Valsblaðið - 01.05.2013, Síða 75

Valsblaðið - 01.05.2013, Síða 75
Valsblaðið 2013 75 Starfið er margt Skemmtilegustu leikir sumarsins Fálkar sáu um skemmtilegustu leiki sum- arsins að vanda en 4. og 3. flokkur karla og kvenna léku á Vodafonevellinum með fullri umgjörð. Fánaborgir, vallarþulur, grillstemning og heiðursgestir. Þessi um- gjörð vekur alltaf mikla athygli gesta- liðsins og er skemmtilegt hve vel er talað um Val þegar boðið er upp á svona leiki. Er þetta öðrum liðum til eftirbreytni. Í ágúst var blásið til fjölskyldu- skemmtunar Fálka á Miklatúni. Fálkar, makar, börn og hundar mættu í mikla grillveislu og skemmtu sér og sínum. Í september komu svo Fálkar saman á ný til fundahalda og var farið yfir grillmálin eftir sumarið og formaður styrktarsjóðs Fálka gerði grein fyrir umsóknum og styrkveitingum. Hæst bar umræður og samþykkt þess að Fálkar taki, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum, þátt í upp- byggingu á leikvelli að Hlíðarenda í minningu Hermanns Gunnarssonar sem var verndari Fálka. Októberfundurinn var með hefðbundnu sniði en þar mætti formaður Vals, Hörður Gunnarsson og sagði frá skipulagsmálum að Hlíðarenda og framtíðaruppbyggingu. Er óhætt að segja að menn fylltust bjart- sýni við þann boðskap. Á fundinum var einnig samþykkt að styðja meistaraflokk kvenna við að grilla á heimaleikjum í handboltanum í vetur. Var ákveðið að Fálkar hefðu umsjón með því en ágóðinn rynni til stelpnanna. Eins og undanfarin ár er ekki haldinn hefðbundinn fundur í nóvember heldur fylkja Fálkar liði á herrakvöld Vals. Að þessu sinni fylltu Fálkar 3 borð en áður höfðu menn mætt til veislu hjá einum Fálkanum og æft þjóðsönginn eins og hefð er komin á. Á desemberfundi þann sjötta héldu Fálkar upp á 4 ára afmæli félagsins með pompi og prakt. Góðir gestir mættu á af- mælisfundinn og var farið yfir viðburð- arríkt ár sem nú er að baki. Mikilvægur stuðningur Fálka við barna- og unglingastarfið í Val Fálkar hafa á sinni stuttu starfsævi skilað u.þ.b 3 milljónum í beinhörðum pening- um til barna- og unglingastarfs Vals fyrir utan annað eins eða nær 4 milljónir sem dósasafnanir skipulagðar af Fálkum hafa skilað. Þá eru handtökin sem félagarnir hafa lagt fram fyrir klúbbinn farin að teljast í þúsundum. Fálkar vilja vekja athygli á því að fé- lagið er opið öllum karlmönnum 20 ára og eldri sem vilja veg barna- og ung- lingastarfsins sem mestan og bestan. Að lokum óska Fálkar öllum Völsur- um gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, um leið og við minnum á að fljótlega eftir áramót koma glaðbeittir Valskrakkar að safna dósum og trjám og biðjum við ykkur um að taka vel á móti þeim. f.h. Fálka Benóný Valur Jakobsson for­ maður og Sigþór Sigurðsson ritari Sigþór Sigurðsson ritari Fálkanna stendur vaktina sem sjálfboðaliði á heimaleikjum félagins og gengur í þau störf sem þarf að vinna. Ómenlegt að eiga slíkt fólk að til að halda starfinu gangandi. Úr skemmtilegasta leik vetrarins í 4. flokki karla í handbolta. Fálkar standa vaktina á grillinu á óteljandi viðburðum á Hlíðarenda og rennur ágóðinn af sölunni til barna- og unglingastarfs félagsins. Á hverju sumri sjá Fálkarnir um að skapa flotta umgjörð um einn heimaleik í 3. og 4 fl. karla og kvenna í fótbolta og ganga þeir leikir undir nafninu, skemmtilegustu leikir sum- arsins og vekur þetta framtak mikla athygli. Sigurður Ásbjörnsson annast tímavörslu á mörgum heimaleikja og einnig skrifar hann reglulega skemmtilega pistla á valur.is og í Valsblaðið um handbolta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.