Valsblaðið - 01.05.2013, Page 68
68 Valsblaðið 2013
Starfið er margt
allt tímabilið og lögðu mikið á sig með
aukaæfingum og öðru slíku. Í öllum mót-
um tímabilsins voru mönnuð tvö
11-manna lið. Við tókum þátt í Reykja-
víkurmótnu, Dominosmóti Hauka, Rey
Cup og Íslandsmótinu. Það var ljóst strax
frá upphafi að góð liðsheild var innan
hópsins og varð hún enn meiri þegar leið
á tímabilið. Miklar framfarir urðu á
hópnum á tímabilinu sem leið. Lögð var
rík áhersla á að efla félagsleg tengsl
stelpnanna og lögðu þjálfarnir mikið upp
úr því að stelpurnar tileinkuðu sér góðar
venjur sem gilda hjá Val. Einnig var lögð
mikil áhersla á að kenna leikmönnum
grundvallaratriði í 11-manna bolta ásamt
því að auka við þá þekkingu sem fyrir
var. Allir leikmenn flokksins eiga mikið
hrós skilið fyrir ástundun og áhuga. Hug-
arfar hópsins var til mikilar fyrirmyndar.
Árangur í mótum tímabilsins lét ekki á
sér standa. A og B-lið flokksins unnu til
að mynda Rey Cup og Reykjavíkurmót-
ið. Hápunktur sumarsins var svo þegar
A-lið flokksins tryggði sér Íslandsmeist-
aratitilinn eftir 1-0 sigur á KA. Þjálfarar
vilja koma á framfarir þökkum til þeirra
foreldra sem virkan þátt tóku í foreldra-
starfinu. Slíkt starf er ómetanlegt.
Besta ástundun: Hlín Eiríksdóttir og
Ólöf Jóna Marinósdóttir
Mestu framfarir: Miljana Ristic
Leikmaður flokksins: Eva María Jóns-
dóttir
4. fl. drengja
Þjálfarar: Andri Fannar Stefánsson og
Aðalsteinn Sverrisson. Æft var fjórum
sinnum í viku allt árið auk leikja. Yfir
vetrartímann voru þrjár æfingar á gervi-
grasinu og ein æfing inni sem skiptist í
styrktarþjálfun og tækniþjálfun í gamla
salnum. Það var strax ljóst að hópurinn
var fjölmennur svo flokkurinn tefldi
fram þremur liðum í Reykjavíkurmótinu
fram á vorið. Nokkrum sinnum yfir vetr-
artímann hittust strákarnir í Valsheim-
ilinu og horfðu á stórleiki í Evrópubolt-
anum saman. Í maí var svo farið í frá-
bæra æfingaferð yfir helgi til Hvolsvallar
til að hrista hópinn saman fyrir sumarið.
Á Íslandsmótinu léku tvö lið frá 4. flokki
karla í B-deild en sumarið var mjög lær-
dómsríkt fyrir bæði lið en reynslan sem
strákarnir á yngra ári fengu í 11-manna
bolta mun reynast dýrmæt á komandi
árum og svo fengu eldra árs strákarnir
hörkukeppni í B-deildinni. Í lok júlí tóku
svo þrjú lið þátt í Rey Cup – alþjóðlegu
móti í Laugardalnum og stóðu sig öll
með mikilli prýði innan og utan vallar.
nánast alltaf á æfingar. Stelpurnar æfðu
fjórum sinnum í viku allt tímabilið auk
þess sem þær spiluðu marga leiki yfir
vetrartímann. Flokkurinn fór að vanda á
mörg mót þetta tímabilið. Þar má nefna
Reykjavíkurmót KRR, Goðamótið á Ak-
ureyri, Pæjumótið í Vestmannaeyjum og
Símamótið í Kópavogi auk þess sem
stelpurnar kepptu á Íslandsmótinu í sum-
ar. Það má með sanni segja að hópurinn
hafi tekið miklum framförum eftir því
sem leið á tímabilið. Eftir fremur brösótt
gengi í Reykjavíkurmótinu þá stóðu
stelpurnar sig frábærlega á Íslandsmótinu
og komust meðal annars í úrslitakeppni
A-liða sem haldin var á Akureyri. Stelp-
urnar gerðu margt skemmtilegt saman
fyrir utan æfingar og lögðu þjálfarar
mikið upp úr því að efla félagsleg tengsl.
Margir litlir sigrar unnust innan hópsins
og þroskuðust stelpurnar mikið á tíma-
bilinu sem leið.
Besta ástundun: Ísabella Anna Húberts-
dóttir
Mestu framfarir: Anna Hedda Björns-
dóttir Haaker
Leikmaður flokksins: Signý Ylfa Sig-
urðardóttir
5. fl. drengja
Þjálfarar: Aðalsteinn Sverrisson og
Valdimar Árnason. Árið var viðburðar-
ríkt hjá 5. flokki karla. Tímabilið fór ró-
lega af stað og voru strákarnir virkilega
duglegir að mæta á æfingar fram eftir
vetri sama hvernig viðraði. Í apríl skelltu
strákarnir sér í æfingaferð á Laugarvatn
þar sem gleðin og vinskapurinn var í
fyrir rúmi, og í lok ferðarinnar spiluðu
drengirnir æfingaleiki við félaga sína í
Þrótti. Árangur strákanna á Íslands-
mótinu var mjög góður, en alls sendum
við 5 lið til keppni og lengi vel voru öll
liðin í góðum möguleika á að komast í
úrslitakeppnina en voru hársbreidd frá
því að þessu sinni. Strákarnir sýndu oft á
tíðum frábær tilþrif inn á vellinum og var
gaman að fylgjast með þeim. Einnig var
farið á fleiri mót í sumar, fyrstu helgina í
júlí var farið á N1 mótið þar sem öll lið
stóðu sig mjög vel. Síðan var farið Olís-
mótið á Selfossi í ágúst og náðist frábær
árangur þar. Fjögur lið af sex enduðu á
verðlaunapalli og C2 liðið endaði sem
sigurvegari mótsins. Strákarnir hafa sýnt
miklar framfarir inni á vellinum og verið
félaginu til sóma.
Mestu framfarir: Daníel Ölduson
Besta ástundun: Vilmundur Torfason
Leikmaður flokksins: Benedikt V.
Warén
4. fl. stúlkna
Þjálfarar: Margrét Magnúsdóttir og Birk-
ir Örn Gylfason. Þeim til aðstoðar var
Selma Dögg Björgvinsdóttir. Í 4. flokki
þetta tímabilið æfðu 25 stelpur. Stelpurn-
ar eru fæddar árið 1999 og 2000. Þær
æfðu 4 sinnum í viku fyrir og eftir ára-
mót auk þess að spila æfingaleiki yfir
vetratímann. Stelpurnar æfðu mjög vel
Strákarnir í 2. flokki fóru í vel heppnaða æfingaferð til Víkur í Mýrdal til að undirbúa
sig fyrir tímabilið. Þeir unnu B deildina í sumar og leika í deild þeirra bestu á næsta
tímabili.