Són - 01.01.2014, Page 149
Hin sjálfBirgu svör og efaHyggja Þorsteins frá Hamri 147
verði sagt og hins vegar um að menn eigi kost á öruggri vissu. Lík lega
er rétt að túlka það sem hann segir um hin sjálfbirgu svör með hlið sjón
af báðum gerðum efasemda. Þau svör sem í dag ilma af dásemd ná ekki
utan um nærri allt sem máli skiptir og með tímanum heggur hafr ót ár-
anna skörð í rökin þar til þau hætta að halda. Sjálf birgings háttur inn er
líklega fólginn í því að viður kenna þetta ekki, heldur ráðskast með til-
veruna eins og þekking okkar væri meiri og betri en hún er. Slíkt endar
víst oft í „hatri, sprengjum og heimsku“ (Þorsteinn frá Hamri 2005:23).
Þótt texti ljóðanna dugi ekki til að tengja efahyggju Þorsteins frá
Hamri neinni tiltekinni heimspeki hefð er vert að halda því til haga að
efa semdir hans um að menn geti fest hendur á sannleikanum eru tví-
þættar og þessir tveir þættir voru báðir áberandi í efahyggju heimspek-
inga á Vestur löndum mestalla síðustu öld. Annar þátturinn er vantrú
á að menn geti vitað mikið með fullri vissu. Hinn er efasemdir um að
hægt sé að tjá allan sannleikann með orðum.
Hjá Þorsteini virðist vantrú af fyrrnefndu gerðinni gera ráð fyrir
að um hvert efni sé einhver sannleikur til þótt menn geti ekki vitað,
eða að minnsta kosti ekki verið vissir um, hver hann er. Það er ekki
hægt að villa mönnum sýn nema eitthvað sé rétt og heldur ekki hægt
að gefa sann leikann í skyn nema einhver sannleikur sé til og því síður
er mönnum varnað vits nema það sé eitthvað að vita. Ljóðin sem hér
hefur verið vitnað til sverja sig því fremur í ætt hreinnar og klárrar efa-
hyggju en tómhyggju og afstæðishyggju sem voru enn fyrirferða meiri
en efahyggjan í heimi skáldskapar og fræða á síðustu öld. Tóm hyggjan
og afstæðis hyggjan hafna því raunar, þegar öllu er á botninn hvolft, að
mönnum sé varnað vits um nokkurt efni, því þær boða ýmist að það
sé ekkert að vita eða að hver og einn geti búið til full gildan sann leika
fyrir sig. Um þetta hef ég fjallað nokkrum orðum (á bls. 35–8) í bók um
heim spekilega efahyggju sem heitir Í sátt við óvissuna og út kom 2009.
Efasemdir af síðari gerðinni eru þekktastar af bók eftir Ludwig
Wittgen stein sem upphaflega kom út árið 1921 og bar þá titilinn Logisch–
philosophische Abhandlung. Undir lok þessa torræða rits segir Wittgen stein
að sumt verði ekki tjáð með orðum, það sýni sig, það sé hið dul ræna.
Síðustu orð bókarinnar eru: „Wovon man nicht sprechen kann, darüber
muß man schweigen“1 (Wittgenstein, 1961:150). Af þessari bók má ráða
að Wittgenstein hafi talið það sem mestu varðar vera ósegjanlegt. Um
tengsl Wittgensteins við efahyggjuhefðina hef ég fjallað í áðurnefndri
1 „Það sem maður getur ekki talað um, það verður maður að þegja um.“