Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 17

Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 17
Ávarp forseta Kirkjuþings Kirkjuþing kemur að þessu sinni saman á örlagatímum. Það er öllum ljóst af orðum og athöfnum síðasta mánaðar, að viðhorf og aðstæður í heiminum hafa skyndilega breyst. Á liðnu sumri voru víða vaxandi áhyggjur af því, að stærsta efnahags- og herveldi heims taldi sig geta dregið sig út úr þátttöku í ýmsu alþjóðasamstarfi, ráðstefnu um jafnréttismál og fleiri málefnum, þar sem það gæti treyst á mátt sinn og megin í krafti efnahags og stjörnustríðsáætlana. En með hinum hörmulegu atburðum 11. sept. hrundi þessi veröld í einu vetfangi til grunna. Blaðinu var algerlega snúið við og forystumenn þar eins og margra annarra ríkja lögðu aðaláherslu á, að til þess að bregðast við slíkum illvirkjum með árangursríkum hætti, þyrfti samstöðu og stuðning helst allra þjóða. Sem betur fer breyttist umræðan líka fljótt á þann veg, að allsherjarstríð gegn óvinunum væri ekki rétta leiðin, heldur væri breytt hugarfar grundvallaratriði til að ná varanlegum árangri, þar sem aðstoð við að draga úr hungri og fátækt væri m.a. mikilvægt úrræði. Vonandi koma atburðir síðustu viku ekki í veg fyrir að það viðhorf verði ríkjandi í verki í heiminum á komandi árum. Islendingar hafa af heilum hug heitið sínum stuðningi, enda jafnan verið eindregnir stuðningsmenn samstarfs og samvinnu við úrlausn vandamála. Það er sannarlega ómetanlegt ef baráttan við illvirkin verður háð með því að vinna að betra mannlífi. íslenska kirkjan brást líka skjótt við og sýndi samúð sína í verki þegar áfallið reið yfir. Það er íhugunarefni að ijármagnið til illvirkjanna er talið eiga uppruna sinn af hagnaði af sölu eiturlyfja, en fórnarlömbin, sem glata lífi, heilsu og hamingju vegna neyslu þeirra, eru að sjálfsögðu margfalt fleiri en þeir, sem féllu og særðust í hinni grimmdarlegu árás í síðasta mánuði. Það er því ekki síður ástæða til að herða baráttuna gegn framleiðslu og sölu þeirra með samstöðu og breyttu hugarfari. Umræðan, sem vaknaði hérlendis að gefnu tilefni á liðnu sumri, um hin mörgu börn og unglinga, sem eiga á hættu að lenda á glötunarvegi vegna vímuefnaneyslu, stóð samt aðeins í nokkra daga. Og umræðan varð lítil, þegar fyrir skömmu var sagt frá hundruðum unglinga á fermingaraldri, sem síðustu árin hafa komi til meðferðar vegna slíkrar neyslu. Það er hætt við að þungsótt verði að bæta ástandið, ef eftirspurnin heldur sífellt áfram að aukast, jafnvel þó að eitthvað verði reynt að herða glímuna við afleiðingarnar og fórnarlömbunum komið í felur. Á meðan yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar dýrkar vímuna og heldur uppi verklegri kennslu í neyslu hinna löglegu efna, verður vonlítið að koma í veg fyrir að vímuefnaneysla bitni á heilsu. hamingju og lífi barna og unglinga. Á þeim vettvangi hlýtur að gilda sama lögmálið og í baráttu hins sterka við hin miklu hryðjuverk, að ekkert vald megnar að vinna þar sigur nema að viðurkenna staðreyndir og ná nægilega öflugri samstöðu um að breyta hugarfari, sem verður í reynd að byggjast á grundvallaratriðum kristinnar kenningar um elskuna til guðs og náungans. Að hugsa meira um heill barnanna en eigin löngun og sjálfselsku. Kirkjunnar bíður þar því mikið hlutverk eins og á svo mörgum öðrum sviðum. 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.