Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 12
Starfsmannastefna kirkjunnar
Hér á Kirkjuþingi verður lögð fram Starfsmannastefna kirkjunnar. Það er
metnaðarfullt plagg sem annars vegar er lýsing á því sem stofnanir kirkjminar hafa
leitast við að halda fram í starfsmannahaldi sínu. hins vegar markmiðslýsing varðandi
það hvernig vinnustaður og starfsumhverfi hin evangelisk lútherska kirkja á að vera,
stofnanir hennar, embætti og sóknir. Markmið starfsmannastefnunnar er að stuðla að
því að Þjóðkirkjan hafi á að skipa hæfu og áhugasömu starfsfólki og veiti því sem
bestu skilyrði og stuðning til að helga starfskrafta sína hinum ijölþættu verkefnum
sem starfsemi kirkjunnar krefst. Starfsmannastefnan lýsir vilja kirkjmmar til að vera
góður vinnustaður, þar sem gott starf er unnið af áhugasömu, samstilltu og ábyrgu
fólki í anda jafnræðis og jafnréttis. Þetta er heildarstefnumörkun til hvatningar og
leiðbeiningar fyrir sóknir, stofnanir og embætti Þjóðkirkjunnar. Framundan er svo
mikið starf í hinum mismunandi stofnunum og embættum að vinna að deilistefnu sem
snertir viðkomandi starfsfólk sérstaklega.
Símenntun.
Starfsefling og símenntun er veigamikill þáttm í starfsmannastefnu og eitt
forgangsverkefni kirkjunnar um þessar mundir. Aætlun vinnuhóps mn símenntun
presta liggur hér ffammi. Mikilvægt er að stefna að því að starfsefling og símenntun
standi starfsfólki kirkjunnar almennt til boða.
Vinnuhópminn gerir ráð fyrir, að auk símenntunar í guðfræði, jafnt fræðilegri sem
kennimannlegri, njóti vígðir þjónar kirkjunnar starfshandleiðslu og hafi aðgang að
trúarlegri leiðsögn og sálgæslu. Eg vil taka undir mat nefndarinnar að kirkjustjórnin
hafi í þeim efnum sömu hagsmuna að gæta og þjónar kirkjunnar. Handleiðsla presta
og djákna er komin í góðan farveg og er ánægjulegt hve vel fólk nýtir sér hana.
Starfsgæðasamtöl eru orðin fastur liðm í vísitasíum og hef ég hvatt prófasta til að hafa
slík samtöl við presta sína og djákna reglubundið. Vísindasjóðm Prestafélagsins og
námsleyfakvóti presta er mikilvægur þáttm í að símenntun verði að veruleika. Eg hef
viljað efla prestastefnu sem vettvang fyrir símenntun, guðfræðiumræðu og
uppbyggingu presta og djákna í starfi. Stuðla þarf að reglubundnum námskeiðum,
guðfræðidögum og menntunartilboðum í landshlutunum. Skálholtsskóli og
Löngumýri og kirkjumiðstöðvarnar munu þar gegna mikilvægu hlutverki og við
þurfum að notfæra okkm þá möguleika sem eru til staðar í símemitunai-setmm
nágrannakirkna okkar og okkm standa til boða. Mikilvægt er að fmna leiðir til að
hvetja presta til að nýta sér slík tækifæri, að þau séu prestum ekki aðeins að
kostnaðarlausu heldur feli í sér umbun með einhverjum hætti. Ég óska eftir því að
Kirkjuþing gefi mér umboð til þess að móta frekar tillögm í þessum efnunr fýrir næsta
Kirkjuþing.
Starfskjör presta
Starfskjör presta er mikilvægur þáttur í starfsmannastefnu kirkjunnai'. Hér liggja
frammi tillögm um breytingar á starfsreglum um embættiskostnað presta, sem ég
þakka þeim sem að hafa unnið og vænti góðrar samstöðu um þetta mikilvæga mál.
Það er afar mikilvægt að bæta kjör presta. Prestar eru óneitanlega neðarlega meðal
Háskólamanna hvað launakjör varðar. Þeir virðast ekki njóta umbunar vegna bakvakta
og er ekki greitt fýrir útköll, ein allra starfsstétta á íslandi í dag. Prestar gegna
mikilvægu hlutverki við sálgæslu og áfallahjálp. Sá þáttm í starfi presta hefur aukist
umtalsvert á undanförnum árum og ber margt til. Fjöldi sóknarbarna ræðm ekki
endilega úrslitum um þessi efni eða umfang starfssviðs hvers prests. Þjónusta
Þjóðkirkjunnar myndar eina heild um land allt - eins konar öryggisnet - og er með
8