Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 39
Starfsreglur um breyting á starfsreglum um rekstrarkostnað prestsembætta og
vegna prófastsstarfa nr. 819/1999
4. mál, flutt af Kirkjuráði
1. gr.
3. gr. starfsreglnanna orðast svo:
Árlegur aksturs- og ferðakostnaður embætta presta og vegna starfa prófasta er
greiddur samkvæmt eftirfarandi flokkun:
I. flokkur kr. 120 þús. á ári.
Eftirtalin embætti á höfuðborgarsvæðinu:
a. Embætti sóknarpresta og presta með eina sókn og íbúa fleiri en 3000
b. Embætti sérþjónustupresta
c. Embætti héraðspresta.
II. flokkur kr. 200 þús. á ári.
Eftirtalin embætti:
a. Embætti sóknarpresta og presta á höfuðborgarsvæðinu með fleiri en eina sókn
b. Embætti sóknarpresta og presta í þéttbýli eða þar sem stærstur hluti íbúa býr í
þéttbýli, með eina eða tvær sóknir
c. Embætti sóknarpresta í dreifbýli með eina sókn
d. Embætti sérþjónustupresta sem hafa aðallega þjónustuskyldu á
höfuðborgarsvæðinu
e. Embætti héraðspresta í dreifbýli og víðfeðmi
f. Enn fremur vegna starfa prófasta að frátöldum þeim sem getið er í þriðja flokki.
III. flokkur kr. 300 þús. á ári
Eftktalin embætti:
a. Embætti sóknarpresta og presta í dreifbýli með tvær sóknir eða fleiri
b. Embætti sérþjónustupresta með fasta þjónustuskyldu um land allt
c. Embætti presta erlendis
d. Enn fremur vegna starfa prófasta í víðfeðmum prófastsdæmum.
Biskupsstofa annast um flokkun embætta samkvæmt framangreindu í samráði við
Prestafélag Islands.
2. gr.
Starfsreglur þessar sem settar eru samkvæmt lögum um embættiskostnað presta og
aukaverk þeirra nr. 36/1931, sbr. lög um breyting á þeim lögum nr. 141/1998, svo og
heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997,
öðlast gildi 1. janúar árið 2002.
Að tillögu fjárhagsnefndar samþykkir Kirkjuþing einnig eftirfarandi
ÁLYKTUN
Kirkjuþing 2001 leggur áherslu á að rekstrarkostnaður embættanna sé áffam til
skoðunar, þannig að starfsreglur nr. 819/1999 komi í heild til endurskoðunar í síðasta
lagi á Kirkjuþingi 2004.
35