Valsblaðið - 01.05.2013, Side 88

Valsblaðið - 01.05.2013, Side 88
88 Valsblaðið 2013 eftir Ragnildi Skúladóttur um er að einstaklingar á sama aldri taka út þroska á mismunandi tímum og það er ekki endilega sá sem er tæknilega bestur sem skarar fram úr á ákveðnum aldri, heldur sá sem er stærstur og sterkastur. Sá sem er lítill hættir mögulega snemma vegna lítilla líkamsburða og lítillar viður- kenningar, en hann hefur mögulega bestar líkamlegar og vitsmunalegar forsendur til að verða bestur þegar hann hefur náð full- um þroska. Með þessari nálgun, að veita öllum jafna viðurkenningu ættu allir að fá það á tilfinninguna að þeir skipti máli, að þeir tilheyri hópi og liðsheild og fái hvatningu um að halda áfram. Hvort að þetta er sú leið sem hentar í öllum íþróttagreinum eða í öllum fé- lögum er alls óvíst en það er öllum fé- lögum hollt að staldra aðeins við og velta því fyrir sér af hverju hlutirnir eru gerðir á þennan máta eða hinn og hvort hægt væri að gera þá einhvern veginn öðruvísi starfinu til bóta. Íþróttahreyfingin hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að vera of afreksmiðuð og sýna þeim sem ekki hafa áhuga eða getu til að skara fram úr lítinn áhuga. Í íþrótt- um þarf að vera pláss fyrir alla, það verða ekki allir meistaraflokksleikmenn hvað þá heldur landsliðs- eða atvinnu- menn. En íþróttahreyfingin hefur alltaf þörf fyrir góða leiðtoga, dómara og þjálf- ara, sjálfboðaliða og stuðningsmenn. Gefum öllum tækifæri og reynum að halda þeim sem lengst í íþróttum á þeirra eigin forsendum. Við gerum það með því að láta alla finna að þeir skipta máli. Ragnhildur Skúladóttir Það vakti þó nokkra athygli að á uppskeruhátið knatt spyrnu deildar Breiðabliks í haust voru ekki veitt einstaklings verðlaun í yngri flokkum heldur voru eldra árs iðkendur útskrifaðir upp úr flokkunum. Í þessum pistli er velt upp kostum og göllum þess að veita einstaklingsverðlaun í yngri flokkum Það er takmark margra barna og ung- linga sem stunda íþróttir að vinna til verðlauna. Því fylgir jafnan mikil gleði og ánægja, en að sama skapi geta von- brigðin orðið mikil við ósigur. Því yngri sem börnin eru því erfiðara eiga þau með að sætta sig við að fá ekki verðlaun eins og hinir. Börn og unglingar mæta á æf- ingar til að hitta vini sína og af því að það er skemmtilegt, en einnig til þess að auka hæfni sína og til að standa sig betur í næstu keppni. Þrátt fyrir að keppni sé ekki aðalatriðið í íþróttaiðkun barna og unglinga þá er hún órjúfanlegur hluti keppnisíþrótta enda hefur keppni fylgt íþróttaiðkun frá örófi alda. Í hópíþróttum er talað um að liðið geti aldrei orðið sterkara en veikasti hlekkurinn og því bera allir liðsmenn ábyrgð á að liðið standi sig vel. Það getur enginn einn leikmaður í flokkaíþrótt unnið leik upp á eigin spýtur heldur er það samanlagt vinnuframlag allra sem skiptir máli. Í stefnu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) um barna- og unglingaíþrótt- ir kemur fram að ekki eigi að veita börn- um yngri en 10 ára einstaklingsverðlaun heldur eigi allir þátttakendur að fá jafna viðurkenningu. Þessi stefna tók gildi árið 1997 og það tók tíma að aðlaga stefnuna að þeim hefðum sem höfðu skapast t.d. með því að hætta að kjósa markmann móts eða að veita markahæsta leikmanni sérstök verðlaun eins og tíðkaðist í yngstu flokkunum. Nú finnst flestum sjálfsagt að yngstu þátttakendunum sé hampað jafnt. Á uppskeruhátíðum félaga hefur það tíðkast að velja besta leikmanninn, þann efnilegasta og þann sem hefur tekið mest- um framförum en þó ekki fyrr en á 11. ári sem samræmist stefnu ÍSÍ. Nú hafa Blikar (Breiðablik) sem reka fjölmennustu knatt- spyrnudeild landsins, fallið frá því að verðlauna einstaklinga á uppskeruhátíð knattspyrnudeildar, en þess í stað útskrifa þeir eldra árið upp úr flokknum og veita öllum viðurkenningarskjal. Þessa breyt- ingu rökstyðja þeir með því að ómögulegt sé að taka einn einstakling út úr stórum hópi og segja „þú ert best(ur)“ eða „þú ert efnilegust/efnilegastur“. Með viðurkenn- ingarskjalinu útskrifar félagið einstakling- inn upp úr flokknum með þeim skila- boðum að það sem skipti höfuðmáli sé að halda áfram, leggja sig fram og gera ætíð sitt besta. Þessi breyting mæltist mjög vel fyrir hjá stjórn deildarinnar, foreldrum og ekki síst þjálfurum sem höfðu fram að þessu kviðið því að þurfa að velja einn einstakling úr stórum hópi iðkenda og jafningja. Breytingin náði til einstaklinga upp í 3. flokk en leikmenn í 2. flokki og meistaraflokki fengu áfram einstaklings- verðlaun. Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur áhuga á að halda verkefninu áfram og útfæra hugmyndina áfram. Það sem mælir með þessum breyting- Það skipta allir máli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.