Valsblaðið - 01.05.2013, Page 101
eftir Sigurð Ásbjörnsson
sinn síðasta leik en hefur vitaskuld
hvorki sagt skilið við Val né handbolt-
ann. Fúsi þjálfar stelpurnar í 5. flokki en
þess utan er hann í námi í íþróttafræði í
Háskólanum í Reykjavík. Hann er því
augljóslega ekki að hverfa úr íþróttunum.
En það var vel til fundið hjá stjórn hand-
knattleiksdeildar að kveðja Fúsa í hálf-
leik í gærkvöldi og gefa okkur stuðnings-
mönnum færi á því að þakka honum á
vellinum.
Um leið og við óskum Fúsa alls hins
besta á þessum tímamótum þá þökkum
við fyrir allt hans framlag á handbolta-
vellinum bæði með Val og íslenska
landsliðinu. Það er búið að vera frábært
að fylgjast með þér í gegnum árin.
Áður birt á valur.is
Þriðjudaginn 3. ágúst 1948 keppti 26 ára
gamall maður, Sigfús Sigurðsson, í kúlu-
varpi á Ólympíuleikunum í London. Í
forkeppninni kastaði hann 14,49 m og
var í hópi þeirra 12 sem komust í úrslit.
En enginn Íslendingur náði svo langt á
Ólympíuleikunum í London. Rétt um 60
árum síðar stóð barnabarn og alnafni
kúluvarparans á palli í Ólympíuleikunum
í Peking með silfurverðlaun um hálsinn
fyrir eitt fræknasta íþróttaafrek sem ís-
lenskt íþróttalið hefur náð. Við munum
öll eftir Fúsa og þessum frábæru afreks-
mönnum sem stóðu á verðlaunapalli í
Peking 2008.
En hvernig og hvenær munum við eftir
Fúsa? T.d. sem
• stórum bangsalegum strák í Hlíðunum.
• sigurvegara (með Óla Stefánsson) í
fyrsta götuboltamóti í körfu (tveir á
tvo)
• línumanni og varnarjaxli í Valsliðinu
• atvinnumanni með Magdeburg í
Þýskalandi
• atvinnumanni með Caja Cantabria og
Ademar Leon á Spáni
• atvinnumanni með Emstetten
• landsliðsmanni í 162 landsleikjum þar
sem hann skoraði 316 mörk
• þjálfara stelpna og stráka í yngri flokk-
um Vals
• í tilsögn um fjölbreytt og hollt matar-
æði til yngri krakka í handbolta
• með ábendingar um heilbrigðan lífsstíl
til yngri iðkenda
• tíðum gesti í grunnskólum Valshverfis-
ins til að kynna handboltann í Val
• gesti í grunnskólum víða um land til
að hvetja krakka til íþróttaiðkunar
• fulltrúa HSÍ í skólaheimsóknum til að
breiða út handbolta
• liðsmanni í heimsliðinu 2009
• leiðbeinanda, gestaþjálfara og fyrirles-
ara á handboltanámskeiðum út um allt
land.
Ekki ætla ég að skrifa minningargrein
um þann góða dreng þó svo að hann
standi á tímamótum. Fúsi hefur spilað
Þakklæti til Fúsa
Flugeldasala
Vals 2012
hlíðarenda
OPNUNARTÍMI
28. des. kl. 16–22
29. des. kl. 16–22
30. des. kl. 14–22
31. des., gamlársdag kl. 10–16