Valsblaðið - 01.05.2013, Qupperneq 79

Valsblaðið - 01.05.2013, Qupperneq 79
Valsblaðið 2013 79 Starfið er margt þetta væri líkt valnum, nafna þeirra, sem í kvæði Jónasar „hnitar hringa marga.“ Svo fór ég að hugsa um, hvar rjúpan væri, og þóttist sjá, að það væri knötturinn og hálf kenndi í brjósti um hann að verða fyrir elt­ ingu þessara 22ja pilta.7 Haukur og Haukar Þess má að lokum geta að þriðja knatt- spyrnufélagið leit einnig dagsins ljós inn- an KFUM í Reykjavík nokkru síðar, þ.e.a.s. í byrjun sumars 1912. Það var nefnt Haukur og næsta víst að séra Friðrik hefur haft hönd í bagga með nafngift á því félagi, líkt og raunin varð árið 1931 þegar Haukar í Hafnarfirði komu til sögunnar. Þá komu hafnfirskir KFUM-piltar sér ekki saman um nafn á fótboltafélagið sem þeir höfðu nýverið stofnað og fengu því séra Friðrik til að velja félaginu nafn, sem hann og gerði. Líkt og Valur lifir það syst- urfélag Valsmanna einnig góðu lífi í dag. 7 Valsblaðið afmælisútgáfa 1956, 8. andi vallarframkvæmdum félagsins frá 22. júlí.5 Eftir framhaldsstofnfund Fótbolta- félags KFUM í lok maí voru liðsfélagar einungis 14 talsins, allir á aldrinum 16– 19 ára. Þegar leið á sumarið fjölgaði hins vegar smám saman í hópnum og þegar hann hafði nær tvöfaldað stærð sína um eða eftir miðjan júlí var tekin sú ákvörð- un að leyfa ekki fleirum að gerast fé- lagar. Vildu menn með því tryggja tvennt; í fyrsta lagi að ekki yrði of þröngt um menn á vellinum og eins hitt, að tryggt væri að ætíð væru nógu margir á æfingum til að manna tvö fullskipuð lið. Ekki fer fregnum af því hvort séra Frið- rik var hafður með í ráðum þegar Fót- boltafélag KFUM ákvað að skella í lás og hleypa ekki fleirum að í bili. Það hefur að líkindum komist til framkvæmda um líkt leyti og skemmtiförin að Lágafelli var far- in. Á hinn bóginn var fótboltamarkaður KFUM engan veginn mettaður. Áhuginn smitaði út frá sér og því brá séra Friðrik skjótt á það ráð að stofna annað fótbolta- félag innan KFUM fyrir þá sem ekki komust í Fótboltafélag KFUM sökum ungs aldurs eða fjöldakvótans sem settur hafði verið. Hið nýja félag stofnaði séra Friðrik laugardaginn 29. júlí og nefndi það Hvat í höfðuðið á göngufélagi sem Sigurbjörn Þorkelsson, síðar kaupmaður í Vísi, stóð að ásamt þremur félögum sín- um um miðjan fyrsta áratug aldarinnar. Trúlega réð nokkru um nafnavalið að séra Friðrik virðist hafa fengið Sigurbjörn til að gerast fyrsti þjálfari Hvats. 5 Bréf Friðriks Friðrikssonar til Páls V. Guð- mundssonar 11/8 1911, 4 og bréf Páls Ein- arssonar borgarstjóra til Friðriks Friðriks- sonar 22/7 1911 (Skjöl séra Friðriks 08:24). Valsnafnið og eltingaleikur við „rjúpu“ Líkur erninum að tign og fegurð er ís- lenski fálkinn, – einnig nefndur valur eða haukur í munni íslenskrar alþýðu. Hann þykir bæði kraftmikill og hraðfleygur, enda „konungsgersemi fyrr á öldum og um tíma í skjaldarmerki Íslendinga“, eins og segir í Íslenskum fuglavísi Jóhanns Óla Hilmarssonar. En í íslenskum þjóð- sögum er fálkinn jafnframt bróðir rjúp- unnar, þótt hann – vegna illra álaga – sé jafnframt skæðasti óvinur hennar. Ætla má að sem nýtt nafn á „Knatt- spyrnufjelagi K.F.U.M.“ hafi Vals-nafnið trúlega komið fram um líkt leyti og Hvatur var stofnaður, enda fyrst nauð- synlegt að aðgreina fótboltafélög KFUM með nafni þegar þau voru orðin tvö. Og eftir því sem næst verður komist átti hugmyndina að Valsnafninu einn af frumstofnendum Fótboltafélags KFUM, Filippus Guðmundsson, síðar múrara- meistari. Segir sagan að hugmyndin að nafninu hafa fæðst í kjölfar þess er fálki sást á sveimi eitt síðkvöldið þegar unnið var að vallarframkvæmdum vestur á Melum. Var nafnið borið undir séra Frið- rik og hlaut það þegar samþykki hans.6 Reyndar lætur Friðrik í það skína á gam- als aldri að honum hafi sjálfum dottið Valsnafnið í hug við fyrstu kynni sín af boltaleik piltanna. En þar færir hann tals- vert í stílinn og blandar rjúpunni í leikinn á eftirminnilegan hátt: Þeir voru byrjaðir á leik sínum í stórri þyrpingu, og sá ég þar mikil þot og hlaup fram og aftur, en botn­ aði ekki í neinu. Mér datt í hug, að 6 Valsblaðið 19. tbl. 1961, 6. Á forsíðu 50 ára afmælisrits Vals hefur fálki (valur) klófest bolta („rjúpu“). Lágafellskirkja eins og hún lítur í dag. Þangað fóru Valspiltar í eftirminnilega skemmtiför í júlí 1911. Vígalegur fálki á flugi í Ísafjarðardjúpi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.