Valsblaðið - 01.05.2013, Page 46

Valsblaðið - 01.05.2013, Page 46
46 Valsblaðið 2013 Eftir Rakel Logadóttur „A real winning attitude is about stand­ ards of excellence – which are variable from year to year, from team to team. Being the best you can be – and doing the best you can – are the constants.“ Hugarfar sigurvegara Hugarfar sigurvegarans snýst einnig að miklu leyti um það að vera alltaf að bæta sig frá ári til árs og stoppa aldrei í þeim efnum. Lið sem eru sigurvegarar gera það sama. Þau bæta sig frá ári til árs og staðna ekki. Kröfurnar verða hærri með hverju árinu sem líður og því eldri sem krakkarnir verða. Það er þó undir þjálfurunum komið að meta liðið frá ári til árs og hversu miklar kröfur hægt er að setja á lið. Liðin breyt- ast frá ári til árs í yngri flokkum og til að mynda er ekki hægt að setja sömu kröfur á lið í 4. flokki árið 2013 og þann 4. Ég heiti Rakel Logadóttir og er leikmað- ur og þjálfari hjá Val. Ég hef spilað fyrir félagið í meira en 20 ár og þjálfað yngri flokka hjá fé- laginu í örugg- lega 8 eða 9 ár. Á síðustu árum hef ég velt því mikið fyrir mér hvernig árangur skuli metinn í starfi yngri flokka. Til eru nokkrar ,,mæli- stikur“ á árang- ur og getur það verið margt sem hægt er að skoða. Marg- ir foreldrar, þjálfarar og aðrir aðstand- endur vilja mæla árangur yngri flokka með því að skoða unna leiki á móti töp- uðum leikjum eða einfaldlega með því að telja titla. Ef lið tapar mörgum leikj- um yfir tímabilið þá vilja sumir líta á það sem lélegan árangur og ef lið vinnur titil vilja flestir meina að gnu mati. Lið getur unnið marga leiki, unnið titla en skoða. Margir foreldrar, þjóður árangur hafi náðst. Þetta er ekki alveg svo einfalt að mínu mati því til eru fleiri sjónarmið á árangur sem vert er að skoða nánar. Þegar þjálfari er með lið í höndunum er alltaf ætlunin að ná árangri. Árangurinn þarf ekki endi- lega að vera að liðið ætli sér að vinna Ís- landsmeistaratitilinn, heldur getur þessi árangur verið að vinna stanslaust í því að bæta ýmsa þætti sem leikmenn og liðið þurfa að bæta og kenna leikmönnum nýja taktíska hluti eða bæta leikmennina í tæknilegum atriðum og ná þannig ár- angri í formi framfara og bættri kennslu. Að gera sitt besta Þegar sigur næst í leik er ekkert endilega allt rétt og flott hjá liðinu sjálfu og leik- mönnum. Að sama skapi þegar lið tapar þá er ekki alltaf allt ,,ömurlegt“ eða ,,rangt“ sem leikmenn eru að gera inni á vellinum. Stundum þegar lið tapar þá getur það verið að það hafi unnið samt sem áður. Sigurinn getur falist í því að leikmenn lögðu sig alla fram, gerðu allt sem þjálfarinn lagði upp með og gerðu allt sem þeir gátu en náðu samt ekki að knýja fram sigur í leiknum eða á mótinu. Að mínu mati þá er lið í yngri flokkum sigurvegari sem leggur sig fram, hefur gaman, lærir að vinna sem heild, liðs- menn læra að vinna fyrir hvern annan og hver og einn í liðinu reynir alltaf að bæta sig, þó það takist kannski ekki alltaf. Ef einhver lærdómur náðist af þeim leik sem verður þess valdandi að liðið og/eða einstaklingarnir bæta sig í næstu leikjum á eftir þá er það ákveðinn sigur að mínu mati. Lið sem gerir sitt besta og nær að bæta sig í ákveðnum þáttum leiksins er því alltaf sigurvegari í yngri flokkum. Einstaklingar og lið sem sigrast á hvers konar mótlæti er einnig sigurvegari. Leikmenn meiðast, lið tapa mörgum leikjum í röð o.s.frv. Þeir sem gefast ekki upp og halda áfram að bæta sig þrátt fyr- ir ýmiskonar mótlæti eru stærstu sigur- vegararnir að mínu mati. Farsæll þjálfari sem þjálfaði körfu- bolta hja Duke í mörg ár og heitir Mike Krzyzewski eða ,,Coach K“ lýsir þessu svo vel. Hvernig er árangur í yngri flokka starfi metinn? Rakel Logadóttir, MSc. í íþróttavísindum og þjálfun, EUFA B, og yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Vals Rakel Logadóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.