Valsblaðið - 01.05.2013, Qupperneq 110

Valsblaðið - 01.05.2013, Qupperneq 110
110 Valsblaðið 2013 Ungir Valsarar Hverjar eru fyrirmyndir þínar í fót- boltanum? „Ég á mér kannski engar fyrir myndir sem ég lít upp til. En hins vegar er Kári Árnason í miklu uppáhaldi hjá mér akkúrat núna eftir að hafa staðið sig frábærlega með landsliðinu í seinustu leikjum, ætli hann komist ekki næst því.“ Hvað þarf til að ná langt íþróttum? „Það sem þarf er bara þetta sem maður er alltaf að heyra. Setja sér markmið, hugsa um heilsuna og æfa, æfa og æfa. Æfa endalaust. Ég get bætt mig í öllu. En ætli betri tækni sé ekki númer eitt á listan- um.“ Hverjir eru þínir framtíðardraumar í fótbolta og lífinu almennt? „Ég velti því ekkert of mikið fyrir mér. Helstu framtíðarmarkmiðin í fótbolta eru að verða betri í fótbolta en ég er núna og vonandi vinna eitthvað með 2. flokki. Í lífinu almennt hef ég ekkert planað lengra en að útskrifast úr Menntaskólan- um í Reykjavík.“ Hver er frægasti Valsarinn í fjölskyld- unni þinni? „Ég sjálfur myndi ég halda. Enginn annar hefur æft með Val.“ Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú fengið frá foreldrum þínum í sam- bandi við fótboltann? „Mjög fínan stuðning. Þau reyna alltaf að mæta og fylgjast með þegar þau geta og síðan er ég alltaf að fá hrós frá þeim heima við, sem er mjög hvetjandi. Stuðningur frá foreldrum er mjög mikilvægur því það eru þeir sem eiga að styðja við mann og segja manni af hverju og hvernig hlutirn- ir virka þegar maður er ungur og vitlaus. Ef ekki þá rennir maður dálítið blint í sjóinn. Guðmundur er 16 ára og hefur æft fót- bolta í rúmlega 5 ár og valdi Val af því að hann býr í nágrenninu og Valur var nýkrýndur Íslandsmeistari þegar hann byrjaði að æfa. Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að fá Friðriksbikarinn? „Það var að nátt- úrulega bara gaman, risastór bikar. Þetta hefur mikla þýðingu, þetta er mikil hvatning. Margir flottir strákar sem hafa fengið hann á undan mér og ég er bara virkilega ánægður að fá að vera einn af þeim.“ Hvers vegna fótbolti, hefur þú æft aðr- ar greinar? „Já ég hef alltaf æft íþróttir. Byrjaði ungur í fimleikum, skipti síðan yfir í frjálsar áður en ég áttaði mig svo á að fótboltinn væri það eina sanna. Fót- bolti er einfaldlega bara yndisleg íþrótt, alveg gallalaus. Bara það að sparka í bolta er frábær skemmtun.“ Hvernig gekk ykkur í sumar? „Við tókum þátt í Íslandsmóti og bikar, féllum því miður úr bikarnum strax. En okkur gekk vel á Íslandsmótinu. Unnum riðil- inn okkar, komumst í gegnum umspil en töpuðum svo í undanúrslitunum. Hópur- inn er mjög fínn, skemmtilegir strákar. Höfum allir æft fótbolta lengi og þekkj- umst vel. Líka mjög efnilegir, tveir í landsliðinu og aðrir ekkert langt frá því.“ Hvernig eru þjálfarar þínir? „Við fengum nýjan þjálfara, Jóhann Hreiðars- son og Matthías Guðmundsson, algjörir toppnáungar. Kenndu mér og öllum strákunum heilan helling. Það eru fullt af hlutum sem einkenna góðan þjálfara en mikilvægustu hlutirnir myndi ég segja væru að það sé þægilegt að tala við þá, að skilaboðin séu skýr, þeir séu ákveðnir og hvetjandi og svo auðvitað því meira sem þeir þekkja íþróttina því betra.“ Skemmtileg atvik úr boltanum? „Í 3. flokki fór ég til Englands sumarið 2012 sem var fáránlega gaman. Fullt af góðum minningum þaðan. En í sumar fórum við í ferð í kringum landið og spiluðum þrjá leiki á Íslandsmótinu við Þór, Völsung og Fjarðabyggð. Við unnum fyrstu tvo leikina og tókst síðan á ótrúlegan hátt að spila hræðilega en vinna Fjarðabyggð samt og fara því með 9 stig heim, sem var ekkert smá sætt. Mjög vel heppnuð ferð.“ Fótbolti er einfaldlega bara yndisleg íþrótt Guðmundur Gunnarsson er 16 ára og leikur fótbolta með 2. flokki og fékk Friðriksbikarinn á uppskeruhátíðinni í haust
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.