Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 9
erfðarannsóknum. Hvert leiða þær? Því meiri sem máttur mannsins er þeim mun
þyngri er ábyrgð hans. Það er margt sem bendir til þess að siðferðisþroski mannsins sé
langt að baki möguleikum vísinda og tækni. Rannsóknir á stofnfrumum geta leitt til
stórkostlegra byltinga varðandi lækningar á sjúkdómum sem áður voru ólæknandi.
Rætt er um möguleika á einræktun stofnfruma í lækningaskyni en jafnvel einræktun á
fólki. Hér vakna gríðarlega mikilvægar spurningar sem þegar allt kemur til alls snerta
mannskilning okkar og mat á manngildinu. Verður unnt að samræma
grundvallarkröfur kristins mannsskilnings og frelsi vísindanna? Það er afar brýnt að
svo verði.
Framfarir í fósturgreiningum hafa opnað mikla möguleika á að greina snemma á
fósturstigi sjúkdóma, fötlun og frávik í litningum. Nú er hægt að grípa inn í og koma í
veg fyrir alvarlega sjúkdóma. En þessi tækni gerir líka mögulegt að velja úr
einstaklinga á fósturstigi, og koma í veg fyrir að þeir lifi, einstaklinga sem hugsanlega
gætu orðið byrði á samfélaginu. Við verðum að gefa þessu gaum og spyrja og leita
svara við þeim siðferðilegu spurningum sem vakna: Viljum við slíkt samfélag, þar
sem aðeins hið "hrausta" og "heilbrigða" fær líf? Nei. Okkur ber að standa vörð um
mannhelgina, og gildi sérhvers einstaklings í margbrotnu litrófi mannlífsins. Okkur
ber að leggja áherslu á virðingu fyrir manngildinu, sem er óháð heilsu, þreki, aldri,
andlegum og líkamlegum kröftum. Það kennir frelsarinn, hann sem benti á barnið og
sagði: "Nema þér verðið eins og börnin komist þér alls ekki inn í himnaríki." Barnið
sem hann benti á var áreiðanlega ekki alfullkomið undrabarn eins og við sjáum á
biblíumyndunum. Miklu fremur þroskaheft barn, barn með Downs heilkenni,
fjölfatlað barn eða geðfatlað barn. Barn sem við viljum helst ekki sjá. Jesús bendir
okkur á barnið og að sérhvert mannsbarn er lifandi sál, Guðs gjöf, einstæð og dýrmæt.
Þetta viðhorf er eitt hið mikilvægasta sem kristin trú hefur lagt menningu
heimsbyggðarinnar til. En það þarf alltaf að berjast fyrir því! Hér liggur frammi
ályktun Landssamtakanna Þroskahjálpar um snemmómskoðanir og ég hvet
Kirkjuþingsmenn til að kynna sér hana. Þar segir: "Það viðhorf sem er að baki þessurn
rannsóknum er ekki til þess fallið að auka virðingu fyrir fólki með fötlun, sem hefur
sama rétt til lífsins og aðrir. Sérstaklega á þetta við um fólk með litningafrávik eins og
Downs heilkenni." Og:"Landssamtökin Þroskahjálp álíta að snemmómskoðun fyrir
allar þungaðar konur til að leita að litningfrávikum varði manngildið í okkar
þjóðfélagi." Þessi orð eru sett fram að undirlagi foreldra fólks með Downs heilkenni
sem fínnst vegið að börnum sínum. Tökum þessi varnaðarorð til okkar. Hvetjum
stjórnvöld til að fara sér hægt í þessum efnum.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt aðildarríki sín til að taka upp umræður um
þessar siðferðisspurningar. Þjóðkirkjan, prestar hennar og guðfræðingar verða að taka
virkan þátt í því samtali. Eg hef hug á því að Þjóðkirkjan bjóði fram vettvang fyrir
samtal um siðfræði lífvísindanna. Það eru engin einföld svör í þessum efnum. En
kirkjunni ber að halda fram grundvallaratriðum kristins mannskilning um eilíft gildi
sérhvers einstaklings. Ef við hvikum frá því þá verður það til stórtjóns fyrir menningu
okkar og siðgæði. "Veldu þá lífið, til þess að þú og niðjar þínir megi lifa."
Kirkjuþing
Þegar Kirkjuþing kemur saman að þessu sinni er það hið síðasta á kjörtímabilinu.
Kirkjuþing hefur unnið þrekvirki við að setja Þjóðkirkjunni starfsreglur á gnmdvelli
kirkjulaganna. Er því starfi að miklu leyti lokið þótt starfsreglur verði jafnan í
endurskoðun. En jafnframt lifum við nú tíma hinnar innri uppbyggingar kirkjunnar,
eflingar þeirra starfsþátta sem styrkja samstöðu kirkju og þjóðar, leiða sókn kirkjunnar
5