Valsblaðið - 01.05.2013, Side 51

Valsblaðið - 01.05.2013, Side 51
Valsblaðið 2013 51 loft. Orra finnst t.d. skemmtilegri stemn- ing núna á Hlíðarenda og heimilislegra, t.d. eftir leiki. Orri vill aukin tengsl milli leikmanna og stuðningsmanna, „mér finnst skemmtileg hugmynd að fá stuðn- ingsmenn eftir leik til að hitta leikmenn- ina og spjalla við þá í rólegheitum í Lolla stúkunni,“ segir Orri. Ánægð með félagið sitt Fjölskyldan er öll ánægð með félagið sitt og uppbygginguna, aðstöðuna, þjálfun og starfið í heild. Þau segja að Valur sé stór hluti af þeirra lífi og þau hafa ekki undan neinu að kvarta hjá Val. Einnig nefna Elfur Sif og Gísli að þau myndu vilja sjá fleiri stuðningsmenn mæta á leikina og fleiri sjálfboðaliða innan félagsins sem gætu skipt á milli sín störf- um. Þau sjá ekki eftir þeim tíma sem far- ið hefur í félagsstarfið hjá Val og sjá ekki annað en að taka áfram þátt í því á full- um krafti þótt áherslur breytist þegar strákarnir eldast. Valsblaðið þakkar þessari samhentu Valsfjölskyldu fyrir að fá innsýn í þátt­ töku þeirra í félagsstarfinu hjá Val, en framlag þeirra til félagsins er ómetan­ legt og til fyrirmyndar og fyrir það ber að þakka af heilum hug. Elfur Sif virk í Valkyrjum Elfur Sif er í Valkyrjum sem er kvenna- klúbbur í Val sem var stofnaður nýlega til mótvægis við Fálkana. Hún segir að Val- kyrjur hittist reglulega til að skemmta sér saman, fá t.d. fyrirlesara á fundi og einnig hafa Valkyrjur endurvakið kvennakvöld sem haldið var í fyrsta sinn á þessu ári og heppnaðist ljómandi vel og stefnt er að því að halda því áfram. Valkyrjur aðstoða einnig við heimaleiki í handboltanum. Elfur Sif var áður í nokkur ár í barna- og unglingaráði félagsins og fannst henni það ánægjulegt og áhugavert að kynnast vel skipulagi starfsins. Metnaðarfullir bræður, „eitt sinn Valsari ávallt Valsari“ Það kom aldrei neitt annað til greina hjá bræðrunum en að verða Valsarar. For- eldrar þeirra hvöttu þá til að mæta á æf- ingar hjá Val, og styðja þá í áhugamálum þeirra. Orri Freyr hefur t.d. leikið með öllum yngri landsliðum í handbolta og Ýmir Örn hefur verið í úrtakshópum í handbolta og fótbolta og yngsti Tjörvi Týr hefur þrjú ár í röð orðið Íslands- meistari í handbolta. Strákarnir hafa allir unnið til fjölda viðurkenninga og ótal verðlaunapeningar eru varðveittir á heimilinu. Orri Freyr. Ég var ánægður í Dan- mörku hjá Viborg, var þar í fyrra og Ósk- ar Bjarni þjálfaði liðið, en ég var óhepp- inn og liðið var lagt niður. Ég er með mikinn mikinn metnað og ég sé ekki til- ganginn í því að leggja svona mikið á mig við æfingar nema að stefna að ár- angri með liðinu sem ég spila með. Ýmir Örn. Ýmir hefur alla tíð bæði stundað fótbolta og handbolta en s.l. ár hefur hann æft handbolta á veturnar og fótbolta á sumrin og hentar það honum mjög vel að dreifa álaginu. Tjörvi Týr. Tjörvi hefur verið í mjög sigursælum flokki í handbolta og hefur t.d. orðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð. Tjörvi hefur gert það sama og Ýmir sl. ár æft handbolta á veturna og fótbolta á sumrin. Hann hefur líka verið virkur í skátunum og er þar ólíkur bræðrum sín- um, en þeir hafa ekki farið í slíkt tóm- stundastarf fyrir utan hópíþróttir. Einnig hefur hann teflt mikið. Jákvæðar breytingar með heimkomu Ólafs Stefánssonar Fjölskyldan er afar ánægð með heim- komu Ólafs Stefánssonar. „Óli er frábær, ég skil hann vel,“ segir Orri og brosir, „hann talar handboltamál og ég skil handboltamál og æfingarnar eru frábærar en maður er enn að læra inn á persónu- leikann hans. Það er góð stemning í lið- inu núna og ég er mjög bjartsýnn á gott gengi í vetur, þótt það hafi gengið upp og ofan í byrjun. Það er mikil jákvæðni í hópnum, góð stemning og þótt við verð- um kannski ekki í efsta sæti eftir deildar- keppnina í vor, þá ætlum við að landa Ís- landsmeistaratitlinum í vor,“ segir Orri ákveðinn. Þau segja að fjölgað hafi sjálfboðalið- um í handboltanum með tilkomu Ólafs Stefánssonar þó að í grunninn sé alltaf sama fólkið að vinna sem sjálfboðaliðar. Þeim finnst mikil breyting hafa orðið í haust með heimkomu Óla, fleiri að vinna á heimaleikjum og jákvæðara andrúms- Fjölskyldan stundar mikið útivist saman. Myndin til vinstri er tekin í skíðaferð til Ítalíu árið 2006 en myndin til hægri er frá hjólreiðaferð í Nauthólsvík árið 2008.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.