Félagsmiðstöð Alcoa. Þar ræður
ríkjum heljarmenni mikið, Jón Björn
Ríkarðsson, trommuleikari í Brain Police
og starfsmaður Alcoa Fjarðaráls með
meiru. Í Sómasetri var allt til alls og
gerður góður rómur að. FIFA 13 var spil-
aður í tætlur. Brytinn fór hamförum á
grillinu og í þetta skiptið var lamba
prime á boðstólnum með bakaðri og sal-
ati. Gott veganesti fyrir erfiðan leik í
vændum. Á miðvikudeginum var síðan
síðasti leikur ferðarinnar á móti Fjarðar-
byggð á Eskifirði. Það má segja að
heppnin hafi verið með okkur þar sem
við náðum að landa sigri á síðustu andar-
tökum leiksins 1-2 fyrir Val. Níu stig í
húsi og menna sáttari við að eiga 9 tíma
ferðalag fyrir höndum. Bílarnir voru lest-
aðir í síðasta skipti og haldið var af stað
Valsmenn léttir í lund á Hálsi sumarið 2013 við minnismerki um Séra Friðrik Friðriksson. Aftari röð frá vinstri: Jóhann Hreiðarsson
þjálfari og Dalvíkingur #1a, Gunnar Sigurðsson, Árni Davíð Bergs, Jón Arnar Stefánsson, Aron Elí Sævarsson, Darri Sigþórsson,
Sindri Scheving, Síra Friðrik, Ýmir Örn Gíslason, Guðmundur Gunnarsson, Garðar Sigurðarsson, Kári Kristinn Bjarnason, Þor
steinn Guðbjörnsson yfirfararstjóri, bryti og Dalvíkingur #1b („meira að segja heita vatnið er betra á Dalvík, því það er aðeins
kalt“), Arnar Geir Geirsson. Neðri röð frá vinstri: Helgi Hrafn Þorsteinsson, Dagur Steinn Baldursson, Egill Magnússon,
Hróbjartur Höskuldsson, Gunnar Magnús Bergs, Andri Steinarr Viktorsson, Páll Jakobsson, Þorgils Jón Svölu Baldursson, Magnús
Konráð Sigurðsson, Róbert Snær Ólafsson. Myndina tók Jón Gunnar Bergs uppvaskari og grillmeistari ferðarinnar.