Són - 01.01.2014, Blaðsíða 192
190
Náttúra ljóðsins er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka
og rita almenns efnis.
Doktorsritgerð um kveðskapargreinar og samfélag á 17. öld
Þórunn Sigurðardóttir varði doktorsritgerð sína 7. mars 2014. Ritgerðin ber heit-
ið Heiður og huggun – Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld og var gefin út
af Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands.
Tækifæriskvæði af ýmsu tagi voru afar vinsæl kveðskapartegund á árnýöld, þótt
ekki sé hægt að merkja það í ritum um íslenska bókmenntasögu. Dálítið er þó
fjallað um erfiljóð í bókmenntasögunni en allt er það á eina lund, kvæðin eru
sögð fábrotið lof um hinn látna í ljósi kristilegra dyggða, laus við allt raunsæi og
djúp næmar tilfinningar.
Þórunn notar m.a. kenningar um bókmenntagreinar (e. genre theory) til að
endur skilgreina erfiljóð frá 17. öld og jafnframt aðskilja sum kvæði sem ort voru
að samtíma mönnum skáldanna látnum frá hefðbundnum erfiljóðum. Þessi kvæði
sýnir hún fram á að tilheyri öðrum kvæða greinum, enda sé tilgangur þeirra og
hlut verk annað en erfiljóða, og framsetning þeirra efnisþátta sem ein kenna allar
huggunar bók menntir árnýaldar önnur. Þessar kvæðagreinar kallar hún harm ljóð
og huggunar kvæði, og sýnir fram á að það skiptir máli fyrir lestur, skiln ing og
túlk un á kvæðunum hvaða kvæðagrein miðað er við. Erfiljóð voru fyrst og fremst
ort til heiðurs hinum látna og fjölskyldu hans. Í þeim er sagt frá lífi hins látna
í þriðju persónu frásögn. Harmljóð eru aftur á móti í fyrstu persónu, þar sem
ljóð mælandi fjallar um ástvina missi sinn. Með harm ljóðum er þeim sem misst
hafa ástvin sinn látið í té tæki (texta í bundnu máli) til að vinna úr sorginni. Þau
eru eins konar sálfræði meðferð í bundnu máli. Huggunar kvæði eru í formi ávarps
vinar þeirra sem misst hafa ástvin sinn, þar sem hann mælir til þeirra huggunar-
orðum.
Rannsakað var úr hvaða jarðvegi kvæðagreinarnar eru sprottnar og hvaða bók-
mennta legar hefðir liggja þeim til grundvallar, en einnig það félagslega um hverfi
sem þær tilheyrðu. Með aðferðum nýsöguhyggjunnar (e. new historicism) var sýnt
fram á að kvæði sem ort voru í tilefni af andláti einstaklinga hafi haft ákveðnu
félags legu hlutverki að gegna sem lýtur bæði að skáldunum sem ortu kvæðin,
þeim sem ort var um og þeim sem kvæðin voru ætluð. Þetta hlutverk hafi enn
fremur tengst bæði félags legu og menningar legu valda kerfi sem birtist bæði í efni
kvæð anna og formi. Kvæðagreinarnar eru einnig notaðar til að sýna hin beinu og
sterku tengsl samfélags og bók mennta á árnýöld og hversu mikilvægar þær voru
fyrir mannlíf og menningu í landinu.