Valsblaðið - 01.05.2013, Page 112
112 Valsblaðið 2013
Minningar
við hvað þú varst hláturmildur að maður
tali nú ekki um að þú ert búinn að fá
samferðafólk þitt til að hlæja með þér
alla ævina þá hefðir þú átt að ná að verða
a.m.k. hundrað ára. Þú sagðir stundum
að miðað við þyngd mína ætti ég að vera
225 cm á hæð og kallaðir mig þúsund-
fætlu sem hafði með hlaupastílinn að
gera, sagðir að ég hefði hermt eftir Mike
England sem lék með Tottenham í gamla
daga. Ég benti þér nú á að þið Maradona
hefðuð báðir verið flinkir leikmenn en
Maradona átti það til að gefa boltann.
Endalaust varst þú upplagður að tryggja
léttleikann í kringum þig sem við vinir
þínir nutum góðs af alla tíð. Smá stríðni
og at í okkur og öðrum samferðamönn-
um í hárbeittum húmör sem sumir hefðu
jafnvel kallað einelti kallaði ég alltaf að
þú keyrðir á hugtakinu sókn er besta
vörnin. En þú áttir einnig þá hlið sem var
alvörugefinn og hugsandi. Sú hlið á þér
hugleiddi kjör og stöðu fólks sem ekki
fæddist í þennan heim með skilyrði til
þess að njóta lífsins til fullnustu. Fjöl-
margt af þessu fólki fann í þér banda-
mann, mann sem hafði tíma til að gefa af
sér og sem gat með brosinu og fallegu
orði glatt svo mikið. Fjöldi fólks sem
tókst á við margvíslega erfiðleika leitaði
til þín eftir leiðbeinandi hvatningu og fór
af fundi eða lauk símtali upplitsdjarfara
og bjartsýnna á að vinna mætti bug á
vandamálinu. þú gafst svo mörgum tíma
til að ræða við um lífsins refilstigu og
hvernig í ósköpunum þræða mætti hinn
gullna meðalveg. Þú gafst svo mikið og
uppskarst einnig mikið í myndarlegum
barnahópi sem þú sem betur fer fórst að
kynnast betur nú á síðustu árum. En eins
og þú varst nú flínkur í boltanum og áttir
auðvelt með að snúa af þér andstæð-
ingana þá tókst þér aldrei fullkomlega að
snúa af þér þá nöturlegu félaga Bakkus
og Nico. Ég fagnaði því ætíð þegar þú
sagðir frá fyrirhugaðri ferð vestur í
Haukadal til samvista við Unni, fóstru
þinni og þess góða fólks sem þú hittir þar
og með sama hætti var ég alltaf aðeins
sorgmæddur þegar þú tilkynntir ferð til
útlanda sem þú reyndar ræddir minna
um. Þegar þú sast löngum stundum í sæt-
inu hennar Beggu hérna á skrifstofunni
og ekkert var heimilið lengur og engin
var vinnan, sjóðir þurrausnir, þá sagði ég
við þig. Það hefur enginn tekið þína
stöðu í íslenskum fjölmiðlum og ef þú
heldur þér edrú þá kemur þetta allt til
baka. Ég hef svo sannarlega ekki alltaf
rétt fyrir mér en hafði það í þessu tilfelli.
