Valsblaðið - 01.05.2013, Qupperneq 105
Valsblaðið 2013 105
Starfið er margt
Frá hausti hafa í kringum 50 börn á aldr-
inum 2–5 ára mætt í íþróttaskóla Vals á
laugardagsmorgnum. Skólastjórar skól-
ans eru Ragnar Vignir íþróttafræðingur
og Sigrún Brynjólfsdóttir grunnskóla-
kennari.
Skólinn er aldursskiptur og eru 2–3 ára
krakkar hjá Sigrún og 4–5 ára krakkar
hjá Ragnari, þeim til aðstoðar eru stúlkur
úr 3. flokki kvenna í handbolta. Markmið
skólans er að auka við hreyfifærni barna,
efla þátttöku þeirra í hópastarfi og kynna
fyrir þeim þær þrjár boltagreinar sem eru
í boði hjá Val.
Krakkarnir hafa verið duglegir að
mæta og taka þátt í starfinu. Í lok hvers
tíma æfum við okkur að segja „Áfram
Valur“ og allir fá viðurkenningarmynd
með sér heim.
Skólinn verður áfram starfræktur eftir
áramót og hefst vetrarnámskeið 11. janú-
ar, einnig er hægt að byrja í skólanum
eftir að námskeiðið er hafið. Nánari upp-
lýsingar á www.valur.is
Fjölmennur Íþróttaskóli Vals í
vetur fyrir krakka á leikskólaaldri
Frá vinstri. Smári Þórarinson, Svala Þormóðsdóttir, Jón Sigfús Sigurjónsson, Guðmundur
Breiðjörð, Viðar Bjarnason íþróttafulltrúi Vals, Margrét Lilja Guðmundsdóttir og Hólm
fríður Sigþórsdóttir. Á myndina vantar Valtý Guðmundsson.
Barna og unglingaráð
Nýtt barna-og unglingaráð
hefur tekið til starfa hjá Val. Í
ráðið hafa valist foreldrar sem
eiga börn í öllum deildum
félagsins – knattspyrnu, hand-
knattleik og körfuknattleik
auk þess sem sum eru einnig
Fálkar og Valkyrjur. Í ráðinu
sitja 6 manns, Guðmundur
Breiðfjörð formaður, Hólm-
fríður Sigþórsdóttir, ritari,
Margrét Lilja Guðmundsdótt-
ir, Jón Sigfús Sigurjónsson,
Svala Þormóðsdóttir og Valtýr
Guðmundsson auk Viðars
Bjarnasonar, sem er íþrótta-
fulltrúi Vals og Smára Þórar-
inssonar sem er fulltrúi aðal-
stjórnar Vals í barna- og ung-
lingaráði.