Valsblaðið - 01.05.2013, Page 50

Valsblaðið - 01.05.2013, Page 50
50 Valsblaðið 2013 boltamótin standa upp úr í minningunni, ekki síst vegna þess að þar gekk okkur mun betur, við vorum alltaf að berjast um titla. Mér fannst gaman að fara sam- an með stráknun á þessi mót í yngri flokkunum og ég held að þetta sé mjög mikilvægt til að styrkja liðsandann og félagsþroskann,“ segir Orri. Gísla fannst fyrsta Partille Cup mótið sérstaklega eftirminnilegt. „Skemmtileg- asta mótið sem ég man eftir var Partille Cup í Svíþjóð þegar Orri var 15 ára. Ég fór einn með strákunum og Freyr Brynj- ars var þjálfari. Hópurinn var mjög lítill, bara einn skiptimaður og þetta var alveg ljómandi gaman. Þetta var 10 daga mót, ekkert vesen á strákunum og við féllum naumlega út í 8 liða úrslitum. Ógleyman- legt mót,“ segir Gísli. Ýmir hefur líka farið á tvö mót erlendis, bæði í fótbolta og handbolta og honum finnst þau mót standa upp úr hingað til. Orri Freyr vekur sérstaklega athygli á hvatningu á leikjum: „Pabbi var grimmur að hvetja fyrr á árum og var duglegur að hrópa hvatningarorð en á síðari árum hefur hann róast, hann mætti alveg taka upp gömlu taktana aftur, mér finnst hann mætti alveg láta heyra meira í sér“, segir Orri. „Maður þroskast með árunum,“ segir Gísli kíminn. Hvatning og stuðn- ingur foreldranna á leikjum og mótum gefur oft þennan auka kraft sem þarf til að klára leikina“, segir Orri Freyr hinn kátasti. Gísli virkur með Fálkunum Gísli hefur tekið virkan þátt í starfi Fálk- anna sem voru stofnaðir fyrir nokkrum árum af feðrum í Val með það að mark- miði að styðja við bakið á barna- og ung- lingastarfinu í félaginu og rækta um leið tengslin við félagana. Fálkarnir eru að stofni til feður sem ákváðu að halda áfram að hittast þegar börnin voru hætt að fara á mót úti á landi, þeir hittast einu sinni í mánuði til að skemmta sér saman, en Fálkarnir taka einnig að sér alls konar verkefni til að afla fjár fyrir barnastarfið, t.d. að sjá um grillið á heimaleikjum í fót- bolta og handbolta. „Maður hættir aldrei í Fálkunum, eitt sinn Fálki ávallt Fálki“, segir Gísli ákveðinn. Fálkarnir sjá um dósa-, flösku- og jólatrjáasöfnun í hverf- inu sem er unnin með öllum yngri flokk- um félagsins. Einnig hefur Gísli í nokkur ár verið í stjórn handknattleiksdeildar og í herrakvöldsnefnd þannig að hann kemur víða við í félagsstarfinu. Gísli segir að Fálkarnir fari t.d. saman á herrakvöldin. telur fjölskyldan að Heimir Ríkarðsson og fleiri í handboltanum séu góðir þjálf- arar og í fótboltaum vilja þau nefna Agn- ar Kristinsson sem þjálfaði yngri strák- ana báða í 4 ár og náði að kenna þeim mikið í fótbolta. „Við kunnum vel við Agnar“, segja þau einum rómi. Virk þátttaka fjölskyldunnar í foreldrastarfinu hjá Val Gísli og Elfur Sif eru afskaplega ánægð með foreldrahópinn hjá öllum strákunum og segjast hafa kynnst fullt af skemmti- legu fólki í tengslum við foreldrastarfið og segjast ekki sjá eftir þeim tíma sem farið hafi í að styðja við íþróttaiðkun drengjanna. Þetta hafi skapað margar gæðastundir með börnunum og foreldr- um í hverfinu. Þau eru sammála því að ekki sé erfitt að virkja foreldra í foreldra- starfi, sérstaklega til að vinna afmörkuð verkefni, t.d. í tengslum við mót og fjár- aflanir. Þau hafa bæði verið virk í for- eldrastarfinu með strákunum þremur, en á síðari árum hafi þau minna verið í for- eldraráðunum. Orri Freyr hefur þetta um þátttöku foreldra sinna að segja: „For- eldrar mínir hafa mikið stutt mig í íþrótt- um í gegnum tíðina án þess að beita þrýstingi, þau mæta mikið á leiki, fóru á mótin í yngri flokkunum og einnig eru þau dugleg að fara yfir leikina eftir að heim er komið, það er mjög mikilvægt“. Elfur minnist sérstaklega á mótin í yngri flokkunum: „Við erum búin að fara á 18 mót í fótboltanum með stákunum, við höfum alltaf farið á öll mótin, byrj- uðum að fara á Akranesmótið í 7. flokki, síðan á Shellmótin í Vestmannaeyjum í 6. flokki og til Akureyrar í 5. flokki. Við misstum bara af einu móti þegar Ýmir Örn var að fara að fæðast segir Elfur og brosir. En Gísli hefur einnig verið dug- legur að fara á handboltamótin út á land með yngri drengjunum á veturna og þá sem fararstjóri. Gísli segir að á fyrstu mótin fyrir tæplega 20 árum þá hafi ekki margir foreldrar mætt á mótin, „en núna mæta nánast allir foreldrar á þessi mót og það myndast mikil stemning í for- eldrahópnum á þessum mótum úti á landi, þannig að þetta er mikil breyting á frekar stuttum tíma“, segir Gísli. Orri segir að það hafi verið skemmtilegt að fara á mótin úti á landi. Honum fannst gaman að fara á fótboltamótin en „hand- Bræðurnir bíta í skjaldarrendur. Myndin er tekin þegar Ýmir Örn fermdist árið 2011. Ljósm. Ljósmyndastofa Erlings.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.