Valsblaðið - 01.05.2013, Page 82

Valsblaðið - 01.05.2013, Page 82
82 Valsblaðið 2013 Mottó: When life gives you lemons, make lemonade. Við hvaða aðstæður líður þér best: Ætli það sé ekki bara inni á körfubolta- vellinum eða með fjölskyldunni. Fullkomið laugardagskvöld: Grillaður humar heima í sveitinni með fjölskyldu og vinum á fallegu vorkvöldi. Fyrirmynd þín í körfubolta: Pétur Ingvarsson var mín fyrsta fyrirmynd í körfubolta. Hann var minn fyrsti þjálfari og ætli hann hafi ekki mótað mig mest sem leikmann. Draumur um atvinnumennsku í körfubolta: Auðvitað er draumur flestra ef ekki allra íþróttamanna að geta lifað af íþóttinni. Landsliðsdraumar þínir: Það væri mik- ill heiður og virkilega skemmtilegt að verða partur af A-landsliði Íslands einn daginn. Besti söngvari: Oddur Pétursson. Besta hljómsveit: Against all Odds. Besta bíómynd: Shooter. Besta bók: Brennu-Njálssaga. Besta lag: Ég er kominn heim. Uppáhaldsvefsíðan: Karfan.is, nba.com, mbl.is og fótbolti.net eru oftar en ekki á tölvuskjánum. Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Manchester United. Uppáhalds erlenda körfuboltafélagið: Miami Heat. Nokkur orð um núverandi þjálfara: Agaður og mjög hugsandi þjálfari sem nær vel til leikmanna sinna. Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd- ir þú gera: Setja meiri pening í körfu- boltann. Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar- enda: Besta aðstaða sem til er á landinu. Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu árum: Verða stærsta og öflugasta íþróttafélag á Íslandi. Með lið sem er að berjast um Íslandsmeistaratitil á öllum vígstöðum. Fæðingardagur og ár: 17. nóvember 1992. Nám: Nemi í viðskiptafræði við Háskól- ann í Reykjavík. Kærasta: Engin eins og er. Hvað ætlar þú að verða: Viðskipta- fræðingur. Af hverju Valur? Langaði að koma í metnaðarfullt umhverfi með góðum þjálfurum þar sem ég get bætt mig sem mest sem leikmaður. Uppeldisfélag í körfubolta: Hamar frá Hveragerði. Frægur Valsari í fjölskyldunni: Eng- inn. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í körfuboltanum: Bara eins vel og hægt er. Öll fjölskyldan tekur þátt í þessu sam- an og það er lykilatriði fyrir mér. Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- skyldunni: Frændi minn, Þorvaldur Árni Þorvaldsson er með betri reiðmönnum á Íslandi, svo segist pabbi vera gömul handboltakempa. Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Breyt- ing á reglum um fjölda erlendra leik- manna mun hafa jákvæð áhrif á íslensk- an körfubolta. Af hverju körfubolti: Körfubolti er móðir allra íþrótta. Frábær íþrótt sem krefst mikillar hugsunar og nákvæmni. Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum: Hef orðið Íslandsmeistari, Reykjavíkur- meistari og Suðurlandsmeistari í hestaí- þróttum ásamt því að vera á verðlauna- palli á Norðurlandamóti. Eftirminnilegast úr boltanum: Vænt- anlega þegar ég varð bikarmeistari með Hamri í unglingaflokki árið 2010 en það var fyrsti titill sem félagið vann í körfu- knattleik frá upphafi. Ein setning eftir síðasta tímabil: Virki- lega svekkjandi en lærdómsríkt. Markmið fyrir þetta tímabil: Verða betri körfuboltamaður og einstaklingur. Besti stuðningsmaðurinn: Öll mín fjöl- skylda, get ekki gert upp á milli. Erfiðustu samherjarnir: Lárus Jónsson og Marvin Valdimarsson. Spilaði með þeim báðum í Hveragerði. Mjög ólíkir leikmenn sem erfitt er að spila á móti. Erfiðustu mótherjarnir: Deuce Bello er virkilega fjölhæfur leikmaður sem eg spilaði á móti þegar ég var í skóla í Bandaríkjunum. Liðsfélagi hans var meðal annars Quincy Miller sem nú spil- ar með Denver Nuggets í NBA. Eftirminnilegasti þjálfarinn: Coach Robinson. Hann var að þjálfa mig þegar ég var í high school í Bandaríkjunum. Virkilega spes týpa sem kom með allt öðruvísi vinkil á aðstæður en ég hafði vanist, sem getur bæði verið gott og slæmt. Hvað einkennir góðan þjálfara: Mikill agi og djúpur skilningur á leiknum ásamt því að vera miðlandi og ná til leikmanna á réttan hátt. Stærsta stundin: Líklegast þegar ég spilaði minn fyrsta leik í háskólabolta. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki kvenna hjá Val: Margir athyglis- verðir leikmenn. Hef heyrt að Hallveig Jónsdóttir sé athyglisverður leikmaður með meiru. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki karla hjá Val: Birgir Björn Pét- ursson. Hvernig líst þér á yngri flokkana í körfubolta hjá Val: Sýnist þeir vera á hraðri uppleið. Hvaða áhrif hefur koma Ólafs Stef- ánssonar á starfið hjá Val: Góð, myndi ég halda. Alltaf gott að fá uppalda menn aftur heim. Hann laðar að fólk og eykur áhuga hjá yngri kynslóðinni. Fleygustu orð: „Quality is not an act, it is a habit.“ – Aristoteles Framtíðarfólk Körfubolti er móðir allra íþrótta Oddur Ólafsson er 21 árs og leikur körfubolta með meistaraflokki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.