Valsblaðið - 01.05.2013, Síða 86
86 Valsblaðið 2013
Starfið er margt
deildarliðinu Træff. Krummi Halldórsson var þá að þjálfa Træff
og bráðvantaði markmann. Ég var 3 ár hjá Træff í 1. deildinni
og gekk bara vel, fannst þetta mjög skemmtilegt en allt öðruvísi
en hér heima. Ég tók svo eitt ár í 3. deildinni á meðan ég var að
klára síðasta árið mitt í skólanum úti, en hætti svo ekki fyrr en
ég var orðin ólett af mínu fyrsta barni. Ég gæti alveg hugsað
mér að fara aftur út ef eitthvað rosalega flott og freistandi
myndi dúkka upp, segir Jenný.
Hvaða þýðingu hefur heimkoma Ólafs Stefánssonar á hand
boltann hér á landi að þínu mati og þá sérstaklega hjá Val?
„Það vekur að sjálfsögðu athygli að Óli komi heim og þjálfar í
íslensku deildinni. Ég held að það sé mikilvægt fyrir íslenskan
handbolta að þessar hetjur sem við eigum komi og vinni að upp-
byggingu íþróttarinnar hér á landi, hvort sem það sé með þjálf-
un eða með öðrum hætti. Fyrir mitt leyti hef ég fengið ákaflega
góðar æfingar sem tengjast mér í markinu frá honum Claes Hal-
gren, en það kemur einmitt til vegna Óla. Eins kemur Óli með
Ragga með sér og hefur Raggi sett upp prógrammið fyrir allan
líkamlega þáttinn fyrir kvennaliðið og eftir því sem ég hef heyrt
hafa stelpuranr verið mjög ánægðar,“ segir Jenný.
Hvernig gengur að samræma uppeldishlutverkið við hand
boltaæfingar og keppni? „Það gengur iðulega alltaf vel. Ég er
með frábæran stuðning frá minni fjölskyldu og maka. Samhliða
því er aðstaðan góð í Valsheimilinu þegar maður hefur þurft að
taka börnin með sér á æfingu. Það hefur verið boðið upp á pöss-
un og það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir þá iðkendur sem
eiga börn að geta nýtt sér það,“ segir Jenný sem er tveggja barna
móðir en margir leikmenn kvennaliðs Vals eru einnig í hennar
sporum.
Nú varstu kjörin íþróttamaður Vals 2012 og jafnframt besta
haldboltakonan hér á landi sama ár. Hversu mikilvægar eru
viðurkenningar af þessu tagi? „Það er rosalega gaman að fá
svona viðurkenningar, sérstaklega í ljósi þess að það er mikið af
flottum leikmönnum sem ættu líka skilið að hljóta þessar viður-
kenningar,“ segir Jenný þakklát og auðmjúk.
„Það eru margir sterkir einstaklingar
innan hópsins í Valsliðinu en við
höfum allar haft sömu sýn á það hvert
við stefnum og því höfum við náð
góðum árangri.“
Jenný fagnar innilega með Hrafnhildi
Ósk Skúladóttur einum af fjölmörgum
titlum í handbolta með Val.
Konni kóngur hefur lyft fjölmörgum
bikurum með Valsstelpunum í hand-
bolta á undanförnum árum og hér
lyftir hann sigurlaunum í
bikarkeppninni 2013.