Són - 01.01.2014, Page 192

Són - 01.01.2014, Page 192
190 Náttúra ljóðsins er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Doktorsritgerð um kveðskapargreinar og samfélag á 17. öld Þórunn Sigurðardóttir varði doktorsritgerð sína 7. mars 2014. Ritgerðin ber heit- ið Heiður og huggun – Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld og var gefin út af Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands. Tækifæriskvæði af ýmsu tagi voru afar vinsæl kveðskapartegund á árnýöld, þótt ekki sé hægt að merkja það í ritum um íslenska bókmenntasögu. Dálítið er þó fjallað um erfiljóð í bókmenntasögunni en allt er það á eina lund, kvæðin eru sögð fábrotið lof um hinn látna í ljósi kristilegra dyggða, laus við allt raunsæi og djúp næmar tilfinningar. Þórunn notar m.a. kenningar um bókmenntagreinar (e. genre theory) til að endur skilgreina erfiljóð frá 17. öld og jafnframt aðskilja sum kvæði sem ort voru að samtíma mönnum skáldanna látnum frá hefðbundnum erfiljóðum. Þessi kvæði sýnir hún fram á að tilheyri öðrum kvæða greinum, enda sé tilgangur þeirra og hlut verk annað en erfiljóða, og framsetning þeirra efnisþátta sem ein kenna allar huggunar bók menntir árnýaldar önnur. Þessar kvæðagreinar kallar hún harm ljóð og huggunar kvæði, og sýnir fram á að það skiptir máli fyrir lestur, skiln ing og túlk un á kvæðunum hvaða kvæðagrein miðað er við. Erfiljóð voru fyrst og fremst ort til heiðurs hinum látna og fjölskyldu hans. Í þeim er sagt frá lífi hins látna í þriðju persónu frásögn. Harmljóð eru aftur á móti í fyrstu persónu, þar sem ljóð mælandi fjallar um ástvina missi sinn. Með harm ljóðum er þeim sem misst hafa ástvin sinn látið í té tæki (texta í bundnu máli) til að vinna úr sorginni. Þau eru eins konar sálfræði meðferð í bundnu máli. Huggunar kvæði eru í formi ávarps vinar þeirra sem misst hafa ástvin sinn, þar sem hann mælir til þeirra huggunar- orðum. Rannsakað var úr hvaða jarðvegi kvæðagreinarnar eru sprottnar og hvaða bók- mennta legar hefðir liggja þeim til grundvallar, en einnig það félagslega um hverfi sem þær tilheyrðu. Með aðferðum nýsöguhyggjunnar (e. new historicism) var sýnt fram á að kvæði sem ort voru í tilefni af andláti einstaklinga hafi haft ákveðnu félags legu hlutverki að gegna sem lýtur bæði að skáldunum sem ortu kvæðin, þeim sem ort var um og þeim sem kvæðin voru ætluð. Þetta hlutverk hafi enn fremur tengst bæði félags legu og menningar legu valda kerfi sem birtist bæði í efni kvæð anna og formi. Kvæðagreinarnar eru einnig notaðar til að sýna hin beinu og sterku tengsl samfélags og bók mennta á árnýöld og hversu mikilvægar þær voru fyrir mannlíf og menningu í landinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.