Valsblaðið - 01.05.2013, Page 110
110 Valsblaðið 2013
Ungir Valsarar
Hverjar eru fyrirmyndir þínar í fót-
boltanum? „Ég á mér kannski engar
fyrir myndir sem ég lít upp til. En hins
vegar er Kári Árnason í miklu uppáhaldi
hjá mér akkúrat núna eftir að hafa staðið
sig frábærlega með landsliðinu í seinustu
leikjum, ætli hann komist ekki næst því.“
Hvað þarf til að ná langt íþróttum?
„Það sem þarf er bara þetta sem maður er
alltaf að heyra. Setja sér markmið, hugsa
um heilsuna og æfa, æfa og æfa. Æfa
endalaust. Ég get bætt mig í öllu. En ætli
betri tækni sé ekki númer eitt á listan-
um.“
Hverjir eru þínir framtíðardraumar í
fótbolta og lífinu almennt? „Ég velti
því ekkert of mikið fyrir mér. Helstu
framtíðarmarkmiðin í fótbolta eru að
verða betri í fótbolta en ég er núna og
vonandi vinna eitthvað með 2. flokki. Í
lífinu almennt hef ég ekkert planað
lengra en að útskrifast úr Menntaskólan-
um í Reykjavík.“
Hver er frægasti Valsarinn í fjölskyld-
unni þinni? „Ég sjálfur myndi ég halda.
Enginn annar hefur æft með Val.“
Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú
fengið frá foreldrum þínum í sam-
bandi við fótboltann? „Mjög fínan
stuðning. Þau reyna alltaf að mæta og
fylgjast með þegar þau geta og síðan er
ég alltaf að fá hrós frá þeim heima við,
sem er mjög hvetjandi. Stuðningur frá
foreldrum er mjög mikilvægur því það
eru þeir sem eiga að styðja við mann og
segja manni af hverju og hvernig hlutirn-
ir virka þegar maður er ungur og vitlaus.
Ef ekki þá rennir maður dálítið blint í
sjóinn.
Guðmundur er 16 ára og hefur æft fót-
bolta í rúmlega 5 ár og valdi Val af því
að hann býr í nágrenninu og Valur var
nýkrýndur Íslandsmeistari þegar hann
byrjaði að æfa.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að
fá Friðriksbikarinn? „Það var að nátt-
úrulega bara gaman, risastór bikar. Þetta
hefur mikla þýðingu, þetta er mikil
hvatning. Margir flottir strákar sem hafa
fengið hann á undan mér og ég er bara
virkilega ánægður að fá að vera einn af
þeim.“
Hvers vegna fótbolti, hefur þú æft aðr-
ar greinar? „Já ég hef alltaf æft íþróttir.
Byrjaði ungur í fimleikum, skipti síðan
yfir í frjálsar áður en ég áttaði mig svo á
að fótboltinn væri það eina sanna. Fót-
bolti er einfaldlega bara yndisleg íþrótt,
alveg gallalaus. Bara það að sparka í
bolta er frábær skemmtun.“
Hvernig gekk ykkur í sumar? „Við
tókum þátt í Íslandsmóti og bikar, féllum
því miður úr bikarnum strax. En okkur
gekk vel á Íslandsmótinu. Unnum riðil-
inn okkar, komumst í gegnum umspil en
töpuðum svo í undanúrslitunum. Hópur-
inn er mjög fínn, skemmtilegir strákar.
Höfum allir æft fótbolta lengi og þekkj-
umst vel. Líka mjög efnilegir, tveir í
landsliðinu og aðrir ekkert langt frá því.“
Hvernig eru þjálfarar þínir? „Við
fengum nýjan þjálfara, Jóhann Hreiðars-
son og Matthías Guðmundsson, algjörir
toppnáungar. Kenndu mér og öllum
strákunum heilan helling. Það eru fullt af
hlutum sem einkenna góðan þjálfara en
mikilvægustu hlutirnir myndi ég segja
væru að það sé þægilegt að tala við þá,
að skilaboðin séu skýr, þeir séu ákveðnir
og hvetjandi og svo auðvitað því meira
sem þeir þekkja íþróttina því betra.“
Skemmtileg atvik úr boltanum? „Í 3.
flokki fór ég til Englands sumarið 2012
sem var fáránlega gaman. Fullt af góðum
minningum þaðan. En í sumar fórum við
í ferð í kringum landið og spiluðum þrjá
leiki á Íslandsmótinu við Þór, Völsung
og Fjarðabyggð. Við unnum fyrstu tvo
leikina og tókst síðan á ótrúlegan hátt að
spila hræðilega en vinna Fjarðabyggð
samt og fara því með 9 stig heim, sem
var ekkert smá sætt. Mjög vel heppnuð
ferð.“
Fótbolti er
einfaldlega bara
yndisleg íþrótt
Guðmundur Gunnarsson er 16 ára og
leikur fótbolta með 2. flokki og fékk
Friðriksbikarinn á uppskeruhátíðinni í haust