Valsblaðið - 01.05.2013, Qupperneq 67

Valsblaðið - 01.05.2013, Qupperneq 67
Valsblaðið 2013 67 Starfið er margt gaman að fylgjast með þeim bæta sig jafnt og þétt. Flokkurinn sendi sex lið til leiks í Pollamótið sem var nú í fyrsta sinn leikið í 5 manna bolta og af þessum sex liðum komst helmingurinn áfram upp úr sínum undanriðlum. Á Shell- mótinu sem var hápunktur sumarsins tóku fjögur lið galvaskra Valsmanna þátt. Hópurinn stóð sig virkilega vel í Eyjum og var algjörlega til fyrirmyndar, sem og hinn stóri foreldrahópur sem fylgdi strákunum sem margir voru að fara í sína fyrstu alvöru keppnisferð. Lærdómsríkt og skemmtilegt sumar hjá strákunum. 5. fl. stúlkna Þjálfarar: Margrét Magnúsdóttir og Birk- ir Örn Gylfason. Þeim til aðstoðar var Selma Dögg Björgvinsdóttir. 5. flokkur- inn þetta árið var mjög fámennur. Aðeins 15 stelpur voru að æfa en þær eiga mikið hrós skilið fyrir framlag sitt til fótboltans þetta árið. Stelpurnar æfðu nokkuð vel og var stór kjarni af hópnum sem mætti nokkra æfingaleiki, m.a. við Breiðablik, HK og FH og alltaf sáust framfarir í hópnum. Flokkurinn tók þátt í þremur mótum: Vís móti Þróttar í maí, Síma- mótinu í júlí og svo Pæjumótinu á Siglu- firði í ágúst. Á Vís móti Þróttar vorum við með 3 lið, 4 lið á Símamótinu og 3 lið á Pæjumótinu. Það var ótrúlega skemmtilegt að horfa á stelpurnar spila þessa leiki og sjá hvernig þær bættu sig milli leikja og móta og hversu góðar vin- konur þær voru. Á Símamótinu urðu þrjú lið af fjórum í fyrsta sæti. Á Pæjumótinu fóru tvö lið af fjórum í úrslitakeppni, og eitt lið spilaði svo til úrslita í bikarkeppni mótsins. Án foreldranna hefði þetta ekki gengið. Hópurinn var heilt yfir ótrúlega flottur og klárt mál að þessar stelpur munu verða Val til sóma innan vallar sem utan á komandi árum. 7. fl. drengja Þjálfarar: Arnar Steinn Einarsson og Þór- hallur Valur Benónýson. Þegar æfingar hófust í 7. flokki í fyrra æfðu um 50 strákar. Þessi fjöldi hélst ágætlega út tímabilið. Tekið var þátt í fjölmörgum mótum og var frammistaðan ávallt góð hjá strákunum. Helst ber að minnast á Bónusmótið í Borgarnesi sem var mið- punktur sumarsins. Strákarnir gistu þar yfir helgi og stóðu sig frábærlega á mótinu sjálfu. Í 7. flokki Vals líkt og öðr- um yngstu flokkum Vals hefur orðið mikil aukning á iðkendum og því er al- gert lykilatriði að Knattspyrnufélagið Valur sé tilbúið að mæta öllum þessum hóp drengja sem eru lykillinn að öflugra félagi. 6. fl. stúlkna Þjálfarar: Margrét Magnúsdóttir og Birk- ir Örn Gylfason. Þeim til aðsoðar var Katla Rún Arnórsdóttir. 6. flokkur kvenna var fremur fámennur í byrjun tímabils en með rótækum aðgerðum við að fjölga, svo sem með vinaæfingum, þá bættust nokkrar stelpur við hópinn og undir lok tímabilsins voru í kringum 25 stelpur að æfa. Eins og áður hjá 6. flokki þá æfðu stelpurnar tvisvar úti á gervi- grasi á allra handa veðrum og eina æf- ingu inni. Æfingasókn var fremur góð og létu stelpurnar veðrið ekki aftra för sinni á æfingar. Stelpurnar fóru á nokkur mót þetta árið. t.d. Goðamótið á Akureyri í mars, Hnátumótið í júní, Símamótið í Kópavogi í júlí og Pæjumótið á Siglu- firði í ágúst. Auk þess kepptu stelpurnar á nokkrum minni mótum og spiluðu æf- ingaleiki. Miklar framfarir voru á hópn- um eftir því sem leið á tímabilið og í lok sumars voru stelpurnar farnar að spila rosalega flottan fótbolta. Umfram allt þá var tímabilið hjá stelpunum gríðarlega skemmtilegt og foreldrastarfið öflugt. Þar sem leikmenn, þjálfarar og foreldrar náðu virkilega vel saman í félagslegum viðburðum sem voru haldnir reglulega yfir allt tímabilið. Stelpurnar í 6. flokki sýna okkur það að það eru bjartir tímar framundan í kvennastarfinu hjá Val. 6. fl. drengja Þjálfarar: Andri Fannar Stefánsson, Breki Bjarnason og Valdimar Árnason. Æft var þrisvar í viku yfir vetrartímann, tvívegis á gervigrasinu og einu sinni inn- anhúss. Það voru u.þ.b. 40 strákar í flokknum og voru þeir duglegir að mæta yfir veturinn þrátt fyrir kulda og alls eng- ar draumaaðstæður á gervigrasinu oft á tíðum en þeir klæddu sig bara þeim mun betur og höfðu gagn og gaman af. Fjöl- margir æfingaleikir voru spilaðir og var 7. fl. kv. yngra ár. Ingunn Eyja Skúladóttir, Embla María Ingvaldsdóttir, Ingibjörg Ellý Herbertsdóttir, Hrafnhildur Oddgeirsdóttir, Iðunn Gróa Sighvatsdóttir, Hafdís María Einarsdóttir, Sólveig Þórmundsdóttir, Eldey Hrefna Helgadóttir og Saga Margrét Davíðsdóttir. 5. flokkur karla, haustið 2013. Fjölmennur og efnilegur flokkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.