Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 19

Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 19
Kirkjuþing 2001, sem var 33. kirkjuþing var haldið í safnaðarheimili Grensáskirkju dagana 15. til 24. október. A sunnudagskvöldi þann 14. október var messa í Dómkirkjunni í Reykjavík. Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands, þjónaði fyrir altari ásamt sr. Hjálmari Jónssyni, presti í Dómkirkjunni. Sr. Pétur Þórarinsson, prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi predikaði. Barnakórar úr kirkjum í Reykjavíkurprófastsdæmis eystra sungu undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, organista í Seljakirkju sem jafnframt var organisti við athöfnina. Kirkjuþing var sett mánudaginn 15. október kl. 10.00. Ræðutími þingfulltrúa Á síðasta Kirkjuþing var forsetum og formönnum nefnda falið að koma fram með tillögu um rýmkun á ræðutíma. Áður en umræður hófust gerði forseti grein fyrir því, að samkomulag hefði orðið um eftirfarandi tillögur um eftirfarandi hugmynd um beitingu heimildar 3. mgr. 24. gr. starfsreglna nr. 729/1998 til rýmkunar á ræðutíma á Kirkjuþingi 2001: Berist, áður en umræða um einstök dagskrármál hefst, ósk frá a.m.k. þremur fulltrúum, sem hafa málfrelsi á Kirkjuþingi, um að forseti noti heimild til rýmri ræðutíma enn kveðið er á um í þingsköpum, skal forseti verða við þeim í eftirfarandi tilvikum og með þessum hætti: Sé dagskrármál mjög umfangsmikið og efni þess þannig, að auðveldlega megi skipta því í tvo afmarkaða þætti, ákveður forseti, að umræða um umfangsminni þáttinn hefjist að lokinni framsöguræðu og henni ljúki áður en umræða um þann síðari hefst. Gildir þá hinn almenni ræðutími um seinni þáttinn, en ræðutími um þann fýrri verður fimm mínútur í fyrri umferð og þrjár mínútur í þeirri síðari. Séu tvö skyld en umfangsmikil mál rædd saman, lengist ræðutími í fyrri umferð að loknum framsöguræðum um fimm mínútur, en verður óbreyttur í þeirri síðari. Komi fram vilji til að ræða sérstaklega afmarkað efni í dagskrármáli, verði varið til þess allt að þijátíu mínúmm að lokinni framsöguræðu. Kveðji sér hljóðs fleiri en þrír, áður en þessi umræða hefst, skiptist sá ræðutími jafnt milli þeirra allra, en umræðunni lýkur með svari framsögumanns. Þessi tilhögun hefur að öðru leyti ekki áhrif á heimild forseta til breytinga á ræðutíma samkvæmt ákvæðum starfsreglna um þingsköp. 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.