Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 96
96 Valsblaðið 2013
Starfið er margt
eitt jafntefli og töpuðu einum leik. Þann-
ig 2. sætið í deildinni klárt og markmið-
inu náð. Liðið fór því í umspil um laust
sæti í úrslitakeppninni en mættu ofjör-
lum sínum og náðu ekki sigri þar. Í bik-
arkeppninni náðu stelpurnar að sigra í
32-liða úrslitum en á klaufalegan hátt
duttu þær út í 16-liða úrslitum. Flottur
vetur og mega stelpurnar í flokknum
vera stoltar af sjálfum sér fyrir glæsilega
frammistöðu.
Áhugi og ástundun: Margrét Vignis-
dóttir & Hrafnhildur Hekla Björnsdótt-
ir
Mestu framfarir: Alexandra Diljá
Birkisdóttir
Leikmaður flokksins: Tanja Geir-
mundsdóttir
4. flokkur karla
Tvö lið voru í 4. flokki karla í vetur, eitt
á eldra ári og eitt á yngra ári. Bæði liðin
spiluðu í 1. deild. Veturinn var strákun-
um erfiður þar sem mörg góð lið voru í
þeirra aldurshópi. Það sýndi sig í vetur
hversu sterk samheldni er í þessum hópi
en strákaranir voru allir tilbúnir að berj-
ast fyrir hvern annan. Bæði liðin náðu að
stela stigum af efstu liðunum og að vinna
nokkra sterka sigra. Áhuginn og metnað-
urinn hjá strákunum var mikill enda
mættu nánast undantekningarlaust allir á
allar æfingarnar. Mjög skemmtilegur og
lærdómsríkur vetur að baki. Það er alveg
ljóst að í þessum hópi eru margir efnileg-
ir drengir með bjarta framtíð bæði innan
sem utan vallar.
Áhugi og ástundun: Jökull Sigurðarson
Mestu framfarir: Alexander Jón Más-
son
Leikmaður flokksins: Ýmir Örn Gísla-
son
Magnúsarbikarinn: Vikingur Goði Sig-
urðarson
3. flokkur kvenna
Í 3. flokki kvenna æfðu 16 stúlkur í vet-
ur. Liðið spilaði 18 leiki á Íslandsmótinu
vann 15 en tapaði þremur leikjum, var
með 222 mörk í plús, endaði í 3 sæti.
4. flokkur kvenna
Flokkurinn var skráður með 2 lið til
keppni í upphafi móts, eitt lið á eldra ári
og eitt á yngra ári. Yngra liðið var skipað
leikmönnum fæddum 1998 en þar sem
fáir leikmenn voru að æfa úr þeim ár-
gangi var leitað til stelpna í 5. flokki líka.
Liðið var skráð í 2. deild og aðalmark-
mið liðsins var að bæta sig milli leikja.
Stelpurnar sýndu framfarir og þó að vet-
urinn hafi farið hægt af stað þá náðum
við því sem við ætluðum og stelpurnar
náðu að sigra þó nokkra leiki. Niðurstað-
an var því sú að liðið komst ekki í úr-
slitakeppnina. Liðið var einnig skráð í
bikarkeppnina en datt út í fyrstu umferð.
Það er ekki hægt að segja annað en að
mikill sigur sé að ná þeirri bætingu sem
stelpurnar sýndu ásamt því að Alexandra
Diljá, línumaður liðsins var valin í stóran
úrtakshóp í U-15 landslið Íslands. Gríð-
arlega flottur árangur hjá henni.
Stelpurnar í eldra liðinu byrjuðu vetur-
inn líka í 2. deild og var stefnan strax sett
á efstu tvö sætin í deildinni. Frameftir
vetri léku stelpurnar mjög flottan hand-
bolta sem skilaði sér í flottum sigrum.
Stelpurnar tóku gríðarlegum framförum,
ekki bara sem einstaka leikmenn heldur
einnig sem liðsheild. Í deildarkeppninni
léku stelpurnar 14 leiki, sigruðu 11 gerðu
Svanur Gestsson hefur áratugum saman
verið hluti af þeim fjölmörgu óeigin
gjörnu sjálfboðaliðum sem eru félaginu
afar dýrmætir.