Valsblaðið - 01.05.2013, Side 82
82 Valsblaðið 2013
Mottó: When life gives you lemons,
make lemonade.
Við hvaða aðstæður líður þér best:
Ætli það sé ekki bara inni á körfubolta-
vellinum eða með fjölskyldunni.
Fullkomið laugardagskvöld: Grillaður
humar heima í sveitinni með fjölskyldu
og vinum á fallegu vorkvöldi.
Fyrirmynd þín í körfubolta: Pétur
Ingvarsson var mín fyrsta fyrirmynd í
körfubolta. Hann var minn fyrsti þjálfari
og ætli hann hafi ekki mótað mig mest
sem leikmann.
Draumur um atvinnumennsku í
körfubolta: Auðvitað er draumur flestra
ef ekki allra íþróttamanna að geta lifað af
íþóttinni.
Landsliðsdraumar þínir: Það væri mik-
ill heiður og virkilega skemmtilegt að
verða partur af A-landsliði Íslands einn
daginn.
Besti söngvari: Oddur Pétursson.
Besta hljómsveit: Against all Odds.
Besta bíómynd: Shooter.
Besta bók: Brennu-Njálssaga.
Besta lag: Ég er kominn heim.
Uppáhaldsvefsíðan: Karfan.is, nba.com,
mbl.is og fótbolti.net eru oftar en ekki á
tölvuskjánum.
Uppáhaldsfélag í enska boltanum:
Manchester United.
Uppáhalds erlenda körfuboltafélagið:
Miami Heat.
Nokkur orð um núverandi þjálfara:
Agaður og mjög hugsandi þjálfari sem
nær vel til leikmanna sinna.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera: Setja meiri pening í körfu-
boltann.
Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar-
enda: Besta aðstaða sem til er á landinu.
Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
árum: Verða stærsta og öflugasta
íþróttafélag á Íslandi. Með lið sem er að
berjast um Íslandsmeistaratitil á öllum
vígstöðum.
Fæðingardagur og ár: 17. nóvember
1992.
Nám: Nemi í viðskiptafræði við Háskól-
ann í Reykjavík.
Kærasta: Engin eins og er.
Hvað ætlar þú að verða: Viðskipta-
fræðingur.
Af hverju Valur? Langaði að koma í
metnaðarfullt umhverfi með góðum
þjálfurum þar sem ég get bætt mig sem
mest sem leikmaður.
Uppeldisfélag í körfubolta: Hamar frá
Hveragerði.
Frægur Valsari í fjölskyldunni: Eng-
inn.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
körfuboltanum: Bara eins vel og hægt
er. Öll fjölskyldan tekur þátt í þessu sam-
an og það er lykilatriði fyrir mér.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni: Frændi minn, Þorvaldur Árni
Þorvaldsson er með betri reiðmönnum á
Íslandi, svo segist pabbi vera gömul
handboltakempa.
Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Breyt-
ing á reglum um fjölda erlendra leik-
manna mun hafa jákvæð áhrif á íslensk-
an körfubolta.
Af hverju körfubolti: Körfubolti er
móðir allra íþrótta. Frábær íþrótt sem
krefst mikillar hugsunar og nákvæmni.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Hef orðið Íslandsmeistari, Reykjavíkur-
meistari og Suðurlandsmeistari í hestaí-
þróttum ásamt því að vera á verðlauna-
palli á Norðurlandamóti.
Eftirminnilegast úr boltanum: Vænt-
anlega þegar ég varð bikarmeistari með
Hamri í unglingaflokki árið 2010 en það
var fyrsti titill sem félagið vann í körfu-
knattleik frá upphafi.
Ein setning eftir síðasta tímabil: Virki-
lega svekkjandi en lærdómsríkt.
Markmið fyrir þetta tímabil: Verða
betri körfuboltamaður og einstaklingur.
Besti stuðningsmaðurinn: Öll mín fjöl-
skylda, get ekki gert upp á milli.
Erfiðustu samherjarnir: Lárus Jónsson
og Marvin Valdimarsson. Spilaði með
þeim báðum í Hveragerði. Mjög ólíkir
leikmenn sem erfitt er að spila á móti.
Erfiðustu mótherjarnir: Deuce Bello er
virkilega fjölhæfur leikmaður sem eg
spilaði á móti þegar ég var í skóla í
Bandaríkjunum. Liðsfélagi hans var
meðal annars Quincy Miller sem nú spil-
ar með Denver Nuggets í NBA.
Eftirminnilegasti þjálfarinn: Coach
Robinson. Hann var að þjálfa mig þegar
ég var í high school í Bandaríkjunum.
Virkilega spes týpa sem kom með allt
öðruvísi vinkil á aðstæður en ég hafði
vanist, sem getur bæði verið gott og
slæmt.
Hvað einkennir góðan þjálfara: Mikill
agi og djúpur skilningur á leiknum ásamt
því að vera miðlandi og ná til leikmanna
á réttan hátt.
Stærsta stundin: Líklegast þegar ég
spilaði minn fyrsta leik í háskólabolta.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki kvenna hjá Val: Margir athyglis-
verðir leikmenn. Hef heyrt að Hallveig
Jónsdóttir sé athyglisverður leikmaður
með meiru.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki karla hjá Val: Birgir Björn Pét-
ursson.
Hvernig líst þér á yngri flokkana í
körfubolta hjá Val: Sýnist þeir vera á
hraðri uppleið.
Hvaða áhrif hefur koma Ólafs Stef-
ánssonar á starfið hjá Val: Góð, myndi
ég halda. Alltaf gott að fá uppalda menn
aftur heim. Hann laðar að fólk og eykur
áhuga hjá yngri kynslóðinni.
Fleygustu orð: „Quality is not an act, it
is a habit.“ – Aristoteles
Framtíðarfólk
Körfubolti er móðir
allra íþrótta
Oddur Ólafsson er 21 árs og leikur
körfubolta með meistaraflokki