Valsblaðið - 01.05.2013, Page 83

Valsblaðið - 01.05.2013, Page 83
Valsblaðið 2013 83 eftir Þorgrím Þráinsson ekki með sér áhyggjur af morgundeginum, og af þeim sökum hafi stundum kreppt nokkuð að Þorbirni og jafnvel blásið kalt um hann: þá stóð hann aldrei einn; hann átti alltaf það hlýja skjól sem aldrei brást honum. Það skjól var móðir hans, ekkjan Þorbjörg Grímsdóttir. Hún þreyttist aldrei í ást sinni og takmarkalausri umhyggju fyrir þessu yngsta afkvæmi sínu … Og hér skiljast leiðir, Þorbjörn Aðal- björnsson. Þú heldur inn í það ríki sem ekki finnst á neinu korti. Við hin munum doka hér enn um stund. Ekki ætla ég að fella nein tár á kveðjustundinni, það var þér aldrei að skapi að menn bæru tilfinn- ingarnar í dropatali utaná sér. Og síst að mér detti í hug að mæla við þig þá hvim- leiðu bábilju að þeir deyi ungir sem guð- irnir elska, því þá væri það þér líkast að spyrja til baka hvers konar mannverur það séu sem fylli öll elliheimili á Íslandi … Þó munt þú aldrei verða svo upptekinn af neinum hlut eða fyrirbrigði annars heims að hugur þinn verði ekki hálfur hjá hetjunum í Val. Og þurfi þeir uppörv- unar með, munt þú þráðlaust senda þeim rauðglóandi brýningar. Vertu stæll, Tobbi minn. Már Kristjónsson.“ var einmitt gæddur sérstæðum hæfileik- um til eftirhermu. Maður sem hafði aðra eins orðgnótt og bjó að slíkum frásagnar- hæfileikum hefur áreiðanlega aldrei flett dagblaði til annars en að lesa auglýsingar íþróttafélaganna. Á tyllidegi í lífi mínu fyrr á árinu, þegar ég hlaut að flýja land svo ég kafnaði ekki í vinsældum sam- borgara minna, heimsótti Þorbjörn konu mína til að færa mér að gjöf fjórar vand- aðar hljómplötur og fylgdu tvær minni gjafir með … Þorbjörn átti fleiri áhugamál en að halda sjálfum sér og öðrum í góðu skapi. Hann hafði mikla ánægju af tónlist. Arms- trong og Gigli voru hans menn. Þó var knattspyrnan sem öllu fremur átti hug Þor- bjarnar, þó ekki beint knattspyrnan ein og sér í lagi, heldur Knattspyrnufélagið Valur. Hún var einstök og engu öðru lík um- hyggjan sem Þorbjörn bar fyrir félaginu sínu. Ef einhver spyrði mig um trúarskoð- anir Þorbjörns Aðalbjörnssonar myndi ég hiklaust svara: Hann trúði á Knattspyrnu- félagið Val. Eitt mark sem garparnir í Val höfðu umfram mótherjana var Þorbirni meiri gleði en hlutabréf í gróðafyrirtæki. Á sama hátt tók hann sárnærri sér eins og persónulegt áfall væri að ræða ef þessar hetjur hans biðu lægri hlut á leikvellinum. Og ýmsa stórviðburði innan lands og utan batt Þor- björn sjaldnast við ákveðin ártöl, heldur til- tekna sigra Valsgarpanna. Og ef það er líf eftir þetta líf er ég sannfærður um að Þorbjörn Aðalbjörns- son mun um ókomin ár úr öðrum heimi senda þessum átrúnaðargoðum sínum uppörvanir og eld- heitar hvatningar. Þótt Þorbjörn Aðal- björnsson hafi almennt séð tileinkað sér þau fyr- irmæli Biblíunnar sem segja mönnum að fylgja fordæmi fuglanna og ala Margir sem eru komnir vel yfir miðjan aldur muna eftir Tobba sem var stundum kenndur við Val, en þó ekki síst hversu oft hann var kenndur að Hlíðarenda! Þorbjörn Aðalbjörnsson fæddist 21. nóvember 1932 og bjó alla tíð að Skóla- vörðustíg 24 A. Tobbi var lágvaxinn, með stórt og mikið nef og sérkennilegur að mörgu leyti. Að sögn Ægis Ferdin- andssonar, fyrrum formanns Vals sem man vel eftir Tobba, lék Þorbjörn með yngri flokkum Vals og 1. flokki. Hann minnist þess að Tobbi hafi ævinlega leik- ið á kantinum og skorað glæsilegt mark með 1. flokki, beint úr hornspyrnu í góð- um vindi. Tobbi var skipverji á varðskip- unum og þegar hann var í landi var hann oftar en ekki kenndur og kom þá í Hverf- iskjötbúðina að Hverfisgötu 50 sem Ægir rak. Þangað kom Lolli í Val ennfremur. Ægir segir að Tobbi hafi verið svipuð týpa og Lolli, hress og skemmtilegur. Líf hans var víst eitt allsherjarfjör þegar hann var í landi enda ölið oftast við hendina. Hann klæmdist við flesta og sagði brand- ara og kom oft að Hlíðarenda, ýmist til að leika sér í fótbolta við krakka eða fylgjast með hetjunum í meistaraflokki. Þorbjörn Aðalbjörnsson lést 4. ágúst árið 1977 en eftirfarandi er m.a. annars að finna í eftirmælum um hann: ,,Þorbjörn stundaði aðallega sjóinn og aldurtila hans bar einnig að á sjó. Einn góðviðrisdag hugðist hann taka sér stutt sund í Nauthólsvíkinni, en missti meðvit- und, var bjargað og fluttur á Borgarspítal- ann og þar lést hann örfáum vikum síðar án þess að komast nokkurn tímann til rænu. Hann horfði á hinar spaugilegri hliðar mannlífsins og naut þess sem til- veran hafði uppá að bjóða. Og einmitt í hlutverki skemmtilegheitamannsins verð- ur Þorbjörn mér og öðrum næst ógleym- anlegur. Hann var í hópi orðheppnustu manna sem ég hef fyrir hitt. Og svo mein- fyndinn að fátítt er. Meðan hann var uppá sitt besta var frásagnagáfa hans slík að hann gat haldið mönnum föstum og orð- lausum tímunum saman. Ekki dró það úr áhrifamætti skemmtunarinnar að Þorbjörn Tobbi í Val Eitt mark sem garparnir í Val höfðu umfram mótherjana var Þorbirni meiri gleði en hlutabréf í gróðafyrirtæki Þorbjörn Aðalbjörnsson lék með Val upp í 1. flokk en sjómennskan kom líklega í veg fyrir að hann spilaði með meistaraflokki. Þegar Tobbi var í landi mætti hann oft að Hlíðarenda og lék sér í knattspyrnu við þá krakka sem voru á svæðinu. Þessi mynd er líklega tekin um miðjan 8. áratuginn en Tobbi lést árið 1977. Fremri röð f.v.: Inga Vala Jónsdóttir, Kristjón Másson, Guðrún Haraldsdóttir, Guðni Þór Jónsson og Pippa. Aftari röð f.v.: Einar Kristinn Jónsson, Einar Ólafur Haraldsson, Björn og Tobbi – meistarinn sjálfur og æskulýðsleiðtoginn á Skólavörðustíg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.