Valsblaðið - 01.05.2013, Page 113

Valsblaðið - 01.05.2013, Page 113
Valsblaðið 2013 113 Ólafur E. Rafnsson fæddur 7. apríl 1963 dáinn 19. júní 2013 Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Val Íþróttahreyfingin á Íslandi horfir nú á bak öflugum forystumanni. Við sem störfum innan íþróttahreyfingarinnar vit- um vel hvað það skiptir miklu máli að þeir sem leiða hreyfinguna njóti trausts og virðingar. Þessir eiginleikar ein- kenndu framkomu og störf Ólafs, en hann hafði einstaklega góða nærveru og hann náði vel eyrum og athygli íþrótta- hreyfingarinnar og þjóðarinnar allrar. Ólafur E. Rafnsson hefur um árabil verið í fararbroddi þróttmikils íþróttastarfs, bæði hér innanlands og einnig utan land- steinanna. Það skiptir allt starf íþrótta- hreyfingarinnar miklu máli að eiga og fá að njóta krafta manns eins og Ólafs sem bjó yfir miklum leiðtogahæfileikum, hafði framtíðarsýn fyrir hönd hreyfingar- innar og var ávallt tilbúinn að leggja allt sitt af mörkum til að efla íþróttalífið í landinu. Á alþjóðavettvangi var sóst eftir starfskröftum og hæfileikum Ólafs sem er mikil viðurkenning og hvatning fyrir hann og allt starf innan hreyfingarinnar hérlendis. Því stöndum við í þakkarskuld við Ólaf fyrir framsýni og alla þá vinnu sem hann lagði á sig í starfi sínu fyrir hreyfinguna. Ég vil fyrir hönd Knatt- syrnufélagsins Vals þakka Ólafi E. Raf- nssyni fyrir allt hans óeigingjarna starf fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi. Við sendum fjölskyldu hans innilegar samúð- arkveðjur frá okkur Valsmönnum – minning þessa góða drengs lifir á meðal okkar. Hörður Gunnarsson Formaður Knattspyrnufélagsins Vals aldrei eftir veraldlegum auði, vildir bara standa í skilum með þínar skuldbinding- ar, allt á hreinu, þannig vildir þú hafa það. Þú varst sannarlega hrifinn af Vest- fjörðum þar sem þú naust kyrrðar og næðis í ægifagurri íslenskri náttúru og vináttu sem var hrein og bein. Sönn vin- átta er fjársjóður og nýlegur póstur frá þér var svo falleg lesning að ég hreinlega táraðist við lesturinn og eins og góðum vini sæmir þá lét ég þig vita af því. Við erum báðir trúaðir svo það er auðvelt að sjá ykkur fyrir sér, þú og Beggi að gant- ast með okkur og Bósi að galdra, þannig að þið skiljið ekki upp né niður, ekki amalegur félagsskapur. Það mun taka langan tíma að meðtaka það að þú mætir ekki á Humarhúsið í hádeginu, að Litla Skráin hringi ekki lengur en endalausar minningar munu gera sitt besta að fylla upp í það stóra skarð sem orðið er. Ótal margir hafa misst svo mikið en orðspor þitt og minningin mun lifa um langan tíma. Vertu sæll kæri vinur og takk fyrir allt. Halldór Einarsson Stefán Halldórsson fæddur 16. mars 1959 dáinn 12. október 2013 Kveðja frá Gunnari Kristjánssyni „Ég á eftir að mala þig í dag.“ Þetta var alltaf fyrsta setningin hans Stebba vinar míns þegar við vöknuðum á morgnana í frægri golfferð um árið. Það var ekki leiðinlegt hjá okkur í þessari ferð, spilað golf allan daginn, drukkið og etið mikið. Jú og hann malaði mig alla ferðina, pínu mikið betri en ég í golfi. Ég kynntist Stebba fyrst þegar hann spilaði hand- bolta með HK, hann var einn af stofn- endum og burðarás. Síðan gekk hann í raðir okkar Valsmanna. Stefán var frábær handknattleiksmaður. Spilaði yfir 60 landsleiki og að auki marga leiki með yngri landsliðum. Á HM 21 árs og yngri 1979 þar sem meðal annars voru menn eins og Alfreð Gíslason og Kristán Ara í liðinu varð Stebbi næstmarkhæstur í mótinu aðeins Rússinn Karshakevich var markhærri en hann varð síðar meir besti handknattleiksmaður heims. Stefán komst í úrslitaleikinn í meistaradeild Evrópu með Val árið 1980 eftir að hafa unnið Atletico Madrid í undanúrslitum. Afrek sem aldrei hefur verið leikið eftir. Í undanúrslitaleiknum í Madríd fóru Stebbi og Brynjar Harðarson að leika sér í fótbolta í upphituninni fyrir framan troðfulla höll af trylltum Spánverjum, báðir með góða boltatækni. Við héldum að þakið myndi rifna af höllinni en allir Spánverjarnir stóðu upp og klöppuðu fyrir þeim, slíkir voru taktarnir. Í hófi eftir leikinn sagði Jesus Gilz forseti Atle- tico Madrid „I want to buy these 2 hand- ballplayers for my footballclub“. Á tímabilinu 1990–2000 eyddum við töluverðum tíma saman og sérstaklega kringum golfið. Þegar golfmót Vals var haldið þá sá Stebbi alltaf um grillið eftir mót. Ekkert mál að grilla fyrir 100 manns. Stefán var mjög bóngóður, eitt skiptið þegar tími var komin að mála litla húsið mitt þá sagði Stebbi „Ekkert mál, ég kem um helgina og við klárum þetta, hafðu bara nóg af bjór til“. Síðan kynnist hann Hjördísi sinni, ég hitti Stebba stuttu eftir þeirra kynni og Stefán ljómaði. Hann var ástfangin upp fyrir haus og hann var kominn á góðan stað. Það gladdi mig. Stefán þurfti akkeri eins og Hjördísi inn í sitt líf. Ég hitti Stebba síðast fyrir einhverjum mánuðum síðan á bensínstöð þar sem ég beið afgreiðslu og þá er kallað hátt og snjallt „Gunni Valsari“ ég leit við og sá engan, aftur var kallað „Gunni Valsari“ auðvitað var minn maður mættur að kalla og fela sig bak við hillurnar. Hann var alltaf að stríða manni. Stefán Halldórs- son var bara einstaklega skemmtilegur maður. Ég sendi mínar dýpstu samúðar- kveðjur til Hjördísar, allra barna Stefáns og móður. Ég endurtek orð Stefáns í fer- tugsafmæli mínu þar sem hann sagði „takk fyrir að vera vinur“. Minn kæri Stefán „sömuleiðis“. Gunnar Kristjánsson Minningar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.