Valsblaðið - 01.05.2013, Page 60
60 Valsblaðið 2013
Starfið er margt
knattspyrnudeildar, samningsmálum og
tekjuöflun. Árið 2011 var mikið tap á
rekstri knattspyrnudeildar vegna óhag-
stæðra skuldbindinga sem félagið átti í
miklum erfiðleikum með að standa við.
Eins var tekjuöflun ábótavant á þeim
tíma og því ákveðið að hafa að leiðar-
ljósi jákvætt viðhorf, bjartsýni og lausna-
miðaða hugsun í því mikla starfi sem
beið okkar.
Einnig gerðum við okkur grein fyrir
því að til að ná árangri hvort sem er í
rekstri eða í keppni þyrftum við undan-
tekningarlaust að geta tekist á við mikið
mótlæti sem raunin varð á. Skoðanir
manna eru misjafnar og ólíkar eins og
mannfólkið er misjafnt og ólíkt. Það er
því ekki raunhæft að ætlast til þess að
allir kunni að meta starf stjórnar eða sýni
því starfi skilning eða virðingu. Stjórnin
lét þetta ekki trufla starfið heldur héldum
við áfram á þeirri vegferð sem við vorum
á og árangurinn talar sínu máli. Leyfðum
ekki öðrum að draga úr okkur kjark og
Að Hlíðarenda á öllum að líða vel hvort
sem um er að ræða iðkendur, foreldra,
stjórnarmenn, þjálfara, stuðningsmenn
eða gesti félagsins. Markmiðið er ekki
eingöngu að ala upp metnaðargjarna og
vel agaða íþróttamenn, heldur fyrst og
síðast sterka einstaklinga. Agi og ánægja
eru lykilorð í velgengni og andrúmsloftið
að Hlíðarenda á að vera með þeim hætti
að menn vilji leggja sig alla fram til að
ná áragngri. Það á að vera eftirsóknar
vert að vera Valsmaður.
Stjórn knattspyrnudeildar Vals
E. Börkur Edvardsson, formaður
Sigurður Gunnarsson, varaformaður
Jón Höskuldsson, formaður heimaleikja-
ráðs
Sigurður Pálsson, formaður fjárhags- og
markaðsráðs
Jón Gretar Jónsson, formaður meistara-
flokksráðs karla
Benóný Valur Jakobsson, formaður
meistaraflokksráðs kvenna
Þorsteinn Guðbjörnsson, stjórnarmaður
Guðjón Ólafur Jónsson, varamaður
Í stuttu máli
Árangur meistaraflokka Vals í sumar var
ásættanlegur, meistaraflokkur karla var
með mikinn viðsnúning frá árinu áður og
skoraði fleiri mörk en Valur hefur áður
gert í efstu deild. Meistaraflokkur
kvenna endaði í öðru sæti Pepsideildar.
Árangur 2. flokks karla var góður á árinu
A-liðið sigraði sinn riðil og B-liðið end-
aði þriðja til fjórða sæti í sínum. Nokkrir
leikmenn 2. flokks karla eru nú þegar á
samningi og fengu sín fyrstu tækifæri
með meistaraflokki í sumar. Árangur 2.
flokks kvenna var viðunandi en telft var
fram sameiginglegu liði með ÍR. Við-
snúningur var á rekstri knattspyrnudeild-
ar og búið að taka niður tap frá árinu
2011. Vetraraðstæður til knattspyrnuiðk-
unar er ábótavant á Hlíðarenda og ljóst
að félagið er á eftir öðrum félögum í
Reykjavík. Rúnar Már Sigurjónsson var
seldur til Sundsvall í sumar og stjórn
knattspyrnudeildar gerði vel að vinna úr
því máli þar sem leikmaður var að renna
út á samningi. Nýir þjálfarar voru hjá
báðum meistaraflokkum í sumar og
ánægja er með þeirra störf. Þjálfari 2.
flokks karla gerði stórkostlega hluti með
liðin sín.
Starf stjórnar
Lagt var upp með að skila knattspyrnu-
deildinni með hagnaði starfsárið 2013, sú
vegferð sem við hófum árið 2012 hafði
það að markmiði að taka til í rekstri
Viðsnúningur
í fjármálum
og árangur
ásættanlegur
Skýrsla knattspyrnudeildar Vals
afrekssvið árið 2013
Haukur Páll Sigurðsson í baráttu við
boltann á einum af heimaleikjum sum
arsins að Hlíðarenda. Haukur Páll stóð
sig mjög vel á tímabilinu og átti marga
stórleiki og var á uppskeruhátíðinni
kjörinn besti leikmaður liðsins að mati
samherja. Ljósm. Eva Björk Ægisdóttir.