Valsblaðið - 01.05.2013, Side 73

Valsblaðið - 01.05.2013, Side 73
Valsblaðið 2013 73 Þorsteinn Haraldsson tók saman (Opið bréf til hópstjórans í hópi x,). Kæri bróðir í Kristi! Hvort sem ég þekki þig eða hefi aldrei kynnst þér, þá bið ég þig taka við þessum línum og hjálögðum athugasemdum um þá drengi, fyrir hverra sálir þér hafið nú verið skipaður hirðir. Já hirðir segi ég, þó ekki sé það með öllu rétt. Hirðirinn er Jesús Kristur sjálfur. Í verkinu erum við hundar hans. Fyrirgefðu, ef orðið kemur illa við þig. Ég hef eitt sinn verið hirðir eða smali og þá kunni ég að meta hundinn, sem fylgdi mér af tryggð, leit- aði kindurnar uppi, gelti svo þær heyrðu til mín. Ég á ekki betri ósk hópstjóra til handa en að vera búinn góðum eiginleikum smalahundsins: Tryggð, þolgæði, þefvísi o.s.frv. Þegar smala- hundur sér eitt lambanna vera að draga sig út úr hópnum, lítur hann á húsbónda sinn, hirðinn eins og hann vilji spyrja: „Á ég?“ Við minnstu bendingu þýtur hann af stað yfir stokka og steina og lætur ekki staðar numið fyrr en lambið er komið aftur í hjörðina. Vel þjálfaður smalahundur gerir ekkert án þess að líta til hirðingjans og kanna vilja hans. Sambandið milli smala og hunds er ætíð fallegt. Hundurinn liggur við fætur smalans ávallt reiðubúinn, ávallt húsbónda sínum hollur; þó að smalinn sendi hann hátt til fjalls í steikjandi sólarhita eða brakandi frosti, urrar hann aldrei, því hann er ávallt hlýðinn. Komi hann svitastorkinn og með tunguna lafandi af þreytu úr kjaftinum og fái hann vin- gjarnlegt orð eða vinalegt klapp á kollinn lýsir gleðin úr augum hans, hann stekkur upp af kæti – af þakklæti gagnvart smalan- um. Verði hann fyrir skömmum, verði hann jafnvel barinn, legg- ur hann þó ekki á flótta, urrar ekki heldur en skríður að fótum smala síns og heldur sig þar og tekur við kenningu sinni, treystir honum og er honum tryggur. Vel þjálfaður hundur þekkir fé húsbónda síns og og sækir það upp til fjalla og niður í dali, eltir það fram á bjargbrúnir en lítur þó alltaf um öxl til að lúta stjórn húsbónda síns. Hann er fljótur að læra. Honum er ekki rótt fyrr en hann hefur náð öllu fénu í hús um kvöldið og kátur þegar hann undir stjórn smalans hefur getað sparað honum margan sprettinn og margt sporið. Svona var hundurinn minn þegar ég var smali; og þegar ég á leiðinni heim til Íslands leit yfir farinn veg í hópstarfi mínu, sá ég að að ég stóð honum langt að baki í starfi mínu undir stjórn míns hirðis. Ég skammaðist mín inni- lega fyrir að hundurinn undir stjórn ekki betri eða vísari hirðis en ég var, skyldi sýna mér meiri trúfestu en ég gerði gagnvart mínum Herra og frelsara sem ég ég á allt upp að inna; því bað ég þess að eftirmaður minn í hópstarfinu mætti öðlast meira af eiginleikum hundsins en ég, og gæti rækt köllun sína af meira þolgæði, visku, auðmýkt og guðsótta en ég. Þinn hjartfólgni vinur og bróðir FR. FRIÐRIKSSON Reykjavík, Íslandi Smalahundurinn Hirðisbréf sem séra Friðrik Friðriksson ritaði óþekktum eftirmanni sínum og birt var í mánaðarblaði KFUM í Danmörku 1897, þýðing Stefán Örn Stefánsson arkitekt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.