Þú varst enginn businessmaður og sóttist
Hermann
Gunnarsson
fæddur 9. desember 1947
dáinn 4. júní 2013
Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Val
Í byrjun júní barst okkur sú harmafregn
að einn af okkar bestu drengjum, Her-
mann Gunnarsson væri látinn. Fréttin var
óvænt og okkur setti hljóða. Hermann
lék frá unga aldri knattspyrnu og síðar
handknattleik með Val í öllum flokkum
og náði einstökum árangri. Hann lék auk
þess landsleiki í báðum þessum greinum
og varð þriðji Íslendingurinn sem náði
þeim frábæra árangri. Auk þessa lék Her-
mann um tíma með meistaraflokki Vals í
körfuknattleik. Þessi árangur og fjöl-
hæfni sýnir meira en margt annað hversu
miklum hæfileikum Hermann var búinn
til keppni í íþróttum. En þess má geta að
hann á að baki 43 titla með Val. Her-
mann var í hópi marksæknustu knatt-
spyrnumanna Íslands frá upphafi og
skoraði alls 95 mörk á ferli sínum í efstu
deild og var sá leikmaður sem oftast hef-
ur skorað þrennu í leik eða alls níu sinn-
um. Hermann byrjaði að æfa með Val
ellefu ára gamall og hóf sextán ára að
leika með meistaraflokki félagsins í
knattspyrnu. Hann varð þrisvar sinnum
markakóngur Íslandsmótsins, tvisvar
sem leikmaður Vals og einu sinni með
ÍBA. Hermann varð fimm sinnum Ís-
landsmeistari með Val í knattspyrnu og
þrisvar sinnum bikarmeistari í knatt-
spyrnu með félaginu. Alls lék hann 144
leiki í efstu deild með meistaraflokki
félagsins í knattspyrnu og varð auk þess
Íslands- og bikarmeistari í handknattleik
með Val. Sína fyrstu landsleiki í knatt-
spyrnu og handbolta lék Hermann árið
1966, aðeins nítján ára gamall. Hann lék
23 landsleiki í knattspyrnu og skoraði í
þeim sex mörk og fimmtán landsleiki í
handbolta og skoraði 41 mark. Hermann
átti um tíma heimsmet í markaskorun í
handbolta eða sautján mörk sem hann
skoraði í leik gegn Bandaríkjunum 1966.
Hermann var einn þeirra leikmanna sem
stóð uppúr bæði utan vallar sem innan.
Það er hverju félagi mikill styrkur að
hafa innan sinna raða leikmann sem býr
yfir þeim fjölbreyttu hæfileikum sem
Hermann bjó yfir. Það er mikilvægt fyrir
íþróttahreyfinguna í heild sinni að hafa
einstaklinga sem skapa gleði með leik
sínum og eru öðrum hvatning. Með sanni
má segja að Hermann Gunnarsson sé
löngu orðinn goðsögn í heimi íþrótta á
Íslandi. Hermann var sæmdur heiðurs-
orðu Vals á 100 ára afmæli félagsins
2011. Þá heiðursnafnbót hljóta aðeins
þeir einstaklingar sem lengi hafa stuðlað
að og stutt við framgang Knattspyrnu-
félagsins Vals með ómetanlegu og óeig-
ingjörnu starfi, en það var það sem Her-
mann gerði nær daglega frá barnsaldri.
Hann hélt nafni félagsins á lofti hvenær
sem hann gat því við komið og lét sér
mjög annt um allt það starf sem fram fer
á Hlíðarenda. Hermann var ætíð reiðu-
búinn að leggja sitt af mörkum hvenær
sem eftir því var óskað. Í hvert sinn sem
Hermann mætti meðal Valsmanna ein-
kenndi ætíð nærveru hans léttleiki, hlátur
og sögur. Hermann Gunnarsson mun
ætíð skipa sérstakan sess í sögu félagsins
og hugum allra þeirra sem félaginu
tengjast. Knattspyrnufélagið Valur þakk-
ar Hermanni af miklum hlýhug fyrir allt
hans ómetanlega starf. Valsmenn eru
þakklátir fyrir að hafa átt samleið með
Hermanni Gunnarssyni þeim hjartahlýja
og góða dreng. Valur sendir innilegar
samúðarkveðjur til barna Hermanns,
systkina hans og ættingja vestur í Dýra-
firði. Góður Valsmaður og mannvinur er
genginn langt um aldur fram. Blessuð sé
minning Hermanns Gunnarssonar en hún
mun lifa meðal Valsmanna á Hliðarenda.
Hörður Gunnarsson
Formaður Knattspyrnufélagsins Vals.
Hermann Gunnarsson minningarorð
Þetta var nokkuð sem ég hafði vonað að
ekki kæmi til, ég að skrifa þér hinstu
kveðju. Við munum sem sagt ekki sitja í
ruggustólunum og rifja upp enn einu
sinni ævintýri liðinna ára. Það er stund-
um sagt að hláturinn lengi lífið og miðað