Gerðir kirkjuþings - 2001, Qupperneq 15

Gerðir kirkjuþings - 2001, Qupperneq 15
þjónustu. Setja þarf reglugerð um ábyrgðardeild Jöfnunarsjóðs sókna í tengslum við lagasetninguna. Lög um breyting á Þjóðkirkjulögunum að því er varðar skipun sóknarpresta Á síðasta Kirkjuþingi var óskað álits Kirkjuþings á frumvarpi til laga er fól í sér að dóms- og kirkjumálaráðherra hætti afskiptum af skipun sóknarpresta og að biskup íslands skyldi skipa þá presta, sem og aðra presta. Kirkjuþing ályktaði að vísa þessu máli til prestastefnu. Þar komu fram skiptar skoðanir um málið, og varfærnislega ályktað að ekki væri tímabært að taka þetta skref. Eftir að hafa tekið málið til skoðunar að nýju, m.a. í ljósi álits prófessors í lagadeild Háskóla Islands og umsagnar guðfræðideildar Háskóla íslands, hef ég sannfærst æ betur um að rétt sé að leggja fram ffumvarp til laga að nýju, þar sem veitingarvaldið verði alfarið fært til biskups íslands. Tilfærslan á skipan þessara presta veldur engum þáttaskilum og þaðan af síður nokkrum úrslitum um samband ríkis og kirkju. Eg hef hvorki séð fram komin nein sannfærandi lögfræðileg rök né önnur veigamikil og haldbær rök, svo sem guðfræðileg, sem mæla gegn því að þessi breyting verði gerð. Hér er eingöngu um formlega breytingu að ræða sem ekki hefur í för með sér hina minnstu breytingu á réttarstöðu þeirra sóknarpresta, sem ráðnir verða eftir að lög þar að lútandi taka gildi. Breyting af þessu tagi er jafnframt liður í þeirri stefnumörkun Þjóðkirkjulaganna að veita Þjóðkirkjunni meira sjálfstæði. En eins og við lagasetningu Þjóðkirkjulaganna voru uppi raddir efasemdarmanna um hvort það væri þorandi. Þjóðkirkjan á að ganga með djörfung inn í nýtt árþúsund í þjónustu herra síns. Eg hef því ákveðið að leggja frumvarp hér að lútandi fyrir Kirkjuþing að nýju, þar sem verið er að færa eðlilegt hlutverk yfirstjórnar Þjóðkirkjunnar til hennar sjálfrar. Lög um breyting á lögum um kirkjugarða, o.fl. Nefnd sem ég skipaði snemma á þessu ári hefur verið að endurskoða vissa þætti í lögum um kirkjugarða, greftrun líka og líkbrennslu. Nefndin er mjög langt komin í störfum sínum, þótt álitaefnin sem skilgreind voru í skipunarbréfi til hennar hafa að mati nefndarinnar reynst umfangsmeiri og flóknari en ráð var fyrir gert. Ég stefni að því að leggja fram frumvarp hér að lútandi fyrir Kirkjuþingið á næstu dögum til kynningar og umsagnar í samræmi við ákvæði 23. gr. Þjóðkirkjulaganna. Mér þykir rétt og eðlilegt að skýra Kirkjuþingi frá því, að meðal atriða sem nefndin er sammála um að leggja til breytingar á, er að heimilað verði að ösku látinna manna verði dreift yfir sjó eða vötn eða óbyggðir, en slíkt er heimilt víða á Vesturlöndum þótt svo hafi ekki verið hér á landi, að nýtt svonefnt kirkjugarðaráð taki við störfum skipulagsnefndar kirkjugarðanna og stjórnar Kirkjugarðasjóðs, og að aukins samræmis skuli gæta þegar sveitarfélög leggja til land undir kirkjugarða og efni í girðingar og að settar verði viðmiðunarreglur í þessum efnum. Á árinu 1998 var samþykkt Jafnréttisáætlun fyrir Þjóðkirkjuna. Hún tekur mið af gildandi jafnréttislögum og stefnumörkun stofnana og stjórnvalda landsins og kirkjulegra alþjóðasamtaka sem Þjóðkirkjan er aðili að, svo sem Heimsráði kirkna og Lútherska heimssambandinu. Ég fagna því að margt hefur áunnist hjá Þjóðkirkjunni í þessum efnum á undanförnum árum. En betur má ef duga skal. Þegar ég lít hér út í salinn sé ég mjög fáar konur í hópi 21 Kirkjuþingsfulltrúa, reyndar aðeins eina konu. Ég hvet Þjóðkirkjuna til að rétta hlut kvenna innan kirkjunnar og vinna ötullega að framgangi þeirra markmiða sem hún hefur sett sér á grundvelli þingsályktunar frá Alþingi 1993 um framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna, þ.á m. að bæði kynin skuli eiga einn fulltrúa af þremur eða tvo fulltrúa af fimm í nefndum og ráðum kirkjunnar. 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.