Són - 01.01.2014, Side 149

Són - 01.01.2014, Side 149
Hin sjálfBirgu svör og efaHyggja Þorsteins frá Hamri 147 verði sagt og hins vegar um að menn eigi kost á öruggri vissu. Lík lega er rétt að túlka það sem hann segir um hin sjálfbirgu svör með hlið sjón af báðum gerðum efasemda. Þau svör sem í dag ilma af dásemd ná ekki utan um nærri allt sem máli skiptir og með tímanum heggur hafr ót ár- anna skörð í rökin þar til þau hætta að halda. Sjálf birgings háttur inn er líklega fólginn í því að viður kenna þetta ekki, heldur ráðskast með til- veruna eins og þekking okkar væri meiri og betri en hún er. Slíkt endar víst oft í „hatri, sprengjum og heimsku“ (Þorsteinn frá Hamri 2005:23). Þótt texti ljóðanna dugi ekki til að tengja efahyggju Þorsteins frá Hamri neinni tiltekinni heimspeki hefð er vert að halda því til haga að efa semdir hans um að menn geti fest hendur á sannleikanum eru tví- þættar og þessir tveir þættir voru báðir áberandi í efahyggju heimspek- inga á Vestur löndum mestalla síðustu öld. Annar þátturinn er vantrú á að menn geti vitað mikið með fullri vissu. Hinn er efasemdir um að hægt sé að tjá allan sannleikann með orðum. Hjá Þorsteini virðist vantrú af fyrrnefndu gerðinni gera ráð fyrir að um hvert efni sé einhver sannleikur til þótt menn geti ekki vitað, eða að minnsta kosti ekki verið vissir um, hver hann er. Það er ekki hægt að villa mönnum sýn nema eitthvað sé rétt og heldur ekki hægt að gefa sann leikann í skyn nema einhver sannleikur sé til og því síður er mönnum varnað vits nema það sé eitthvað að vita. Ljóðin sem hér hefur verið vitnað til sverja sig því fremur í ætt hreinnar og klárrar efa- hyggju en tómhyggju og afstæðishyggju sem voru enn fyrirferða meiri en efahyggjan í heimi skáldskapar og fræða á síðustu öld. Tóm hyggjan og afstæðis hyggjan hafna því raunar, þegar öllu er á botninn hvolft, að mönnum sé varnað vits um nokkurt efni, því þær boða ýmist að það sé ekkert að vita eða að hver og einn geti búið til full gildan sann leika fyrir sig. Um þetta hef ég fjallað nokkrum orðum (á bls. 35–8) í bók um heim spekilega efahyggju sem heitir Í sátt við óvissuna og út kom 2009. Efasemdir af síðari gerðinni eru þekktastar af bók eftir Ludwig Wittgen stein sem upphaflega kom út árið 1921 og bar þá titilinn Logisch– philosophische Abhandlung. Undir lok þessa torræða rits segir Wittgen stein að sumt verði ekki tjáð með orðum, það sýni sig, það sé hið dul ræna. Síðustu orð bókarinnar eru: „Wovon man nicht sprechen kann, darüber muß man schweigen“1 (Wittgenstein, 1961:150). Af þessari bók má ráða að Wittgenstein hafi talið það sem mestu varðar vera ósegjanlegt. Um tengsl Wittgensteins við efahyggjuhefðina hef ég fjallað í áðurnefndri 1 „Það sem maður getur ekki talað um, það verður maður að þegja um.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.