Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 32

Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 32
ALYKTUN Kirkjuþing lýsir yfir ánægju með þær breytingar sem orðið hafa á starfsháttmn Kirkjuráðs. Skipulag er í fastari skorðum en áður. Ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri. Þá er miðlun upplýsinga til fulltrúa á Kirkjuþingi svo og til kirkjunnar allrar í gegnum kirkjuvefinn í góðu lagi. Nýr kirkjuvefur var opnaður á fyrsta degi Kirkjuþings. Þar er að fmna skýrar og skilmerkilegar upplýsingar um störf þingsins og framlögð mál. Auk þess hafa fjölmiðlar flutt fréttir af þinginu og haft viðtöl við einstaka þingfulltrúa. Allt er þetta liður í því að færa fólki upplýsingar um það, sem efst er á baugi hjá yfirstjórn kirkjunnar. Kirkjuþing tekur undir það mat Kirkjuráðs að óvarlegt hefði verið að breyta fyrirkomulagi kosninga til Kirkjuþings án þess að á það hafi reynt, sbr. nýmæli um tilnefningar sem er að fmna í 1. gr. starfsreglna um Kirkjuþing nr. 728/1998. Kirkjuþing álítur mikilsvert að unnið sé áfram að mótun starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing gerir athugasemd við tillögur urn hvernig afla skuli aukins fjár til að standa undir símenntun presta og annarra starfsmanna kirkjunnar eins og þær birtast í fskj. 2 á þskj. 5. Símenntun presta ætti að vera hluti af launakostnaði þeirra líkt og er hjá öðrum háskólamenntuðum starfsstéttum. Kirkjuþing þakkar greinargerð brauðamatsnefndar. Hér er um mikilsvert verkefni að ræða sem m.a. gefur dýrmætar upplýsingai' um umfang og eðli embættisverka og þess kostnaðar sem þeim fylgir. Ljóst er að góð samvinna og skilningur presta og prófasta er grundvöllur þess að skráningin takist sem best. Kirkjuþing leggur því til að góður tími verði gefinn til kennslu og kynningar svo og til að prófa kerfið með það að markmiði að almenn skráning í gagnagrunninn hefjist ffá og með 1. janúar 2003. Kirkjuþing álítur að hugmyndin um að prestar hætti að reka embættin á sínu eigin nafni og í staðinn fái hvert embætti sína kennitölu sé ekki hluti af sjálfu brauðamatinu. Hugmyndin tengist kjarabaráttu presta og mun hafa all nokkrar breytingar í för með sér fyrir presta bæði hvað varðar bókhald og skattskil. Eðlilegt er að fullt samráð sé haft við Prestafélag íslands um útfærslu hugmyndarinnar. Samkvæmt framlögðu lögfræðiáliti getur Kirkjuþing ekki sett í starfsreglur um kosningu biskups íslands og vígslubiskupa ákvæði um með hvaða hætti sé unnt að hafa biskupskosningu við lok fimm ára skipunartíma biskups. Slíkt fyrirkomulag myndi krefjast lagabreytinga ef til kæmi. Kirkjuþing álítur að það sé ekki til bóta að hafa þingtímann í tveimur lotum. En skynsamlegt væri að hinar þrjár föstu þingnefndir væru jafnframt fastanefndir kirkjunnar og störfuðu milli þinga. Þannig mætti undirbúa og vimra mál betur fyrir Kirkjuþing og stytta sjálfan þingtímann. Eftir sem áður yrði Kirkjuþingið í eimii lotu á svipuðum tíma og nú er. Þá væri ótvírætt hagræði af því að héraðsfundir yrðu haldnir að vori eða snemmsumars. Skipurit fyrir skrifstofu biskups íslands og skrifstofu Kirkjuráðs á fylgiskjali 1 gefur glögga mynd af skipulagi skrifstofanna og hvert sé verksvið og ábyrgðarsvið einstakra aðila. 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.