Valsblaðið - 01.05.2013, Side 111

Valsblaðið - 01.05.2013, Side 111
Valsblaðið 2013 111 Félagsstarf Kakópása á miðri æfingu Fyrstu helgina í febrúar var snjór á gervigras- velli okkar Valsara og mjög kalt í veðri. Hressir strákar í 5. og 6. flokki karla léta það ekki á sig fá og mættu galvaskir á æfingu – vel klæddir og hressir á sunnudagsmorgni. Á miðri æfingu birtist svo Jón Gunnar Bergs, ötull áhugamaður um yngri flokka starf félagsins færandi hendi með marga lítra af heitu súkkulaði. Strákarnir drukku kakóið með mikilli ánægju og myndaðist skemmtileg stemning í kuldanum. Þeir gátu þó ekki eytt of miklum tíma í þessa kærkomnu «kaffipásu» því þeir voru óþreyjufullir að hefja leik aftur á snævi þöktum vellinum og voru fljótir út á völl í sínar stöður eftir stutta myndatöku. Golfmót Vals fór fram á Urriðavelli með pompi og pragt föstudaginn 19. júlí og tóku 100 manns þátt í mótinu. Að venju var uppselt á mótið og færri komust að en vildu og veðrið var með besta móti þegar ræst var út um kl 13 á Urriðavelli. Úrslit voru eftirfarandi: Kvennaflokkur. 1. sæti Guðrún Árnadóttir Vel heppnað og fjölmennt golfmót Vals Sigurvegarar í golfmóti Vals 2013: Ingi Rafn Jónsson, Haukur Ragnarsson, Ragnar Davið Riordan, Guðrún Árnadóttir, Karl Jónsson, Anna S. Karls- dóttir, Ragnheiður Lárusdóttir, Pétur Georg Guðmundsson. 2. sæti Anna Carlsdóttir 3. sæti Ragnheiður Lárusdóttir Karlaflokkur. 1. sæti Ragnar Davið Riordan 2. sæti Haukur Ragnarsson 3. sæti Ingi Rafn Jónsson Golfmeistari Vals 2013 er Ragnar Davíð Riordan. Frábært Herrakvöld Vals Herrakvöld Vals var ákaflega vel heppnað í haust og Hörður Hilmarsson setti eftir- farandi stöðuuppfærslu á facebook til að lýsa stemningunni: Maður lét ekki veik­ indi vikunnar aftra sér frá því að mæta á árlegt Herrakvöld Vals í gærkvöldi. Þar var margt um manninn að venju, mikið einvalið gesta og dagskrá ekki af verri endanum. Stórsöngvarinn Egill Ólafsson fór á kostum, með himinskautum sögðu sumir, Einar Kárason sagði sögur af stakri snilld, Ari Eldjárn rúllaði salnum upp og fékk rólegustu menn til að veina úr hlátri. Samkomunni stýrði Valsmaður­ inn og leikarinn Þorsteinn Bachmann, sonur Bósa heitins (blessuð sé minning þess yndislega manns) af ljúfmennsku og léttleika. Punkturinn yfir i­ið var svo þeg­ ar iðnjöfurinn íturvaxni, Halldór Einars­ son, upphafsmaður herrakvöldanna og prímusmótor í skipulagningu þeirra og utanumhaldi steig á sviðið og tók gulu rósirnar 18 með bravör, við mikinn fögn­ uð viðstaddra og kippti síðan nokkrum söngelskum félögum upp á sviðið og gaf tóninn í Valsmenn léttir í lund. Þetta herrakvöld verður lengi í minnum haft og var félaginu til mikils sóma. TAKK DÓRI og félagar í herrakvöldsnefnd Vals fyrir frábært kvöld! Henson og Einar Kárason skemmtu sér vel á herra­ kvöldinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.