Valsblaðið - 01.05.2013, Side 55

Valsblaðið - 01.05.2013, Side 55
Valsblaðið 2013 55 Félagsstarf Gönguhópur fulltrúaráðsins Nýjasta uppátæki fulltrúaráðsins eru gönguferðir frá Valsheimilinu á laugar- dagsmorgnum. Lagt er af stað kl.10.30 og gengið út í Nauthólsvík og til baka og tekur gangan um eina klukkustund. Það er að myndast kjarni í þessa mjög svo já- kvæðu göngu sem endar í getrauna- kaffinu og allir hvattir til að slást í hóp- inn. Þessi ganga er eins óformleg eins og hugsast getur, engin tilkynningaskylda aðeins að vera með þegar hentar. f.h. fulltrúaráðsins Halldór Einarsson formaður Starf fulltrúaráðsins þetta árið hefur ver- ið með svipuðum hætti og undanfarin. Fundir eru haldnir af og til yfir veturinn og undantekningarlaust hafa þeir sem flutt hafa fundinum fræðslu eða skemmtiefni staðið sig afar vel. Mæting á þessa fundi hefur ávallt verið ágæt en huga mætti að því að fjölga í ráðinu. Skák og bridge mótin hafa alla burði til að festast í sessi og þurfa að verða eins sjálfsögð eins og golfmót Vals er orðið. Vel heppnuð ferð til Ólafsvíkur Ferðin sem farin var í Ólafsvík var ekki fjölmenn en afar vel lukkuð og móttök- urnar sem biðu okkar hjá vinafólki hans Þorgríms Þráinssonar þeim Gunnari Gunnarssyni og konu hans Ester Gunn- arsdóttur voru engu líkar. Það var hífandi rok og rigning en frammistaða Valsliðs- ins í þessum síðasta leik sumarsins var mjög góð og þeir unnu sannfærandi sig- ur. Það verður klárlega farið saman á ut- anbæjarleik næsta sumar en þá fyrr á sumrinu. Hálfleikskaffi fyrir ársmiðahafa í fótbolta Þeir félagarnir Lárus Loftsson og Gunnar Kristjánsson stóðu sig feykilega vel í sumar þegar þeir tóku að sér að setja upp kaffihlaðborð fyrir alla heimaleiki meist- araflokks karla og þeim til dyggilegrar aðstoðar var Ásgerður Karlsdóttir. Þetta er mikil framför frá því sem áður hefur verið og er mjög mikilvægt að þetta starf verði á sínum stað á næsta ári. Fulltrúaráð Vals 2013 Hópur Valsmanna fór á Oval Grounds í Belfast á leik Glentoran og Coleraine í írsku úrvalsdeildinni. Valur lék einmitt við Glentoran í Evrópukeppninni árið 1977. Frá vinstri Philip Stevenson, Sigurður Guðjónsson, Þórarinn G. Valgeirsson, Halldór Einarsson, Ronnie Hoy, Jóhann Guðjónsson, Bjarni Bjarnason, Nikulás Úlfar Másson, Hjördís Hilmarsdóttir, Hörður Hilmarsson og Þorsteinn Ólafs. Oval Grounds í Belfast fyrir Glentoran og Coleraine í írsku úrvalsdeildinni. Frá vinstri Bjarni Bjarnason, Ronnie Hoy, Þorsteinn Ólafs og Hörður Hilmarsson. Halldór Einarsson flytur erindi að loknum tónleikum Valskórsins í Belfast í apríl sl. Mynd Þorsteinn Ólafs.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.