Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 6
Formáli
Á 33. Kirkjuþingi, sem var haldið dagana 15.-24. október 2001, voru lögð fram 26
mál. Fjögur þeirra voru afgreidd með starfsreglum um breytingu á eldri starfsreglum.
Þá var samþykkt tillaga að starfsreglum um brevtingu á mörkum
vígslubiskupsumdæma, þannig að Múla- og Austíjarðaprófastsdæmi færast í umdæmi
vígslubiskups á Hólum. Sú mikla breyting þarf síðan að koma til endanlegrar
afgreiðslu á nýkjörnu Kirkjuþingi á næsta ári. Verði hún þá samþykkt þar óbreytt
tekur hún gildi í ársbyijun 2003.
Þrettán ályktanir voru samþykktar, ásamt tillögum um reglur um Strandarkirkju, en
kirkjumálaráðuneytið hefur falið Kirkjuráði að annast málefni hennar, og
skipulagsskrá fyrir kirkjumiðstöðina við Vestmannsvatn í Aðaldal. Emiffemur var
samþykkt tillaga að reglugerð um ábyrgðir Jöfnunarsjóðs sókna, sem verður send
kirkjumálaráðimeytinu til staðfestingar. Lagt var til í tillögu að frumvarpi til laga um
brottfall laga um kirkjubyggingarsjóð, sem óskað var eftir að kirkjumálaráðherra flytji
á Alþingi, að eignir sjóðsins renni til ábyrgðardeildarinnar, enda hefur ekkert fé verið
veitt til hans á ijárlögum um árabil.
Kirkjumálaráðherra lagði fyrir Kirkjuþing frumvarp til laga mn breytingu á lögum mn
kirkjugarða, greftrun líka og líkbrennslu. Kirkjuþing mælti með samþykkt þess með
nokkrum breytingum. Frumvarp til laga um breytingu á skipun presta var ekki enn
talið tímabært og þremur öðrum málum var einnig vísað frá. en tveimur vísað til
Kirkjuráðs.
I Gerðum Kirkjuþings er hér á eftir birt endanleg afgreiðsla þeiiTa mála, sem þingið
samþykkti. Öll málin frá Kirkjuráði og flest önnur voru afgreidd samhljóða. Á vef
Kirkjuþings, sem var opnaður í byrjun þingsins, www.kirkjan.is/kirkjuthing, er hins
vegar hægt að finna málin eins og þau vom lögð fram, ásamt umræðum,
nefndarálitum og breytingartillögum, bæði þau sem voru samþykkt og vísað frá.
Allmikið var rætt um undirbúning mála fyrir Kirkjuþing og voru allir sammála um, að
mikilvægt sé að vanda hann eins og kostur er. Það skiptir miklu máli að geta kannað
hvaða hljómgrunn þau mála eiga, sem lögð eru fyrir Kirkjuþing. Þar var meðal annars
bent á héraðsfundi sem æskilegan vettvang til þess. Tillaga kom fram um að
allsherjar-, fjárhags- og löggjafarnefndir Kirkjuþings starfi á milli þinga. Forseti lýsti
því þá yfir að hann væri reiðubúinn að nýta heimild starfsreglna um að kalla þær
saman í samráði við formenn nefndanna. Yrði það þá gert nokkrum vikum fyrir næsta
þing til að fara yfir og koma fram með ábendingar við þau mál, sem leggja á fram á
þinginu. Það er þá þörf á að þau hafi borist Kirkjuráði nokkru áður, svo að tóm gefist
til að fara yfir þau og veita skýringar á þeim.
Það er mikilvægt að reyna að meta þann árangur, sem Kirkjuþingi hefur tekist að ná
með störfum sínum á þessu fyrsta kjörtímabili með hinni nýju skipan. Væntanlega
mun Kirkjuráð taka það til athugunar, en æskilegt er að sem flestir taki þátt í því,
starfsmenn kirkjunnar, sóknamefndir og héraðsfundir. Þá verði ekki eingöngu bent á
það sem vel hefur tekist, heldur ekki síður það sem vantar og úrræði til að bæta úr því.
Slíkt samstarf getur haft margfalt gildi.
Jón Helgason, forseti Kirkjuþings
2