Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 7

Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 7
Ávarp biskups íslands Kirkjumálaráðherra, frú Sólveig Pétursdóttir, forseti Kirkjuþings, Jón Helgason, biskupar, heiðruðu Kirkjuþingsfulltrúar og gestir. Verið velkomin til Kirkjuþings 2001. Ég þakka messuna í Dómkirkjunni í gærkveldi, prédikun sr. Péturs Þórarinssonar, altarisþjónustu sr. Hjálmars Jónsonar, Dómkirkjuprests, söng barna úr barnakórum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, og stjórn og orgelleik Gróu Hreinsdóttur og annarra stjórnenda. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar þakka ég veitingar í safnaðarheimilinu og elskuleg samskipti, Guð blessi það allt sem við fengum þar að njóta og nema. Ég þakka góðar móttökur hér í Grensáskirkju og hlakka til að vera hér með þinghaldið í þessum rúmgóðu húsakynnum. I skugga hermdarverka Þriðjudagurinn 11. september er öllum í fersku minni. Dagurinn sem breytti heimsmynd okkar. Viðbrögð kirkjunnar voru skjót, hún opnaði helgidóma sína og bauð til bænastunda. Ég undraðist þann fjölda fólks sem gekk fram kirkjugólfið, tendraði lítil bænaljós og lagði í kórtröppurnar. Bænaljósin brunnu þar og mynduðu brátt ljósahaf, ljós samstöðu, ljós vonar, ljós trúar, gegn myrkraöflum sundrungar, örvæntingar, mannfyrirlitningar. Ég undraðist manníjöldann í helgidóminum. Þar mátti sjá þverskurð þjóðarinnar, unga og gamla, unga jafnvel í meirihluta, foreldra með börn á armi eða við hönd sér, tendra bænaljósin, snortin, slegin yfir skelfilegum voðaverkum í íjarlægu landi. Fjarlægu, en þó svo undur nærri, framandi álfu, en þó við hjartastað okkar eigin heims og menningar. Helgidómurinn varð vettvangur samstöðunnar og eflingar lífsins með orði og atferli trúar og vonar. Grimmdin sem hermdarverkin bera með sér er okkur óskiljanleg. Og harmurinn og reiðin hrópa í himininn. Okkur hefur verið sýnt í tvo heimana. Bandaríkin hafa gripið til aðgerða gegn hryðjuverkum. Árásirnar í Afganistan voru væntanlega óumflýjanlegar. En hörmulegt til að vita að ekki skyldi takast að fmna aðrar leiðir eftir pólitískum eða diplomatiskum farvegum. Beiting hervalds bitnar helst og fremst á saklausu fólki og getur leitt til enn dýpri andstæðna og langvinnari átaka, og kynt undir keðjuverkun haturs og hefnda. Þungvægum og alvarlegum spurningum er beint að talsmönnum trúarinnar. Spurningum um þátt trúarbragða í þessu, um islam og kristni, um ofbeldi, stríð og trú, um endurgjald og fyrirgefningu. Samtal milli trúarbragðanna hefur aldrei verið mikilvægara en nú, samtal sem leiði til skilnings og gagnkvæmrar virðingar. Samtal sem byggir á þeirri forsendu að við erum öll skyldug til að leggja okkar að mörkum að byggja betri heim, samtal sem leitast við að styrkja sameiginlegan siðgæðisgrundvöll mannlegs samfélags, þar sem góðvild og umhyggja er í fyrirrúmi, miskunnsemi, frelsi, réttlæti og friður. Hermdarverkin vestra afhjúpuðu varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélags. Jafnvel ekki voldugasta þjóð veraldar getur varið sig og sína gegn slíku illvirki. Hver er óhultur? Enginn er óhultur þegar hið illa, djöfullega, lætur til skarar skríða. Mannanna börn eru varnarlaus. Og algjör vörn og fullkomið skjól gegn allri vá fæst ekki nema á kostnað mennskunnar. Megineinkenni og grundvallarforsenda lýðræðisins er hið opna samfélag sem hvílir á gagnkvæmu trausti borgaranna og milli stjórnenda og þegna. Við viljum ekki þá algjöru vernd sem alræðis og lögregluríkið eitt getur boðið. Við vitum að vernd og athvarf mennskunnar er fólgið í öðru. Guð varð í Jesú Kristi varnarlaust bam til að frelsa heiminn frá valdi syndar, upplausnar og eyðingar. Þess vegna er von jafnvel þegar illska og ofbeldi ræðst gegn okkur, og þegar 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.