Valsblaðið - 01.05.2013, Síða 56

Valsblaðið - 01.05.2013, Síða 56
56 Valsblaðið 2013 Ungir Valsarar Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú fengið frá foreldrum þínum í sam- bandi við fótboltann? „Pabbi og mamma eru alveg frábær að styðja mig. Pabbi kemur með uppbyggjandi gagn- rýni og það er alltaf gott að tala við hann og fá ráð. Stuðningur foreldra er mjög mikilvægur. Foreldrar geta reynst manni sem eins konar ráðgjafar og eru í raun aðal stuðningsmenn okkar. Án þeirra þá væri allt okkar starf ekki hægt.“ Hvað finnst þér mikilvægtast að gera hjá Val til að efla starfið í yngri flokk- um félagsins? „Mér finnst starfið ganga svo sem ágætlega. Flott þjálfarateymi og góður metnaður.“ Hvað finnst þér mikilvægast að gera til að bæta aðstöðuna á Hlíðarenda? „Aðstaðan er góð á sumrin en það sem mér finnst hræðilegt er að við höfum ekki innanhússgrasvöll eða upphitað gras fyrir veturinn. Með þessu móti þá miss- um í u.þ.b. 4–5 mánuði úr æfingum vegna ófærðar og kulda sem er varla bjóðandi. Þegar við æfum í snjó eru mun meiri líkur á meiðslum vegna þess að leikmenn eru kaldir og auðvelt er að mis- stíga sig í snjónum. Einnig fær maður bara yfir höfuð minna út úr æfingunum í þessum aðstæðum og æfingarnar verða að mínu mati leiðinlegri vegna kulda og ófærðar. Ég vona að veturinn verði mild- ur og við flestar sleppum við meiðsli.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik Friðriksson þann 11. maí 1911.“ Hver eru þín einkunnarorð? ,,Live the life you love. Love the life you live.‘‘ Að sætta sig við lífið og sjá það jákvæða þrátt fyrir mótlæti. Auk þess eru ein- kunnarorð séra Friðriks góð ,,látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði.‘‘ Sigrún Björk er 16 ára og hefur æft fót- bolta síðan hún var 7 ára eða í 9 ár og Valur er hverfisfélagið hennar. Hvernig var tilfinningin að fá Lolla- bikarinn í haust? „Frábær tilfinning og ég var alls ekki að búast við þessu. Mig hefur dreymt um að fá Lollabikarinn síð- an ég var í 6. flokki og því mætti segja að þetta sé draumur að rætast.“ Hvers vegna fótbolti? „Líklegast vegna þess að bróðir minn æfði fótbolta og ég var alltaf með honum úti að leika. Ég hef líka æft klassískan ballet og jazz ballet.“ Hvernig gekk ykkur í sumar? „Okkur gekk ekkert sérlega vel á Íslandsmótinu en við tókum þátt í Rey-Cup og sigruð- um nokkuð örugglega. Hópurinn er mjög náinn og við erum allar mjög góðar vin- konur og liðsandinn er til fyrirmyndar.“ Hvernig eru þjálfarar þínir? „Rakel Loga var frábær þjálfri. Hún kann mikið, hefur mikla reynslu og veit því alveg hvað hún er að segja. Hún er einnig fyndin og mikill sprelligosi og því var oftast frábær stemning og gleði á æfing- um. Þór nýi þjálfarinn okkar er einnig mjög góður. Hann segir hlutina eins og þeir eru. Hann er strangur og hvetjandi og fær okkur til að vinna meira og ná ár- angri. Það sem einkennir góðan þjálfara að mínu mati er að hann komi með upp- byggjandi gagnrýni og segi hlutina eins og þeir eru. Hann þarf að vera ákveðinn, strangur en húmorinn má ekki vera of langt undan. Hann þarf einnig að vera skipulagður og ábyrgur.“ Segðu frá skemmtilegum atvikum úr boltanum. „Þegar Magga henti Lobbu, sem var í öllum fötunum, út í sundlaug á Goðamótinu og þegar Arngunnur labbaði á glerhurðina í Valsheimilinu.“ Hverjar eru fyrirmyndir þínar í fót- boltanum? „Ég leit alltaf upp til stelpn- anna í eldri flokkunum, t.d. Hildar, Ing- unnar og Elínar Mettu. Þeim gekk alltaf svo vel og ég vildi verða eins og þær. Þegar ég var yngri vildi ég spila eins og Ronaldinho og Beckham.“ Hvað þarf til að ná langt í fótbolta eða íþróttum almennt? „Að hafa áhuga á því sem maður er að gera og njóta þesss að spila skiptir meginmáli. Að vita hvað maður vill og setja sér markmið er einnig mikilvægt. Kunna að taka gagnrýni, gagnrýna sjálfan sig og vita hvað maður þarf að bæta. Sjálfstraustið mitt hefði mátt vera betra þegar ég hugsa til baka. Jákvætt hugarfar og trú á eigin getu skiptir miklu máli. Ég finn núna að ég hef þroskast og er að verða ákveðnari karakter. Ég þarf einnig að bæta skot af löngu færi, fá en meiri styrk og þol.“ Hverjir eru þínir framtíðardraumar í fótbolta og lífinu almennt? „Framtíðar- draumurinn er að spila fótbolta eins lengi og ég get. Það væri frábært að komast í meistaraflokk en ég er svo sem ekkert að flýta mér þangað því ég veit að minn tími mun koma. Ég á enn eftir að styrkja mig og bæta margt þar til ég get spilað með meistaraflokki. Að komast í lands- liðið væri frábært en ég veit að ég þarf að bæta mig í mörgu bæði andlega og líkamlega til þess að geta átt möguleika þar. En það sem ég er aðallega að hugsa um núna er að halda mér frá meiðslum og njóta þess að að spila fótbolta og gera það sem ég elska. Ég stefni á nám eftir framhaldsskóla, vonandi erlendis, en maður veit aldrei hvað gerist. Eftir 10 ár sé ég mig í háskólanámi, vonandi erlend- is og spilandi fótbolta.“ Mig hefur dreymt að fá Lollabikarinn síðan í 6. flokki Sigrún Björk Sigurðardóttir er 16 ára og leikur fótbolta með 2. flokki og fékk Lollabikarinn eftirsótta í haust Sigrún Björk og Rakel Logadóttir, þjálfari.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.